Heima er bezt - 01.06.1963, Qupperneq 4
BJARNI SIGURÐSSON, HOFSNESI:
Helgi Arason á Fagurhólsmýri
Fyrir hér um bil 40 árum, settu nokkrir skaft-
fellskir hagleiksmenn sjálfir upp rafstöðvar á
heimilum sínum. Bændur bæði nær og fjær leit-
uðu eftir þetta til þessara hugvitsmanna og
fengu |>á til að setja upp fyrir sig heimilisrafstöðvar.
Það er alveg undravert, hvað þessum sjálfmenntuðu
raffræðingum varð ágengt og tókst að leysa af höndum
mikið þrekvirki á skömmum tíma í raforkumálum. --
Einn hinna ágætu manna, sem voru brautryðjendur í
raforkumálum dreifbýlisins, er Helgi Arason á Fagur-
hólsmýri.
Helgi er fæddur á Fagurhólsmýri í Öræfum 16. marz
1893. Foreldrar hans voru Ari Hálfdanarson á Fagur-
hólsmýri og Guðrún Sigurðardóttir bónda á Kvískerj-
um, Ingimundarsonar. Ari, faðir Helga, var fæddur ár-
ið 1851 í Odda á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu.
Hann var nafnkunnur maður fyrir gáfur og bókmennta-
áhuga, en jafnframt vegna atorku og útsjónarsemi við
verkleg störf. Ari var hreppstjóri Öræfinga í 45 ár og
einn helzti forystumaður þeirra.
Guðrún Sigurðardóttir, kona Ara, var vel að sér til
munns og handa, listhneigð og fjölfróð mannkostakona,
sem naut mikillar hylli allra, er kynntust henni.
Á heimili þeirra hjóna hélzt í hendur verkleg og bók-
leg menning, þau voru samtaka um að færa sér i nyt
nýjungar þær, sem studdu að bættum vinnubrögðum
og fylgdust vel með þeim framfaramálum, sem þá voru
efst á baugi. Helgi ólst þarna upp ásamt 6 systkinum
sínum. Var hann og tviburabróðir hans, Hálfdan, sem
nú er búsettur á Höfn í Hornafirði, yngstir þeirra. Á
þessum árum var skólakennsla barna lítil hér í sveit-
inni, en menntunin, sem þessi systkini fengu í foreldra-
húsum, hefur reynzt þeim notadrjúgt og gott veganesti.
Þegar Helgi var 10 ára gamall, fékk hann svo ill-
kynjaða ígerð í annað hnéð, að farið var með hann á
sjúkrahús í Reykjavík, en ekki tókst læknunum þar að
vama því að fóturinn krepptist. Helgi var svo fatlaður,
er hann kom heim af spítalanum, að hann gat ekki geng-
ið að þeim störfum, sem helzt voru ætluð drengjum á
hans aldri. En það kom fljótt í ljós, að hann var smiðs-
efni, því var honum snemma falið að gera við margs
konar búshluti og smíða aðra nýja. Ekki skorti verk-
efnin, þegar flest búsáhöld voru heimagerð.
Tvítugur að aldri fór Helgi til Reykjavíkur og lærði
þar skósmíði. Þegar því námi var lokið, gekk hann und-
ir skurðaðgerð, sem Guðmundur læknir Hannesson
gerði á honum, til þess að rétta bæklaða fótinn og laga
hnéliðinn. Læknisaðgerðin tókst vel. Skömmu síðar
hélt Helgi heim aftur að Fagurhólsmýri. Nú gat hann
Helgi Arason.
192 Heima er bezt