Heima er bezt - 01.07.1962, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.07.1962, Blaðsíða 14
HINRIK ÍVARSSON, MERKINESI: I Su^ ur-Nauthólum r júní, 1950, leitaði ég grenja í heiðarlandi Hafna- hrepps eins og ég hafði gert nokkur undanfarandi vor, en ekkert greni fundið, sem búið væri í. Þekkti ég þá 11 greni, sem ég ýmist hafði fundið sjálfur eða eftir lýsingu Þorsteins Árnasonar í Kirkjuvogi, sem lá mikið á grenjum á tímabili, en var nú tekinn fast að eldast. Hann hafði verið talinn mjög laginn að vinna greni, þolinmóður og brögðóttur, en hvort tveggja er nauðsvnlegt hverri refaskyttu. Eg var ekki einu sinni svo heppinn að hafa átt þess kost að liggja á greni með vönum manni, er ég lagði í fyrstu grenjalegu mína af illri nauðsyn og oft hef ég brosað og sárgramizt í senn, þegar mér verður hugsað til fyrstu áranna tveggja við það starf. Ég var svo kol- blár að ég taldi það myndi vera á borð við að skjóta tortrygginn hund, en ég mátti endurskoða það mál all-tilfinnanlega. Leizt mér, að lærdómsríkt myndi vera að spyrja Þorstein spjörunum úr, enda stóð ekki á honum að leiðbeina mér á marga lund og segja mér sögur af viðureign hans við lágfótu og oft var tíminn fljótari að líða í samræðum við hann heldur en þegar maður liggur einn á greni í kalsa og bleytu, þá getur nóttin orðið langdregin og afburða leiðinleg þegar ekkert gerist. Þorsteinn hafði sagt mér af greni í Suður-Nauthól- um, en aldrei hafði ég getað fundið það þó ég leitaði vandlega. Þá er það einn dag, að Ketill Ólafsson á Kal- manstjörn hringir til mín, og segir mér að þá um kvöldið hafi hann verið að dytta að sandgræðslugirð- ingunni við Norður-Nauthóla. Sagðist hann hafa setzt niður áður en hann héldi heim. Sér hann þá mórauðan ref koma meðfram girðingunni og fer hann svo nærri Katli, að honum virtist reynandi að kasta í hann hamr- inum, sem hann hélt á. Sagðist Katli þá hafa dottið í hug það er ég sagði honum eitt sinn, að tófur væru vanafastar og gengju gjarnan sömu leið á sama tíma, grunaði jafnvel að mig myndi langa til að athuga ref- inn nánar síðar og lét því ekkert á sér bera. Hélt svo Rebbi áfram sína leið án þess að verða var við Ketil. Ég brann í skinninu eftir að vita hvort refurinn mundi ganga þarna að staðaldri, en átt var mjög óhag- stæð næstu 3 kvöld, vestan norðvestan gola og því aug- Ijóst, að refir sem héldu sig í austur suðaustur átt mundu fljótt verða varir við mann, er kæmi neðan úr Höfnum. Svo fjórða kvöldið er komin suðaustan gola og létt loft og bíð ég nú ekki lengur, en legg af stað kl. 5 með dálítið nesti og skjólföt mín, hugðist vera kominn á þessar slóðir milli 6—7, en um það leyti var refurinn á ferð, er Ketill sá hann. Þegar ég kom í Nauthóla finn ég mér ákjósanlegt fylgsni í háum hól, sem er með sprungum í kollinum, sá ég þaðan niður með girðingunni til Arnarbælis og upp með henni til Möngusels og svo nokkuð vítt um þar á milli. Dúsi ég nú þarna þar til kl. er að ganga 9, þá er útséð um það, að rebbi hefur engan fastan tírna á þessari leið, eða hann hefur ekki meira en svo rétta klukku, og dett- ur nú í mig, að færa mig upp með girðingunni suður á Mönguselsgjáarbarm, vissi ég mjög vel hvernig lands- lag var, þar er há klöpp með ótal sprungum og skagar sem olnbogi út í landsigið, sem einu nafni er nefnt Mönguselsgjá. Þarna fer dásamlega um mig, sól er komin í norðvestur og vermir á mér bakhlutann, en ég hef útsýn suðvestur og norðaustur alla lægðina og nokkuð mikið svæði til suðausturs og suðurs. En þetta fer á sömu leið, ég verð einskis var, allt í dásamlegum friði og kyrrð og veður svo yndislegt sem það orðið getur. Hvað skal gera? Ekki endist ég til að hanga hér í alla nótt. Fara heim —, nei, fjandinn fjarri mér, í svona veðri og svona birtu eins og loftið lofar þegar ég hef athugað það, fer ég ekki heim fyrr en á morg- un. En reynandi væri nú að fara enn lengra, eða upp í Suður-Nauthóla, þaðan sést prýðilega yfir á alla vegu, og þar með tek ég á rás. Ég geng lautir, en öðru hverju fer ég upp á grjóthóla mjög varlega, hlusta vandlega og svipast um, en nei, ég verð einskis var. Framundan mér er eins og marki fyrir hlykkjóttum skorningi. Klukkan er að ganga 11, og þegar geislar kvöldsólarinnar falla svona skáhallt, þá sé ég marka mjög vel fyrir þessu, þetta er líkast gömlum hestavegi, götu, sem nú er uppgróin, og þarf glögga eftirtekt til að rekja. Ég renni augunum lengra fram til að gæta að götunni nánar, en þá stirðna ég upp og maginn hoppar svo fast upp í þindina, að mér liggur við and- köfum, því um 50—60 faðma framundan sé ég ref, mó- rauðan, með skítgulum tjöfsum í lærunum og bógum, og skottið er móbleikt. Hann kemur úr austri, þvert á stefnu mína og heldur til vesturs. Gott. Vindur stend- ur frá honum til mín og nú er um að gera að vera nógu athugull og sprettharður. Ég læt dót mitt frá mér nema byssuna, sem er hlað- 234 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.