Heima er bezt - 01.06.1963, Qupperneq 13
Bergsteinbrjótur.
M elasól.
í nánum tengslum við vesturarktísku tegundimar eru
fimm tegundir, sem kallaðar em norðuratlantískar vegna
útbreiðslu þeirra á strandlöndum og eyjum Norður-
Atlantshafs, eru þær og sennilega upprunnar einhvers
staðar innan þess svæðis. Þær vaxa allar hér, og vaxtar-
svæði þriggja þeirra mjög sérkennileg. Merkilegastur er
maríuvöttur, hann vex hvergi í heimi nema á ísiandi og
í Færeyjum. Hér er hann algengur að heita má um allt
Austurland, en utan þess aðeins austan í Tjörnesfjöll-
um í Kelduhverfi, og í Kinnarfjöllum á Eyjafjarðar-
svæðinu. Lotsveifgras virðist vera allútbreitt á Austur-
landi og á Eyjafjarðarsvæðinu, en finnst annars víða um
land á háhnjúkum. Bergsteinbrjótur vex á nokkru
svæði um miðbik Austurlands, og síðan suður við Faxa-
flóa og vestur um Mýrar. Utan þessara svæða era tveir
fundarstaðir í Vatnsdalsfjöllum í Húnavatnssýslu og
einn við Siglufjörð.
Þegar saman er dregin vitneskjan um dreifingu þess-
ara 18 tegunda, sem tvímælalaust era taldar Isaldar-
plöntur, hér á landi er útkoman þessi. Ellefu eru greini-
lega miðsvæðaplöntur, og merki hins sama má sjá um
tvær til viðbótar. Miðsvæðategundirnar hópast saman í
fjögur héruð, og utan þeirra svæða finnast þær naum-
ast, nema þar sem landslag getur bent til íslausra hnjúka
á jökultíma. Þegar á þetta er litið, að meginþorri þeirra
tegunda, sem viðurkenndar eru ísaldarplöntur í Skand-
inavíu, finnst nær eingöngu innan takmarkaðra svæða
á íslandi, hljótum vér að spyrja, hvort hending gæti
ráðið þessu. Og ef svo væri þá er það sannarlega merki-
leg hending. En í raun réttri virðist oss nærtækari sú
skýring á þessum útbreiðsluháttum, að vér í þeim sjá-
um minjar þess, að endur fyrir löngu hafi tegundir
þessar vaxið einangraðar á svæðum þessum, en ekkert
er til, sem þau gat einangrað annað en jöklar ísaldar.
Og einkum hljótum vér að hallast að þessari skoðun,
þegar vér samtímis vitum, að um 80 tegundir aðrar haga
dreifingu sinni hér á landi á mjög líkan hátt.
Það væri alltof langt mál og þreytandi að rekja hér
dreifingu meginþorra þessara tegunda. En fáein dæmi
hlýt ég þó að taka máli mínu til skýringar.
Ein fegursta og sérkennilegasta blómplanta íslenzk er
melasól. Hún er talin hafa lifað af ísöldina í Skand-
inavíu, Grænlandi og víðar. Hér á íslandi er hún svo
nátengd áðurnefndum gróðureyjum og nunatakkasvæð-
um, að naumast verður á betra kosið. Aðalheimkynni
hennar eru Vestfirðir og Breiðafjarðarsvæðið. Þar vex
hún einkum á láglendi. Ut frá þessu miðsvæði eru strjál-
ir vaxtarstaðir einkum á háfjöllum suður um Vestur-
land allt til Hvalfjarðar, en mest þó á Snæfellsnesi, en
þar er furðumargt miðsvæðaplantna, enda bendir lands-
lag þar til að mjög hafi jöklar verið sundurslitnir þar
á ísöldinni. Austur um Norðurland er sömu sögu að
segja um melasólina, hún vex þar á fáum stöðum til
fjalla, eftir að Vatnsnesi í Húnavatnssýslu sleppir, en
allt austur undir Bárðardal. Þá hverfur hún með öllu,
en er síðan algeng um Austurland að kalla má frá Hér-
aðsflóa og suður í Suðursveit. Aðaltegund melasólarinn-
ar er einlend hér á íslandi, og auk þess hafa fundizt
tvær einlendar deiltegundir, önnur aðeins á nokkrum
stöðum á Vestfjörðum og við Eyjafjörð, en hin ein-
ungis á einum stað á Austurlandi. Þetta bendir ótvírætt
á háan aldur tegundarinnar á íslandi, en jafnframt
mikla einangrun. Utbreiðsla og sérkennileiki melasólar-
innar bendir til, að hún hafi lifað hér miklu lengur en
þann tíma, sem liðinn er síðan ísaldarjökla leysti.
Nokkur dæmi verður einnig að taka frá hinum 6
gróðureyjum. Langflestar tegundir eru á Eyjafjarðar-
svæðinu, enda eru þar líkur fyrir víðáttumestum auð-
um svæðum á ísöld. Auk hinna vesturarktísku tegunda,
sem áður var getið, eru 3 3 tegundir, sem þar eiga aðal-
heimkynni, þótt flestar þeirra finnist einnig á öðrum
gróðureyjum, einni eða fleiri. 18 þessara tegunda eru
fjallaplöntur, þ. e. vaxa aðallega fyrir ofan 200 metra
hæð. Af þessum 33 tegundum eru 9 tegundir, sem naum-
ast finnast utan Eyjafjarðarsvæðisins eða í næsta ná-
grenni þess, eru það: bláhveiti, dvergstör, fjallabrúða,
Heima er bezt 201