Heima er bezt - 01.07.1962, Page 11
MAGNÚS BJÖRNSSON Á SYÐRA-HÓLI:
Heimsókn skáldsins
Kvold eixt um miðsvetrarleytið 1910 sátum við
þrír heimavistarsveinar í gagnfræðaskólanum
á Akureyri í herbergi okkar í norðurvistum
uppi. Það átti sér veglegt nafn og fagurt, það
hét Paradís. Hljótt var í herberginu því við kepptumst
við að lesa undir morgundaginn og sína námsgrein
hver. Þá var klappað á hurðina og með öðru lagi en
venja var skólapilta, er þeir skutust rnilli herbergja.
Aður en okkur vannst tími til að svara var opnuð
hurðin og inn gekk maður aldurhniginn, mikill á vöxt
og samanrekinn, nefstór og ennismikill, léttur undir
brún, bros á vör og glampi í augum. Við þurftum ekki
að spyrja hann að heiti og ekki kynnti hann sig. Þessi
maður var alkunnur og auðkenndur frá öðrum mönn-
um. Hér var kominn skáldið og presturinn Matthías
Jochumsson. Hann varpaði kveðju á okkur og sagðist
líklega hafa villzt, en ekki sakaði það, því að til manna-
byggða væri hann kominn. Okkur fannst það auðvitað
um slíkan mann, að hann hlyti fyrr að rata á Paradís
en aðrar nágranna byggðir, Náströnd eða Síberíu. Við
buðum skáldinu til sætis við borðkrílið okkar. Hann
hélt á kveri litlu í hendi og lagði það á borðið. Það
var fyrsta útgáfan af þýðingu hans á Manfred eftir
Byron lávarð. '
Matthías hóf þegar umræður og virtist kunna vel
við sig í hýbýlum okkar, sat hinn rólegasti langa stund
og skrafaði eins og væri hann kominn til virktavina.
„Þið ypparlegu ungu menn. Þið sem eruð vaxandi
að þekkingu, reynslu og mannviti. Það er gott að vera
ungur og nemandi í skóla Stefáns skólameistara og í
skóla lífsins. Og eiga fram undan að verða góðir menn
og gagnlegir sínu landi og þjóðlífi.“
Eitthvað á þessa leið voru inngangsorð hans og upp-
haf að samtali. Það var raunar fremur eins manns ræða,
því að lengstum talaði hann án þess að við legðum til
mála, skutum rétt inn orði á stangli fyrst, eða spurðum
einhvers er við vildum vita á nánari deili í frásögnum
hans. Við vorum ekki feimnir, en fundum til smæðar
gagnvart ofurmenninu, gesti vorum. Mest sagði hann
frá því er hann var í Odda. Mátti á honum skilja, að
stundum hefði hann komizt í hann krappan þar og
margt að höndum borið, broslegt sumt og annað al-
varlegt. Sumar þær sögur voru síðar prentaðar í bók
hans, „Sögukaflar af sjálfum mér“, mjög svo líkar og
hann sagði okkur.
Eina sögu sagði hann, sem ekki er í Söguköflunum
og ég minnist ekki að hafa séð á prenti.
Það var eitt sinn að vetrarlagi að Matthías var á ferð
og þurfti að hraða sér. Komið var að kvöldi og dimmt
yfir og nú gerði lognfjúk og sá hvorki til Iofts né
jarðar. Fylgdarmaður var með honum og var hvorug-
ur viss á áttum eða hvar þeir voru komnir. Nú varð
fyrir þeim lækur eða síki mikið sem þeir þekktu. Það
hafði lagt fullt af krapi, en ís svo veikur að varla var
manngengur. Síkið var djúpt og holbakkar að og ekki
árennilegt. Þeir leituðu fyrir sér, hvort ekki mundi
grynnra á öðrum stað, eða finnast mætti fært vað. Þeir
komu þar sem gönguplanki var lagður yfir. Þar
teymdi Matthías hest sinn yfir og skildi þar með hon-
um og fylgdarmanni því að hestur hans þorði ekki á
plankann. Matthías kallaði til hans, bað hann bjarga
sér sem bezt hann gæti og reið í sortann. Einhvers
staðar kóklaðist fylgdarmaðurinn yfir og komust báðir
klakldaust leiðar sinnar.
Þar sem Manfreð var í för með skáldinu var ekki
nema líklegt að talið bærist að honum. Sagði Matthías
að þá hefði sér bezt tekizt þýðing er hann snaraði
Manfreð á íslenzku, og „glímdi við tröllið,“ eins og
hann sagði. En varla hefði hann ráðizt í erfiðara verk
og vandasamara og það væri ekki heiglum hent að ná
andagift Byrons og orðkynngi, svo ekki sæjust mis-
smíði á, og allt yrði svipminna og bragðdaufara en
hæfði. Aftan við Manfreð voru prentuð nokkur kvæði
eftir Byron, er Matthías þýddi. Svo tókst til fyrir út-
gefendum að með slæddist kvæði, er Grímur Thom-
sen hafði íslenzkað. Þjóðskáldið glotti er hann gat
þess, að til voru menn er höfðu í dylgjum um, að hann
hefði viljað eigna sér þýðingar Gríms. Fór hann eng-
um viðurkenningarorðum um ljóðsnilli hans og mátti
skilja, að hann taldi sig fullkomlega jafnoka hans, hvort
sem um var að ræða frumkveðin ljóð eða þýdd. Og
ekki heyrðist okkur Matthías útlátamikill á hrósyrðin
um skáldið á Bessastöðum og þó enn naumari er hann
minntist alþingismannsins íhaldssama í þingsölunum.
Þegar Matthías sýndi á sér ferðasnið var liðið langt
á vöku. Veður var gott en dimmt til lofts og jarðar.
Það var eldd nema sjálfsagt, að við buðum honum
fylgd okkar heim og það þáði hann þakksamlega. Stutt
var að fara og tók ekki nema skamma stund að kom-
ast á Sigurhæðir, heimili skáldsins. Matthías var nokk-
uð tekinn að stirðna sem líklegt var, maður nærri hálf
áttræður, en ekki var honum hnotgjarnt. Hann gekk
hægt, steig fast og öruggt til jarðar og studdist á staf-
Framhald, á bls. 236.
Heima er bezt 231