Heima er bezt - 01.07.1962, Page 12

Heima er bezt - 01.07.1962, Page 12
SIGURÐUR ÞORSTEINSSON: Hrakninoar á Skeiðarársandi 1888 Sagt er að á fyrri öldum hafi verið ágætt útræði við Ingólfshöfða í Öræfum, en það lagzt niður af því að vörin við höfðann eyðilagðist af sand- burði um miðja 18. öld. — Þama fórust bátar hver eftir annan „í tiltölulega góðu veðri“ á árunum 1755—1760. Drakknuðu þá nokkrir nafnkunnir Öræf- ingar. Þó voru þeir miklu fleiri sem ekki eru nafn- greindir. Eftir þessar slysfarir varð lítið um sjóróðra héðan, því ströndin liggur fyrir opnu úthafi, en stór- kostleg jökulhlaup og margar vatnsmiklar ár hafa hlað- ið upp við ströndina eyrar og grynningar, þar sem margfaldir brimsjóar hamast sífellt, nema í mestu blíð- viðrum, helzt í hægri norðvestan átt. Þá var stundum róið til fiskjar en aflinn var einatt lítill, því síðara hluta vetrar þegar fiskur gekk á grunnmið var oftast ófær sjór. — Það bætti nokkuð úr aflalaeysinu, að allt þang- að til að togveiðar komu til sögunnar hér við land, rak hér venjulega á fjörurnar mikið af fiski á góu og ein- mánuði; varð þetta ómetanlegt bjargræði fyrir Óræf- inga, sem lifðu þá oft við þröngan kost þegar kom fram á útmánuði. Öll býli sveitarinnar áttu fjöru, þeir sem ekki áttu þangað mjög langa leið fóru um fjöruna sína á hverj- um morgni meðan ganga var nærri landi og von þótti um fiskreka, þurftu menn að vera komnir þangað þeg- ar birta tók af degi svo hrafn og máfur æti ekki fisk- inn, sem stundum var þó mikið rifinn og heldur ókræsi- legur. Öðru hvoru fór fólk erindisleysu, en samt eiga margir skemmtilegar endurminningar um þessar ferð- ir, því dýrmætt happ þótti að hverjum málsverði sem tókst að draga í búið, svo fundu menn líka stöku sinn- um svo hestburðum skipti á fjöru sinni af fiski sem rekið hafði á einni nóttu, en svaðilfarir gátu þessar fjöruferðir orðið, því alltaf var farið þegar fært þótti og oft teflt í tvísýnu, en ekki er annað kunnugt en að allir hafi sloppið örkumlalaust, nema Skaftfellingar, sem nú verður sagt frá. Bjarni Sigurðsson. Það var árið 1888, á sjálfa Maríumessu, sem þá bar upp á Pálmasunnudag, að hér gerði fremur vondan byl. Um hann þarf ekki að fara mörgum orðum, því enginn skaði varð þann dag hér í sveit. — Gísli Þorvarðarson, sem síðar bjó í Papey, var þá mikill bóndi á Neðri- Mýrinni (Fagurhólsmýri), þar hjá honum var þá vngsta systir hans, Matthildur, á 15. aldursári, bráð- myndarleg, fjörug og fljót í öllurn snúningum. Hann sendi hana á fjöru mjög snemma þennan morgun, og það kom henni að góðu haldi, því er lengra leið fram á inorguninn hvessti svo að snjórinn fór að rjúka, og eigi leið á löngu þar til kominn var grenjandi bylur. Gísli ætlaði að æða af stað, til að leita að systur sinni en þá kom hún heim, svo þetta blessaðist ágætlega, því skammt er á fjöru frá Fagurhólsmýri. Næsta dag, 26 .marz, var veður þannig, að skýja- bakki var yfir hafinu, en að öðru leyti heiður himinn, blíða og Iogn og naut vel sólar en feikilega mikið frost. Um kvöldið rokhvessti með nístandi norðankólgu og skafrenningi. Þann morgunn fóru Svínfellingar og Skaftfellingar á fjöru. Þegar veðrið skall á, áttu Svín- fellingar skamrnt eftir til bæja og komust heim til sín þrautalaust. — Þeir voru mjög hræddir um Skaftfell- inga, því þeir vissu, að þeir höfðu ætlað þennan dag á sandfjörur, sem liggja fyrir Skeiðarársandi, og var leið- in þangað út eftir frá Skaftafelli um 35 kílómetra, og fjaran þar að auki nálægt 18 km löng. Á því herrans ári sem hér ræðir um, bjuggu í Skafta- felli þessir bændur: í Böltanum Magnús Sigurðsson frá Hofs-Koti, sem síðar varð mesti bóndi í Öræfum. Vinnumaður var þá hjá honum, sem Þorsteinn hét Snjólfsson, hann var frændi húsbónda. Þorsteinn tól, hinn skáldmælti, fjölhæfi og listfengi bóndi á Hofi var langafi þeirra. í Selinu bjó Einar Jónsson. Sagt er að ættmenn hans hafi búið í Skaftafelli síðan á söguöld. I Hæðunum bjó Jón Einarsson, hagleiksmaður mikill, hann og Einar í Selinu voru systkinasynir. Jón var ekki heima þennan dag, hann var í smíðum austur á Hnappavöllum, hjá Páli Bjarnasyni. Því voru ekki aðrir karlmenn á bænum en Sigurður Sigurðsson bróðursonur Jóns. Sigurður fluttist til hans 8 eða 9 ára, en var nú 15 ára gamall. Á þeim aldri eru unglingar ekki fullharðnaðir, en Sigurður var alvanur göngum og þótti mesti röskleikapiltur. Þá var í Hæðunum vinnu- kona, Guðrún Ólafsdóttir, systir Lofts pósts á Hörgs- landi, hún var stjúpmóðir Sigurðar. Guðrún var amma Sighvats Davíðssonar, bónda á Brekku í Lóni. Guðrún gat þess síðar, að drengurinn hefði ekki átt að fara, en F.inar ætlaði að taka hest af þeim í Hæðunum, en af því að svo var talað um það, að betra væri að þeir færu þrír, þá var ákveðið að Sigurður færi með þeim Einari og Þorsteini. Hvernig þeir voru útbúnir er mér ekki kunnugt, nema þeir voru á selskinnsskóm, sem 232 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.