Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 22
\Ienn. sem ég man (Framhald.) Nokkrum dögum síðar, þegar komin var kyrrð á eftir konungsfagnaðinn, sátu þau inni, feðginin, seint á degi. Þá sprettur upp hurðin og konungur kemur inn. Hann var einn. Hann var glaður í bragði og hýr eins og forðum og gerði sig heimakominn, eins og í gamla daga. Þau feðgin fagna konungi sem bezt, og situr hann langa stund á tali við þau, þó að karl væri meir fyrir svörum. Konungur lék á als oddi og vildi ekki um ann- að tala en bemskudagana; og þegar hann kvaddi, bað hann karlsdóttur að fylgja sér á leið, eins og hún hefði verið vön jafnan. Svo gengu þau tvö frá kotinu. Mál- reitni konungs var horfin. Þau þögðu bæði. Það hafði verið heitt um daginn. Nú var komið kvöld. — Nú lofa ég skáldi að segja frá framhaldinu.* Og sólin að hafinu hnígur, með hinnztu geislum á jörðina stígur friðurinn foldina hressandi, faðmandi, kyssandi, blessandi, ástríður lækkandi, laðandi, lífið í hvíldarsæ baðandi. En þó er órótt í öðlings sinni, sú æsing er sterkari náttkyrrðinni. Og þungur berst ómur, sem þrunginn af löngun, frá snjánum, en vorblærinn hvíslar um viðkvæmni og ástir í trjánum. * Einar H. Kvaran: Sunnanfari III. 1. Svo koma þau út í laufgaðan lund, er ljós fyrir náttskuggum rennur, og konungur tekur karlsdóttur mund, og klökkur, felmmr gagntekur sprund, því hilmis andi á hálsi’ hennar brennur. Konungur tekur til máls og segir lágt og blíðlega: „Svo ljós er þín hönd eins og liljan hrein, er ljósgeislar um hana dansa.“ Hún svarar stillt: „Ég bið þess minn guð, að hún geri’ engum mein né gráhærðum föður mínum vansa.“ Konungur hækkar róminn og er konungshreimur í röddinni: „Þín hönd skal með glóandi gimsteinum sett og gullbaugum fjárhirzlu minnar.“ Hún svarar stillt eins og áður: „Þá verður hún naumast eins lipur og létt til lýjandi vinnu sinnar.“ Konungur svarar blíðlega og er meðaumkun í rómn- um: „Þitt strit hefur efalaust oft þig grætt, ég algera hvíld mun þér veita.“

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.