Heima er bezt - 01.06.1963, Page 14

Heima er bezt - 01.06.1963, Page 14
Klukkulyng. Krossjurt. Hámundarlykill, hjartafífill, kornasteinbrjótur, skegg- burkni og Stefánshveiti. Af þeim má sérstaklega nefna hjartafífilinn, sem hvergi vex nema í útsveitum báðum megin Eyjafjarðar. Þá er og klukkulyngið gott dæmi um tvísvæðaplöntu. Það má kallast algengt í útsveitum við Eyjafjörð en finnst hvergi annars staðar á landinu nema lítið eitt í Loðmundarfirði. Á Vestfjarða- og Breiðafjarðarsvæðunum eru 23 mið- svæðaplöntur, sem eiga þar aðalheimkynni. Þrjár teg- undir finnast ekki utan þess svæðis. Af tvísvæðaplönt- um eru þar merkastar stinnasef og krossjurt. Stinnasef finnst hvergi á landinu, nema á Ströndum og um mið- bik Austfjarða, en krossjurtin vex á allmörgum stöðum í skóglendi í Reykhóla- og Gufudalssveit, við innanvert ísafjarðardjúp og í Bjarnarfirði og Steingrímsfirði á Ströndum. Annars vex hún hvergi á landinu nema lítið eitt austur við Fáskrúðsfjörð. Ef þessi tegund hefði flutzt sjálfkrafa til landsins, er útbreiðsla hennar furðu- leg á þessum fremur afskekktu stöðum, og alltaf með nokkru bili á milli, og furðu mætti gegna, að hún skyldi þá ekki hafa breiðzt meira út í Vestfjarðakjörrunum. Hins vegar er hún suðræn tegund, svo að ef hún hefur lifað af hörkur Isaldar, er trúlegt, að flestar aðrar teg- undir landsins hefðu verið færar um það. Austfjarðasvæðið er á marga lund merkilegast hinna umræddu gróðureyja, enda þótt það séu naumast nema 15 tegundir sem eiga þar aðalheimkynni. Nokkrar mið- svæðaplöntur Austurlands eru algengar að kalla má um allt eða mikinn hluta svæðisins ,en finnast vart utan þess. Mætti þar nefna gullsteinbrjót, klettafrú, Maríu- vött, sjöstjörnu og bláklukku, en hún finnst allvíða ut- an Austfjarðasvæðisins, þótt hvergi hafi hún náð slíkri útbreiðslu sem þar, og vissulega má rekja ýmsa fundar- staði hennar utan Austurlands til mannaferða. Eg mun sleppa að ræða hér sérstaklega um jMýrdals- og Hvalfjarðarsvæðin, en um 15 tegundir eiga aðal- heimkynni þar. Þess skal þó getið, að dr. Lindroth, sem fyrr var á minnst, hefur tjáð mér, að hvergi á Islandi 202 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.