Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1963, Qupperneq 19

Heima er bezt - 01.06.1963, Qupperneq 19
Þórhallur Pálsson, Brettingsstöðum. ir giftist Tryggva Jónssyni frá Heiðarhúsum, og tólcu þau hálfa Brettingsstaði móti Páli, er Gumiar sonur þeirra kvæntist Emelíu Sigurðardóttur frá Jökulsá, og bjuggu þau á Brettingsstöðum, unz byggð lauk 1953. Hinir síðustu ábúendur Brettingsstaða bjuggu þar með fullri risnu. Tún voru aukin og sléttuð. Þar varð 15 kúa tún, sem áður var fjögurra, og véltæknin hélt innreið sína. Tvö steinhús risu, og rafstöð lýsti, vermdi og eldaði mat......Ungt fólk var á báðum búum. Börn Gunnars orðin fullorðin um 1950, þroskamildl og sóttu skóla. Árið 1953 varð það ráðið, að þetta unga fólk mundi ekki taka við jörðinni. Steinhúsin bæði voru yfirgefin um sumarið. Höfðu Brettingsstaðir þá verið eina býlið í dalnum í sjö ár. Þórhallur Pálsson og Guðmundur bróðir hans fluttu til Flateyjar. Gunnar Tryggvason flutti þá til Akureyr- ar. Hann er nú kominn hátt á áttræðisaldur. Hann er glaður og reifur, kvikur og léttur í spori, hár og herði- breiður, ber óbeygður þunga áranna og örlaganna. Hann vinnur hvern dag hina þyngstu erfiðisvinnu við höfn- ina. Hann keypti nýtízku íbúð með öllum þægindum og snyrtimennsku nútímans. í rúmgóðum stofum eru myndir og málverk heiman frá Brettingsstöðum. Steinhús tvö standa nú auð. Rafstöðin hefur verið brottu flutt, og talstöðin, sem hafði samband við Húsa- vík og Flatey. Kirkja traust og vegleg var á Brettings- stöðum 1897. Hún hefur verið rifin og fluttur viðurinn til Flateyjar, þar sem reist hefur verið nú kirkja. Hof stendur suðvestan undir Hofshöfða. Túnið nær að sjó, og ósar Dalsár við túnfótinn. Landið seilist inn með Dalsá hið neðra allt að Eyvindará, en Brettings- staðir eiga hið efra með fjöllum. Völlurinn var grasgef- inn og greiðfær, fóðraði þó aldrei meira en tvær kýr. Engi var allgott og útbeit bæði til lands og sjávar hin bezta. Jarðabók A. M. telur til kosta silungsveiði í ár- ósnum og segir: „Fuglveiði af æðifugli í snörum við sama ós hefur verið að nokkru gagni.“ Reki var á Hofi sem öðrum jörðum á dalnum, en fjaran heldur skömm. Til forna var hér talin lending góð, en spilltist af völd- um Dalsár, og fengu Hofverjar uppsátur á Brettings- stöðum. Þetta þótti lítil jörð, en mjög hæg. Nafnið er úr heiðni. Á Sturlungaöld varð þar upp við landsteina eitt hið mesta sjóslys, sem sögur fara af hérlendis. Þar fórust af einu skipi yfir 50 manns, en 8 eða 9 björguðust, þar á rneðal kappinn Aron Hjörleifs- son, tryggðatröll Guðmundar góða. Hof var eign Munkaþverárklausturs á 15. öld, en 1725 er það komið í eign Hólastóls, og er það til 1805 að stólsjarðir voru seldar. Þá var Flof selt á 160 ríkis- dali. Ábúandi á Hofi þá frá því fyrir aldamót var Hall- grímur Magnússon. Næst var þar bóndi Guðmundur Guðmundsson. Hann var fóstri Jónatans Hallssonar, er þar bjó hinu mesta risnubúi frá 1835 og fram um 1860. Synir Jónatans voru hinir mestu atgervismenn, og er frá þeirn mikil ætt. Einn þeirra var Guðmundur á Brett- ingsstöðum. Annar var Friðbjörn í Vík, sá er fórst með „Veturliða“. Hinn þriðji var Olgeir, faðir Ólínu á Granastöðum. Álfheiður móðir hennar hafði misst mann sinn í sjó milli skips og lands á Flateyjarsundi, og varð Olgeir þá ráðsmaður hennar og henni heitbundinn, en drukknaði, áður en gifting færi fram. Var Ólína þegar við fæðingu tekin í fóstur hjá föðurbróður sínum á Brettingsstöðum. Hún sagði ritara margt af því heirn- ili. Þriðji Jónatanssonanna frá Hofi var Sigmundur. Hann bjó eitt sinn á Vargsnesi, var veitingamaður á Húsavík og fluttist til Ameríku. Roslcinn að árum kom hann heim aftur, og sá ritari hann þá og fannst til um fyrir- mennskusvip hans. Friðrik faðir Theodórs rithöfundar bjó að Hofi 1878 —1882, sæmilegu búi. Hann hafði ráðið Vesturheims- för mislingavorið 1882. En sökum ísalaga kom ekki vest- urfaraskipið, og hann settist aftur eftir að hafa selt bú sitt. Voru þeir feðgar síðan á hrakningi í mikilli fá- tækt. Garðar Pálsson, Hofi. Liney Árnadóttir, Hofi. Heima er bezt 207

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.