Heima er bezt - 01.06.1963, Side 10
FRÁSÖGN VALDIMARS.* *
„Þeir, sem þekkja til ferðalaga í Vestur-Skaftafells-
sýslu að fornu og nýju, munu flestir á einu máli
um, að Hólmsá hafi verið eitt örðugasta og geigvænleg-
asta vatnsfallið hér, áður en brúað var .... Hólmsá er
tvímælalaust miklu meira vatnsfall en Jökulsá á Sól-
heimasandi .... nema í hlaupum .... Hólmsá hefur á
langri leið sinni frá upptökum mætt fjölmörgum ám og
lækjum, bergvötnum og jökulkvíslum úr Mýrdalsjökli.
Ræður því að líkindum hvert stórvatn Hólmsá oft verð-
ur í leysingum og rigningum á öllum tímum árs. Þung-
ur er straumur Hólmsár fram um aurinn, grýttur botn,
og þó tíðum aurbleytur. Mæla það ýmsir, að eigi sé það
öllum hent að velja vöð á Hólmsá, og þótt vanizt hafi
öðrum vötnum. Svo mjög eru vöð hér breytileg, að þar
sem vel var fært að morgni, verður tíðum ófært að
áliðnum degi, enda þótt eigi sé vexti um að kenna. Vext-
ir eru einnig mjög bráðir. Rífur áin þá aurbakka sína
til beggja hliða á skömmum tíma, svo að ný brot mynd-
ast; en þau, sem fyrir voru, grafast sundur; og mynd-
ast þar for hyldjúp, sem áður var vað. Farvegum breyt-
ir áin þannig tíðum mjög á jafnsléttu aursins og kvísl-
ast á ýmsa vegu. Verður þá lausari botninn í hinum
nýju farvegum, og aurbleyta.
Eigi er Hólmsá öll sem sýnist óvönum, og þótti jafn-
an óvarlegt að treysta ókunnugum til yfirferðar án
fylgdar, enda þágu flestir. Er þeim nú mjög tekið að
fækka fyrir mold ofan, er verulegar sögur hafa að segja
af viðureign sinni við Hólmsá, Hér fara þó á eftir frá-
sagnir eins hinna kunnugustu manna, þeirra er nú lifa,
Vigfúsar Gunnarssonar, hreppsnefndaroddvita á Flögu.“
FRÁSÖGN VIGFÚSAR.
„Eg var fyrir innan fermingaraldur, þegar ég byrj-
aði ferðir yfir Hólmsá ásamt öðrum, þeim er fullvaxnir
voru og vanir ánni; og eigi eldri en 16 ára, er ég fór að
fara einn eða fylgja ókunnugum yfir hana. Vandist ég
því furðu fljótt við að þekkja vöð á henni og sjá, hvort
skara myndi eða sund væri. Fór ég oftast fremur var-
lega, að mér fannst, enda þótt stundum kunni að hafa
út af því brugðið. — Það kom fyrir síðar meir, eftir að
ég var fullvaxinn og orðinn vanur Hólmsá, að samferða-
mönnum mínum, er óvanari voru sýndist áin ófær, er
mér virtist fær vera.
Einu sinni, sem oftar, komum við margir saman úr
lestaferð til Víkur. Var Hólmsá þá í tæpum meðalvexti,
en lá illa. Róðrarferja var á ánni hjá Hrífunesi. Vildu
samferðarmenn mínir kalla ferju, með því að þeim sýnd-
ist áin ófær lausríðandi mönnum, hvað þá klyfjahest-
um. Ég þóttist sjá, að áin væri fær, og meðan þeir tóku
ofan klyfjar og bjuggu allt til ferju, reið ég út í ána.
Stefndi fyrst þvert yfir og allt út í miðjan ál, en þar
tók við for eða strengur, svo að ófært var að halda svo
* í bókinni „Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar hennar“, bls.
89.
fram stefnunni, enda aldrei áformað. Ég sá, áður en ég
reið út í ána, að blindeyri eða hryggur myndi vera úti
við forina og þar grynnra heldur en við suðurlandið,
þar sem ég reið út í, enda reyndist það svo. í fyrstu var
vatnið á miðjar síður, en grynnkaði á hryggnum við
forina, svo að eigi var dýpra en í kvið. Reið ég svo
brot þetta, sem að vísu var örmjótt, móti straumi, eigi
skemmra en á annað hundrað metra, og revndist jafn-
dýpi alla leið yfir. Straumlag árinnar sýndi mér vaðið.
Býst ég við, að samferðarmönnum mínum kunni að
hafa sýnzt áin þar verst, er mátti fá hana grynnsta; þar
bar vatnsflötinn hæst og sýndist strangast, er braut á
hryggnum úti við forina. —
Enhverju sinni sem oftar var Guðlaugur sýslumaður
Guðmundsson* á ferð til Reykjavíkur og þurfti að
hraða ferð sinni. Má vera, að þá hafi verið liðið mjög
að setningu Alþingis, og að því hafi sýslumaður, sem
þá var þingmaður Vestur-Skaftfellinga, þurft að hafa
hraðan á borði. En hvert sem erindi hans var, þá falaði
hann fylgd mína yfir Hólmsá. Sagði ég honum hið
sanna um, að áin var þá talin ófær. Sýslumaður kvaðst
þurfa áfram, hvað sem það kostaði, og ítrekaði fylgdar-
beiðni sína. Var þá lagt af stað.
Áin rann þá fram aurinn suður við Hrífuneshólm í
einum ál og allþröngt. Var þetta seint í júní, óg því
nokkur vöxtur í ánni af jökulvatni. Sá ég þegar, að
sundlaust myndi mega komast suður yfir með því eina
móti að hleypa liðugt undan straumi, en þó svo djúpt
og strangt, að ófært myndi norður yfir án sunds. Þetta
sagði ég sýslumanni, en hann bað mig fara með sér yfir-
um, ef ég treysti mér aftur norður yfir. Var þá eigi
fleira um rætt. Lagði ég út í ána fyrstur, en þeir sýslu-
maður og fylgdarmaður hans þegar á eftir. Fórum við
svo hiklaust suður yfir og sundlaust. Skildust nú leiðir
okkar. Fóru þeir ferða sinna vestur Mýrdalssand, en ég
norður yfir aftur. Reið ég fyrst þvert út í ána á með-
an skaraði, en hleypti síðan undan á sundi, og komst
heilu og höldnu yfir um. — Sagði sýslumaður mér síð-
ar, að þetta atvik, með öðrum fleiri, hefði orðið sér að
nokkru liði, til þess að fá því framgengt, að Hólmsá
yrði brúuð, sem varð litlu síðar.
Fjölmargar ferðir hafa farnar verið yfir Hólmsá þess-
um líkar, sem hér er frá sagt, bæði af mér og öðrum,
og sumar hvergi fýsilegri.“*
FRÁSÖGN ÞORVAI.DS II.
„Einhverju sinni sem oftar fórum við nokkrir saman
Iestaferð til Víkur. Voru sumar lestirnar langar, en ým-
iss konar vamingur í klyfjum, því að kerrur voru þá
ekki enn komnar í notkun hér um slóðir. Var fluming-
* í kringum aldamótin 1900. — B. O. B.
* Milli þessara tveggja frásagna Vigfúsar er sú þriðja, en
með því að ég hef einnig undir hendi frásögn Þorvalds heit-
ins á Skúmsstöðum af sama atviki, nota ég hana heldur, og
hefst nú sú frásögn. — B. O. B.
198 Heima er bezt