Heima er bezt - 01.06.1963, Page 9
BJORN 0. BJORNSSON:
SvaéilFarir Vigíúsar í Flögu og Porvalds í Hernru
'æsti bær innan (norðan) við Flögu í Skaftár-
tungu er Hemra — liggur, sem Flaga, við aust-
urrætur Utanfljótsheiða, sem fyila mest af
Fram- (Suður) Tungunni utan (vestan)
Tungufljóts, en það rennur frá norðri til suðurs eftir
miðri Skaftártungu, og er Kúðafljót framhald þess eft-
ir að stórvötnin Eldvatn og Hólmsá hafa runnið í það,
en þær tvær ár umlykja sveitina að austan og vestan.
Ekki eru nema 2—3 km milli bæjanna, en eftir Kötlu-
gosið 1918 varð að fara upp á heiðarbrúnina til að kom-
ast þá leið áður en vegur var sprengdur utan í hamr-
ana, sem þar gengu þá alla leið út í fljót. Annars er tölu-
vert láglendi milli heiðar og fljóts: Flöguvöllur og
Hemruvöllur, en Mörkin nyrzt; svo hækkar láglendið
er Fram-Tungunni sleppir og Upp-Tungan tekur við.
í Hemru bjuggu í búskapartíð Vigfúsar á Flögu,
fyrst, Jón Einarsson dannebrogsmaður, hreppstjóri,
sýslunefndarmaður og hreppsnefndaroddviti, maður
fagurt og fjörlega eygður en einþyltkur nokkuð, og
eftir hans dag, Valdimar sonur hans, hreppstjóri og
sýslunefndarmaður, óvenjulegur að drengskap og metn-
aði, ekki sízt andlegum, mælskumaður og skáld. Eldri
sonur Jóns, Þorvaldur að nafni, fluttist vel hálfþrítugur
að Sltúmsstöðum í Landeyjum, en sú mikla jörð hafði
þá um hríð verið í eyði vegna vatnságangs. Gerðist hann
mikill bóndi, enda garpur. Þorvaldur er nýlega látinn,
tæplega áttræður, — datt af dráttarvél en hefði annars
orðið minnst aldargamall, ef af líkum mætti ráða, því
að hann var þá enn þétthærður og svarthærður, er hann
féll frá, og lét eftir sig unga og sældarlega konu og
bráðefnilegan krakka. Þorvaldur var, líkt og Vigfús á
Flögu, orðinn þjóðarpersóna fyrir miðjan aldur, enda
ekki einungis garpslegur garpur, heldur jöfnum hönd-
um orðsnjall og frumlegur í framkomu.
Ég var svo heppinn að hitta Þorvald nokkrum dög-
um áður en hann slasaðist til bana, og hafði frá honum
örfáar smáglefsur um fyrrverandi nágranna hans, Vig-
fús á Flögu.
FRÁSÖGN ÞORVALDS I.
„Vigfús á Flögu er sá maður, sem ég man bezt eftir
af þeim, er ég kynntist í uppvextinum. Vigfús var eitt
hið glæsilegasta ungmenni á bemskuárum mínum. Hann
var bráðgerr og lagði öllum gott til, mönnum og mál-
leysingjum, yfirlætislaus, glaður jafnan, þó hægur, og
í hvívetna drengilegur. Ég var 14 árum yngri en hann.
Var það okkar strákanna, þá, alveg tvímælalaust, mesta
löngun að líkjast honum, og þótti öllum eftirsóknar-
verðast að vera með honum, og bárum til hans óskorað
traust, sem og engum okkar brást.
Líka var það svo, að „allar vildu meyjar með honum
ganga“, en sú hlaut er yar öllum verðugri, Sigríður
Sveinsdóttir í Ásum, sem var á æskuárum ein fallegasta
og göfugasta kona í héraðinu. Þau Sigríður byggðu upp
eitt hið ágætasta heimili. Þar vantaði aldrei föng. Þar
■var íslenzk gestrisni alltaf í öndvegi. Þar var glatt og
gott að koma. Heimili þeirra Flögu-hjóna var frá önd-
verðu sómi sveitarinnar og prýði héraðsins.
Vigfús var hjálplegur, greiðvikinn og hlýr við lítil-
magna. Hann var karlmenni að burðum, harðfylginn sér
og djarfur. Hér er smáfrásögn þessu til vitnisburðar:
Eitt sinn fóru tvö lömb í svelti í Fálkahólshömrum;
það er í Hemru-landi. Þau fóru í stanz í syllu með gras-
bala, sem þau gátu haft haga á í tvo—þrjá daga aðeins.
Lömbin átti fátækur bóndi niðr’ í Meðallandi. Það var
ekki unnt að ná lömbunum nema að síga í bandi til
þeirra. Nú voru góð ráð dýr. Mér þótti vont að geta
ekki bjargað lömbunum, og fór því til Vigfúsar á Flögu.
Hafði vanizt á það þegar sem krakki að leita til hans
þegar vanda bar að höndum, og fór aldrei bónleiður til
búðar frá honum.
Vigfús kom næsta dag. Og svo fórum við einir, tveir,
og sáum að þetta var allhátt sig. Ég var 16 eða 17 ára
og nokkuð þungur í steinsigi. Sigbandið var tvöföld 6
punda lína, frönsk. Bandið jafnþættum við.
Áður en ég fór fram af brúninni, spurði Vigfús mig,
hvort ég þyrði að síga þetta. Ég hélt nú það, þegar
bandið væri í höndunum á honum. Þá brosti Vigfús.
Niður var sigið hægt og gætilega, lömbunum bjarg-
að til betri staðar í hömrunum, og ég dreginn upp 25—
30 metra steinsig af tveirn höndum. Steinsig nefni ég
það, þegar bergið er beint eða slútir lítið eitt fram yfir
sig. Hefði verið álitið nóg handa tveimur að halda eða
„sitja undir“ eins og það var nefnt, en þarna var Vig-
fús einn og dró mig svo hratt upp, að ég gat ekki létt
neitt undir, þó að ég hefði þriðja bandið laust.
Þegar upp var komið, hafði ég orð á því, að hann
hefði dregið svo hratt, að ég hefði ekki getað hjálpað
honum til með aukabandinu. Vigfús svaraði: „Mig lang-
aði svo mikið til að sjá sem fyrst á hausinn á þér,“ og
hló.“
Heima er bezt 197