Heima er bezt - 01.07.1962, Page 21
Hér kemur svo að lokum lítið ljóð, sem margir hafa
beðið um, en ég hef ekki getað náð til fyrri en nú.
Ljóðið heitir Litli vin. Höfundur ljóðsins er Freysteinn
Gunnarsson skólastjóri, en margir ágætir söngvarar
hafa sungið þetta fagra, ljúfa Ijóð í útvarpið:
LITLI VIN
Bráðum færast árin yfir mig,
einhvern tíma skil ég senn við þig.
Mundu þá að rata réttan veg,
reyndu að verða betri og meiri en ég.
Það er eina óskin mín til þín,
að þú hljótir forlög betri en mín.
Þótt mér brygðist margt, litli vin,
og mistækist flest, litli vin,
ég treysti þér bezt til að bæta það allt
og bjarga því við, sem er fátækt og valt.
Ég bið fyrir þér, litli vin,
að blessist þér allt, Htli vin.
Þegar ég fer þér frá, þegar annar þig á,
viltu minnast mín þá, litli vin?
Síðan fyrst ég sá þig, litli vin,
sóhn hefur veitt mér fegra skin.
auðlegð mín er ástin mín til þín,
yndi mitt er bjarta vonin mín,
vonin sú, að gæfan gefi þér
gleði og lán og allt, sem fegurst er.
Þótt mér brygðist margt, litli vin,
og mistækist flest, litli vin,
ég vil, að þú gleðjist og leikir þér létt
og lærir að elska hvað gott er og rétt.
Ég bið fyrir þér, HtH vin,
að blessist þér allt, litli vin.
Þó ég fari þér frá, þegar fölnar mín brá,
viltu minnast mín þá, litli vin?
Önnur umbeðin ljóð verða að bíða að sinni.
Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135.
NOKKRAR STÖKUR
STAKA
Festir snjó á strá og stein,
stirðnar móa-beðja,
samt er lóa eftir ein
ættarslóð að kveðja.
TVÆR VÍSUR EFTIR KÁINN
(Úr bréfi frá Vestur-íslendingi)
Fyrir löngu síðan var kaupmaður á Mountain, sem
lét eftirfarandi auglýsingu í blað þar:
Sn. G.
SÆMUNDUR FRÓÐI
Ekkert nema allt hið bezta
eg hef til að bjóða þér:
Vænar kerrur, valda hesta
og veglyndi hjá sjálfum mér.
Sæmund fróða muna má
mestan lífs í vanda,
kölska gamla seggur sá
sigldi milli landa.
Af Odda klerk var undir kynt,
ólgaði strauma flúðin,
ég hef heyrt hann hafi synt
hraðara en Súðin.
Káinn sneri þessu svona:
Ekkert nema allt hið versta
eg hef til að bjóða þér:
Valtar kerrur, viUta hesta
og vitleysuna úr sjálfum mér.
Prestar núna máske meir
mannkyninu fórna,
en betur ekki allir þeir
andskotanum stjórna.
Höf. ókunnur.
Þegar Magnús prestur samdi og gaf út skammirnar
um Vestur-Islendinga, sem Baldvin svaraði hressilega í
Heimskringlu, — kvað Káinn:
Jafnan ætíð sannleikur er sagna beztur,
en minnstu ei á það, Mangi prestur.
Heirna er bezt 241