Heima er bezt - 01.06.1963, Page 15
sé hann sannfærðari um auð svæði á ísöldinni en ein-
mitt Mýrdalssvæðið, og dregur hann það af rannsókn-
um sínum á skordýrum.
En þó að útbreiðsla nær fjórða partsins af öllum ís-
lenzkum plöntutegundum bendi ótvírætt í þá átt, að
þær hafi lifað af hér á landi á ísöldu, mundi sú fullyrð-
ing svífa að verulegu leyti í lausu lofti, ef engin land-
fræðileg eða jarðfræðileg rök mæltu með því, að hér
gætu hafa verið svæði sem staðið hefðu upp úr ísaldar-
jöklinum, en nú vill svo vel til að þau rök eru fyrir
hendi. Um sömu mundir og ég gerði frumdrættina að
plöntukortum mínum og hafði dregið niðurstöður
þeirra saman og fundið þannig hinar oftnefndu gróður-
eyjar, sýndi Sigurður Þórarinsson fram á, eftir land-
fræðilegum rökum, að mjög miklar líkur væri fyrir
auðum svæðum einmitt á þeim sömu slóðum, og mark-
aði þau á uppdrátt. Svo líkar urðu niðurstöður okkar,
að vel hefði mátt ætla að annar hefði stælt uppdrátt
hins.
Nú fyrir skemmstu hefur Trausti Einarsson leitt í
Ijós ótvíræðar jarðfræðilegar minjar, er sýna, að all-
veruleg íslaus svæði hafa verið á mörgum stöðum á
Eyjafjarðarsvæðinu. Einkum má segja að utanvert með
firðinum hafi fjöil staðið upp úr niður um miðjar hlíð-
ar og enn nær flæðarmáli yzt á nesjum. Lauslegur sam-
anburður, sem ég hefi gert á útbreiðslu miðsvæðaplantn-
anna við Eyjafjörð og hin auðu svæði á uppdrætti
Trausta sýna þar furðumikið samræmi. Af rúmlega 70
miðsvæða tegundum, sem finnast innan þessara marka,
eru 50 auðsæilega nær algerlega tengdar við hin álitnu
auðu svæði, og sennilega kemur fleira í ljós við nánari
könnun. Þessi samsvörun getur naumast verið hending
ein. Frjógreiningar, sem Þorleifur Einarsson hefur gert
benda í sömu átt. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að
sennilegt sé að mikill hluti nútímaflóru íslands sé leifa-
gróður, sem lifað hafi af ísöldina. Meðal annars benda
rannsóknir hans mjög í þá átt, að t. d. birkið íslenzka
hafi lifað af á Eyjafjarðarsvæðinu en breiðzt síðan það-
an til annarra landshluta.
Þess skal getið að þau hjónin Áskell og Doris Löve
hafa kannað þetta mál eftir öðrum leiðum en hér er
lýst, og komizt að mörgu leyti að mjög líkum niður-
stöðum og ég, enda þótt okkur greini á um sumar teg-
undir, hvort þær séu fsaldartegundir eða innfluttar
síðar.
En þótt fræðimönnum komi saman um þetta, þá
hljótum vér samt að spyrja, hvort nokkrir möguleikar
hefðu verið á því að plöntur gætu lifað á hinum ís-
lausu hnjúkum ísaldarinnar og í hlíðum þeirra, sem
bæði hafa verið sltriðurunnar og hömróttar. Því fáum
vér bezt svarað með því að vísa til „nunatakkanna" í
Grænlandsjöklum. Þar finnast tugir háplantna, og verð-
ur naumast ætlað, að lífsskilyrði séu öllu hagstæðari þar
langt inni á Grænlandsjökli, en verið hafa hér á landi
úti við strendur á ísöld, nema síður sé. Alkunnugt er,
að gróður er oft furðulega þroskamildll og fjölskrúð-
ugur í næsta námunda við jökulbreiður hinna arktísku
landa. Merki hins sama má sjá hér á landi t. d. í Esju-
fjöllum inni í Vatnajökli, en þar hafa fundizt um 90
tegundir háplantna.
Að öllu þessu athuguðu mun vera óhætt að fullyrða,
að á fsöldinni voru allmörg- íslaus svæði hér á landi, og
þar lifðu ýmsar háplöntur auk mosa og fléttna. Sam-
kvæmt útbreiðslu miðsvæðaplantnanna tel ég mig hafa
leitt að því allgild rök að milli 90 og 100 tegundir
Íæirra háplantna, sem nú vaxa á íslandi, hafi lifað af
söldina. Ef sú staðhæfing er rétt, er vissulega fásinna
að ætla, að engar aðrar tegundir hafi lifað á þessum
eyjum. Ekki sízt þegar vér vitum það, að drjúgur hluti
íslenzkra plantna er af norðlægum uppruna.
Með því að athuga um útbreiðslu annarra íslenzkra
plantna í hánorrænum löndum, svo og tilgátur fræði-
manna um möguleika þeirra á að lifa Isöldina á auðum
svæðum Skandinavíu, Grænlandi eða vestur í Ameríku
verða alls rúmlega 100 tegundir aðrar en miðsvæða-
plönturnar, sem trúlegt má telja, að einnig hafi tórt hér
af ísöldina. Nánar tiltekið verða það þá 214 tegundir
eða um 49% íslenzku flórunnar sem ætla má að séu
leifagróður ísaldar. Áður lét ég þess getið, að um 20%
af háplöntuflórunni hefði flutzt inn af mannavöldum.
Eftir eru þá um 30%, sem engin afstaða er tekin til.
Eitthvað af þeim kann að vera ísaldartegundir, en hitt
má hafa flutzt inn eftir náttúrlegum leiðum, eins og
fyrr var rætt um.
Margt af því, sem nú hefur verið rakið, er byggt á
tilgátum, en þær fara hvergi út fyrir þau mörk, sem rök
verða leidd að. Fyrir hálfri öld var auðnarkenningin
talin óskeikul. Nánari rannsókn á náttúrunni sjálfri
leiddi veilur hennar í Ijós. Vel má svo fara að sitthvað
af því, sem vér nú teljum rétt, reynist haldlítið við nán-
ari rannsókn, og annað finnist réttara. En það er lögmál
lífsins, að vér menn séum alltaf að leita hins sannasta.
Það er gæfa og aðalsmerki mannsins. Elver ný tilgáta og
kenning fæðir af sér nýja leit og ef til vill nýjar kenn-
ingar, svo lengi sem vér viljum fylgja því boðorði, „að
hafa það heldur, sem sánnara reynist“.
BRÉFASKIPTI
Guðmundur Kr. Bjarnason, Jarlsstöðum, Grenivík, S.-Þingeyjar-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—
14 ára. Mynd fylgi.
Hólmfriður S. Sigurbergsdóttir, Skíðsholtum, Hraunhreppi, Mýr-
um, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 14—
16 ára. Mynd fylgi.
Hreiðar Margeirsson, Litluhlíð, Vesturdal, Skagafirði, óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 16—18 ára.
Guðmundur Helgason, Ámesi, Tungusveit, Skagafirði, óskar eft-
ir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 18—20 ára.
Eygló Agústa Arnadóttir, Hallfríðarstöðum, Hörgárdal, Eyja-
firði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15
—18 ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Heima er bezt 203