Heima er bezt - 01.07.1962, Blaðsíða 19
DÆGURLAGAjtáttutáHK
w
í maí-blaðinu gat ég þess, að ég hefði fengið mörg
afrit af kvæðinu Hjalmar og Hulda og myndi í góðu
tómi bera þessi afrit saman og birta svo kvæðið, ef
hægt væri eins og þýðandinn gekk frá því. En kvæðið
hefur í marga áratugi gengið manna á milli í uppskrift-
um, og þess vegna tekið allmiklum orðabreytingum,
þótt efnið sé óbreytt. Nú hef ég fengið nokkrar upp-
lýsingar um kvæðið og sögu þess frá Sigrúnu Bjarna-
dóttur Árbakka í Landsveit.
Kvæðið er norskt að uppruna, en ekki er mér kunn-
ugt um höfund þess. Þýðinguna gerði Ingivaldur
Nikulásson, verkamaður og fræðimaður á Bíldudal (f.
29. marz 1877). Er sagt, að Ingivaldur hafi séð kvæð-
ið uppskrifað á norsku, í stílabók hjá stúlku, sem dval-
ið hafði hjá norsku fólki. Ingivaldur fékkst nokkuð við
ljóðagerð og var hann því beðinn að þýða kvæðið á
íslenzku. Þetta mun hafa verið skömmu eftir aldamót-
in; líklega árið 1907. Ingivaldur gaf svo fólki afrit af
kvæðinu og þannig barst það í uppskriftum víða um
land. Kvæðið var svo síðar birt á prenti, eftir einhverju
afriti. En þegar þýðandinn, sem þá var á lífi, sá það,
fannst honum það svo afbakað að hann sendi blaðinu
sem birti kvæðið bréf með leiðréttingu, og hef ég nú
fengið afrit af kvæðinu, eins og höfundur gekk upp-
haflega frá því, — og birtist kvæðið hér eftir nokkrum
afritum, sem eru nákvændega samhljóða.
Alls hef ég fengið um 50 afrit af k\ræðinu og mörg
þeirra prýðileg að frágangi, en flest þeirra með all-
miklum orðamun, þótt efni og rím sé að mestu óbrjál-
að. Þessi afrit þakka ég kærlega og mun á næstunni
endursenda þau afrit, sem bréfritarar hafa óskað að fá
cndursend, þar sem afritin sum eru ef til vill gömul
vinargjöf, svo að ekki sé meira sagt. Þessi mörgu afrit
sýna vinsældir kvæðisins.
En hvers vegna er kvæðið svona vinsælt? Líklega er
ekki hægt að gefa við því algilt svar, en hver og einn
gæti svarað því eftir sínum smekk. Efni kvæðisins er
hið gamalkunna „drama“ cða harmleikur um heitar ást-
ir, brigðmælgi, svik og hefnd. Er efnið ekki ósvipað
cfni í frægum nútíma „óperum“ eða söngleikjum, þar
sem sungið er um ástir í meinum, svik og hamingju-
leysi og mannvíg framin á leiksviðinu.
Og hér birtist þá loksins kvæðið:
HJÁLMAR OG HULDA
Hann Hjálmar í blómskrýddri brekkunni stóð
því brottfarar nálgaðist tíð.
Hann átti að fara af feðranna slóð
gegn fjandmanna hernum í stríð.
Ástarþrá hjartað í brjósti hans bærði
blómilm að vitum hans andvarinn færði.
Hann beið eftir unnustu ástar á fund
örmum að vefja á skilnaðarstund.
Þá röðull var hniginn í hafgeiminn blá
á himininn kvöldroða sló.
Með fölnaðar kinnar og bliknaða brá
hann brott gekk að fjörugum jó.
Álengdar sá hann með fögnuði fljóðið
til farar þá dundi við lúðranna hljóðið
þá tjóðraði hann hestinn og hugfanginn tróð
til heitmeyjar sinnar um blómgvaða slóð.
Ó, Hulda! Á morgun ég flyt mig á fley
og frá þér ég sigli um lá.
O, gleymdu mér ekki þú ástkæra mey
því af þér ég varla má sjá.
Og meðan að lýsir mér lífssólin bjarta
þá ljómar þú einsömul kærst mér í hjarta.
Ó tak mig í faðm þér og fullvissa þú
um að framvegis jafnan þú reynist mér trú.
Ó trúðu mér Hjálmar því trygg er mín lund
og treystu að ég gleymi þér ei
ég lifði þá aldregi ánægjustund
ef aðra þú faðmaðir mey.
Þú fréttir það aldrei að ást mína geymi
ég öðrum en þér hvar sem dvelurðu í heimi.
Því dauðinn skal einn okkur aðskilja hér.
Að eilífu hjarta mitt tilheyrir þér.
Þá kveð ég það allt sem að kærast er mér
og kveð þig nú unnusta mín
af elskandi hjarta svo óska ég þér
yndis á vegunum þín.
Og meðan að kúlnanna hvínandi bylur
og kolsvartur reykurinn sjónir mér hylur
þá bið ég til himins með brennheitri þrá
um bjartari heimkomu fósturjörð á.
Svo kysstust þau faðmlaga bundin í bönd
og blikuðu á kinnunum tár.
En fuglarnir sungu á fagurri strönd
og friðsæl var nóttin og klár.
Lleim til sín augum hann harmþrunginn renndi
en heiðskær í fylhngu máninn þá sendi
ástblíða geisla frá upphimins leið
er unnendur kvöddust um miðnæturskeið.
Að morgni þá sólin var svifin úr mar
þá sungu við lúðrahljóð há.
Sem lautenant Hjálmar í liðinu var
og ljómandi vopninu brá.
Nú kveð ég þig faðir, nú kveð ég þig móðir,
ég kveð ykkur öll bæði systur og bróður,
ég kveð þig nú ástmey þótt kvöl sé það hörð,
ég kveð þig nú yndæla feðranna jörð.
Heima er bezt 239