Heima er bezt - 01.06.1963, Side 18

Heima er bezt - 01.06.1963, Side 18
Brettingsstaðir i Flateyjardal frá Hofsholti séðir. (Ljósm. a£ málverki eftir Grím Sigurðsson frá Jökulsá.) Hann keypti hálfa jörðina, eignarhluta Hólastóls, árið 1805, þá er stólsjarðirnar voru seldar á uppboði. Klaust- urhelmingurinn var í eign hins opinbera fram á 20. öld. Þorsteinn Grímsson bjó fyrst með föður sínum, en síðan einn á Brettingsstöðum til 1833. Hann var faðir Hallgríms hins sterka (hins yngra), er bjó í Vík. Eng- ar sagnir fara af aflsmunum Þorsteins, heldur af föður hans og afa, eða sonum hans. Guðrún Þorsteinsdóttir á Brettingsstöðum giftist Þór- katli Sigfússyni frá Steindyrum, og bjuggu þau á Brett- ingsstöðum frá 1833—1860. Ættar Þórkels getur í þætt- inum um Látraströnd. Þórkell var talinn gildur bóndi, smiður góður og söngmaður. Guðrún var talin karl- gildi að burðum og um allt þrek jafngild þeim lang- feðgum á Brettingsstöðum. Steinunn dóttir þeirra giftist Guðmundi Jónatans- syni frá Hofi, og bjuggu þau á Brettingsstöðum frá 1860 til 1887. Steinunn deyr 1877, en Guðmundur býr með börnum sínum til 1887. Þau Steinunn eignuðust 10 börn, og ólu auk þess fósturbörn. Mér eru í minni frá- sagnir tveggja kvenna, er ólust upp á Brettingsstöðúm á fyrri búskaparárum þessara hjóna. Heimilið var fjöl- mennt, oftast 20—30 manns, og aðföng mikil til lands og sjávar. Sjór var af kappi sóttur alla tíma árs. Alls konar fiskur var við landsteina, og þótti þó mest um vert heilagfiski, sem aflaðist á haukalóðir, oft stórlúð- ur allt að 300 punda þungar. Heilagfiski var aldrei verzlunarvara, en nýtt, hert og saltað til heimamatar og til vingjafa fram um sveitir. Á vetrum og vorum var selveiðin mikill fengur, svo og hrognkelsi. Auk þessa var mikið landbú og afurða- gott. Þrátt fyrir þetta urðu þau Guðmundur og Stein- unn aldrei efnuð. Risnan var svo mikil, fjöldi alls kon- ar fólks, er þar átti athvarf, gestanauð hin mesta, bæði af sæförum og landmönnum auk umrenninga, alls kon- ar vandræðafólks og aumingja, sem þar áttu athvarf. Margar sögur heyrði ég af gleði þessa unga fólks, og svo af skringimennum úr umrenningahópnum. Guðrún Þorsteinsdóttir, móðir Steinunnar á Brett- ingsstöðum, lifði lengi mann sinn og dvaldi fyrst með dóttur sinni og tengdasyni. Sagt var að Guðrún hefði verið stórlynd og ráðrík, en Guðmundur illa þolað ráð tengdamóður sinnar. Svo kom að Guðrún fluttist brott, inn í Fjósatungu með Kristínu dóttur sinni til Guð- mundar hreppstjóra. Hún gaf með sér í „próventu“ í Fjósatungu þann helming Brettingsstaða, sem verið hafði í eign ættarinnar frá því 1805. Guðrún lifði skamma hríð í Fjósatungu, og þótti Guðmundi hrepp- stjóra eigi mundi vel fyrir mælast eignarhald sitt á Brettingsstöðum. Hann gaf því Hálshreppi sinn hluta. Jörðin komst öll í eigu ættarinnar í tíð síðustu ábú- enda. Börn þeirra Brettingsstaðahjóna, Steinunnar og Guð- mundar, komust öll til fullorðins ára, og skulu hér talin: 1. Hallgrímur, drukknaði af hákarlaskipi frá þrem börnum ungum. Eitt þeirra var Steingrímur, af- hendingarmaður K. Þ. 2. Eggert, kvæntist aldrei. 3. Karólína, giftist fyrst Gunnari frá Vík, er drukkn- aði ungur, en síðan séra Árna í Grenivík. Þau voru foreldrar Ingimundar, fulltrúa KEA, Akureyri, og fleiri barna. 4. Marja, giftist Bjarna Bjarnasyni frá Vestari-Krók- um, síðar sölustjóra á Húsavík. 5. Lovísa, var gift Sigurði Hrólfssyni á Jökulsá. 6. Halldóra, átti Sigurgeir bónda að Uppibæ og með honum fjölda barna, sem mörg ílentust á Húsavík. 7. Tryggvi Guðmundur, fór til Ameríku. 8. Vilhjálmur í Hliðskjálf á Húsavík, faðir Guð- mundar fyrrv. forstjóra Eimskipafélags íslands. Lolts er að nefna þau börn Guðmundar, sem við byggð tóku á Brettingsstöðum: Páll hóf þar búskap 1887 og bjó þar til elli. Hann andaðist 1948, 93 ára að aldri. Synir hans, Guðmundur og Þórhallur, bjuggu á hálfum Brettingsstöðum til 1953. Elísa Guðmundsdótt- Gunnar Tryggvason Emelia Sigurðardóttir 206 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.