Heima er bezt - 01.06.1963, Page 21
Arni Tómasson Jóhanna Jónsdóttir
inu. Afi fór til dyra og spurði hann að heiti.
„Ég heiti Sölvi.“
„Ekki vænti ég, að þetta sé hann Lyga-Sölvi?“
„Og það trúi ég hann sé nefndur.“
Svo gengu þeir inn til baðstofu og tóku tal saman urn
hitt og þetta. Loks segir Sölvi:
„Viltu ekki glíma við mig?“
Afi segist ekki vera vanur glímum. Sölvi segir þá:
„Viltu koma í krók við mig?“
Þeir fóru í krók, og dró afi hann strax upp.
Sölvi varð forviða. „Sterkur maður ertu, svo lítill
sem þú ert.“ \
Enn tala þeir um stund, unz Sölvi segir:
„Ég hefi heyrt, að þú sért skáld, gerðu nú kvæði um
mig.“
Afi gerði þá þetta vers:
„Sölvi Helgason málverk myndar
meistaralega búin snilld.
Heimspekinnnar af lækjum lindar
löngum drekkur að sinni vild.
Er því lærdómur einatt hans
ofvaxinn sonum þessa lands!“
„Vel er kveðið,“ sagði Sölvi, „og hafðu þökk fyrir.“
Um morguninn var Sölva gefið súrt skyr og mjólk.
„Máske þér líki nú ekki maturinn,“ sagði amma mín.
Þá segir Sölvi: „Hvorki læt koma við tönn eða góm.“
Síðan bjóst hann til ferðar.“
Allir þessir feðgar voru vel skáldmæltir. Kvæðasyrpa
eftir Davíð mun vera geymd í Landsbókasafninu.
Árið 1878 flytur að Eyri Tómas Guðmundsson, og
hélt ætt hans jörðina, þar til í auðn féll 1941. Kona hans
var Hólmfríður Jóakimsdóttir frá Kussungsstöðum í
Fjörðum. Börn þeirra voru Hólmfríður á Tindriðastöð-
um, „Fjarðadrottningin", og Árni, er var síðastur bóndi
á Kussungsstöðum og flutti þaðan 1904 alfarinn heim í
Eyri. Var þar þá í hálfgerðri auðn, en faðir hans hætti
þar búskap 1901. Árni bjó nú á F.yri til 1941, eða alls í
37 ár samfleytt. Þau hjón áttu 12 eða 13 börn, er upp
komust, og niðja allmarga, allt hið mannvænlegasta fólk.
Árni keypti jörðina með sonum sínum, og er hún nú í
eign Hólmgeirs sonar hans í Flatey.
Árni á Eyri var sægarpur og víkingur til allrar vinnu
á landi og sjó. Löngum sóttu þeir sjó saman frá Naust-
eyri Árni og Sigurður Hrólfsson, og ræmdi Grímur frá
Jökulsá mjög þrek og traustlyndi Árna.
Eyri var aldrei mikil landjörð. Þó hafði Árni gott bú
auk sævamota. Enn þá standa fjárhús Árna á Eyri,
snilldarlega hlaðin úr grjóti, og munu varla haggast um
aldir og bera vott þreki, smekkvísi og snilli hins síð-
asta bónda á Eyri.
Jarðirnar fimm á Flateyjardal hafa verið í óhvikulli
byggð allt frá landnámsöld til vorra daga. Hér eru land-
kostir góðir, og sævargagn bæði á fjöru og til aflafanga.
Hér voru sterkar ættir staðfastar, og dreifðust þó frá
þeim mannvænlegt fólk víða um byggðir. Hingað var
oft leitað eftir björg í harðindum, þá er þraut í sveit-
um, er eigi höfðu sævargagnið.
BRÉFASKIPTI
Sigriður Skúladóttir, Sjávarborg, Hvammstanga, V.-Hún., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára.
Sólveig Pálmadóttir, Meleyri, Hvammstanga, V.-Hún., óskar eft-
ir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára.
Valgarð Kristjánsson, Hlíðarenda, Óslandshlíð, Skagafirði, óskar
eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 10—13 ára.
Pálmi Stefánsson, Skriðu, Breiðdal, Suður-Múlasýslu, óskar eftir
bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 14—16 ára. Mynd
fylgi.
Eyþór Einarsson, Ási, Breiðdalsvík, óskar eftir bréfaskiptum við
pilta og stúlkur á áldrinum 14—16 ára. Mynd fylgi.
Sncedis Jóhannsdóttir, Eiríksstöðum, Jökuldal, N.-Múl., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 15—18 ára.
Sigvaldi Sigurjónsson, Rútsstöðum, Svínavatnshr., A.-Hún., ósk-
ar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 20—30 ára.
Hannes Guðmundsson, Auðkúlu, Svínavatnshr., A.-Hún., óskar
eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 25—35 ára.
Árni Sigurjónsson, Holti, Svinavatnshr., A.-Hún., óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 18—25 ára.
Benedikt S. Steingrimsson, Snæringsstöðum, Svínavatnshr., A.-
Hún., óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 14—16 ára.
Eirikur Grímsson, Ljótshólum, Svínavantshr., A.-Hún., óskar
eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 14—16 ára.
Lárus Þórðarson, Grund, Svinavatnshr., A.-Hún., óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 15—20 ára.
Þorsteinn Þorsteinsson, Geithömrum, Svínavatnshr., A.-Hún.,
óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 15—18 ára.
Gisli Valtýsson, Mosfelli, Svínavatnshr., A.-Hún., óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 15—17 ára.
Heima er bezt 209'