Heima er bezt - 01.06.1963, Qupperneq 2
Norræn sunclkeppni
Samnorræn sundkeppni er nýlega hafin. Þetta er í
raun réttri hætt að vera svo mikill viðburður, vegna
þess að slík keppni hefur nú verið haldin þriðja hvert
ár um áraskeið. Vissulega væri athugunarvert, hvort
ekki líður of stutt á milli þess, sem keppnin er haldin,
t. d. ekki oftar en fimmta hvert ár, því að vaninn slævir
tilfinninguna fyrir því, að hér sé um merkisatburð að
ræða. En það er ekki ætlun mín hér að ræða einstök at-
riði í fyrirkomulagi keppninnar sjálfrar.
Þegar við heyrum um hina norrænu sundkeppni og
hversu mikið er á sig lagt fyrir hana, hljótum vér að
spyrja fyrst af öllu: Er ástæða til þessarar keppni? Elef-
ur sundíþróttin eitthvað það til að bera umfram aðrar
íþróttir eða leiki, sem réttlæti að henni sé sýndur þessi
sómi meiri en þeim? Gæti ekki komið til mála almenn
keppni í hlaupi, göngu eða einhverju þess háttar? Eklci
vil ég gera lítinn hlut annarra íþrótta, en þó verður
samt að athuguðu máli að telja réttmætt, að sundið fái
öllum íþróttum drýgri hlut, sem íþrótt almennings.
En hvað er það þá, sem gefur sundinu gildi? Fyrst
munum vér þá líta á hið hagnýta gildi þess. En engin
íþrótt, sem á almennings færi er að iðka, gefur slílt færi
á að bjarga mannslífum og sundið. Verður slíkt aldrei
ofmetið ekki sízt hjá þjóð, sem lifir að verulegu leyti á
sjósókn og býr við sjó og vötn. Sennilegt má telja, að
upphaf sundíþróttarinnar megi rekja til þessa í fyrstu.
Að vísu er það svo, að eftir því sem starfaskipting í
þjóðfélaginu eykst, þá skapast æ fleiri og fjölmennari
stéttir manna, sem ólíklegt má telja, að þurfi að bjarga
lífi sínu nokkru sinni á sundi, sakir atvinnu þeirra. En
enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Og ungling á
skólaaldri mun tæpast gruna, hvað þá að hann viti, hvert
verða muni lífsstarf hans, og þá er sundkunnátta ein-
ungis einn liður í undirbúningi hans undir að mæta því,
sem lífið kann síðar að færa honum. Sundkunnáttan
heldur því stöðugt hinu hagnýta gildi sínu, þótt þjóð-
félagshættir breytist, og þeim þegnum þjóðfélagsins
fækki, sem er það lífsnauðsyn að kunna að fleyta sér.
En sundið hefur fleira til síns ágætis. Það gefur til-
efni til útivistar, og um leið þess að njóta lofts og ljóss
í ríkum mæli, en hvort tveggja er oss heilsusamlegt. Þá
veitir sundið líkamanum alhliða þjálfun flestum íþrótt-
urn fremur, en slík þjálfun er í senn heilsusamleg og til
fegurðarauka. Enda mun naumast nokkur íþrótt vera
í jafnríkum mæli íþrótt fegurðar og heilbrigði samtímis,
eins og einmitt sundið. Það út af fyrir sig væri nægilegt
til þess að lagt væri kapp á sundíþróttina.
Þetta, sem nú er talið, og raunar fleira, réttlætir það
að sundi hefur verið gert hærra undir höfði en öðrum
íþróttum vor á meðal, enda mun það vera eina íþrótt-
in, sem er fullkomin skyldunámsgrein í skólum vorum,
þ. e. a. s. að nemendur verða ekki brautskráðir úr skóla,
nema þeir hafi náð tilteldnni fæmi í sundi. Og þrátt
fyrir kvöðina, hefur sundið haldið vinsældum sínum
meðal æskunnar.
Ef vér skyggnumst unr í sögum vorum fornum, sézt
að sundið var mikils metið í fornöld, það þótti höfð-
ingleg íþrótt, en var þó um leið íþrótt almennings, að
því er fróðir menn telja. Iðkun þess var hafin yfir all-
an stéttamun og stöðu. Víst er um það, að vel hafa
menn til forna kunnað að meta afrek á því sviði. Lang-
líf varð hún sagan um Drangeyjarsund Grettis, og þótt
ýmsum málum kunni að vera blandað í sögu hans, er
naumast unnt að efa, að Drangeyjarsundið hefur ver-
ið gömul arfsögn af sönnum atburði. Þá sýnir frásögn-
in af viðureign þeirra Kjartans Olafssonar og Olafs kon-
ungs Tryggvasonar í Niðarósi, að sundleikir hafa verið
haldnir þar í ánni, og þar hafa mætzt til leiks háir sem
lágir. Sýnir það betur en flest annað, hversu sundið
hefur í senn verið íþrótt höfðingja og allrar alþýðu.
Á niðurlægingar- og ófrelsisöldum þjóðar vorrar glat-
aðist sundkunnáttan eins og svo margt annað. Að vísu
mun það eltki hafa verið neitt einsdæmi, að svo fór hér
á íslandi. Mig grunar að nágrannaþjóðir vorar hafi ekki
verið miklu betur á vegi staddar í þeim efnum. Lík-
amsrækt og sund voru ekki keppikefli ungra manna á
þeim öldum.
En jafnskjótt og rofar til í þjóðlífi voru taka forystu-
menn þjóðarinnar að hvetja til sundiðkana. Jónas Hall-
grímsson þýddi sundreglur handa íslendingum, og alla
19. öldina sjáum vér að þeir landar vorir, sem fram-
sæknastir eru á sviði þjóðmálanna, leggja sundinu liðs-
yrði.
Róðurinn sóttist að vísu seint. Á fyrsta tug þessarar
aldar vakti það þjóðarathygli, er Lárus Rist synti yfir
Eyjafjörð, svo fágætt var það afrek. Og vissulega hefur
það vakið margan ungan svein til dáða. En nú mun svo
komið, að einungis þeir íslendingar, sem komnir eru á
efri ár kunna ekki að fleyta sér.
Og nú er efnt til norrænnar sundkeppni. Þar getum
190 Heima er bezt