Heima er bezt - 01.06.1963, Side 23

Heima er bezt - 01.06.1963, Side 23
Hún svarar sem fyrr stillt og fast: „Ef starfinu linnir, er hjartanu hætt, öll hvíld er þá drepandi þreyta.“ Konungur lýtur að henni, og röddin er þrungin af móði: „Ég gef þér mitt stórveldi, í stríði er ég vann, svo stjórnarðu þjóðum og löndum, og lögmál skal vera hvert boð þitt og bann hvert borgara líf þér í höndum.“ Þá h'tur hún beint framan í konung og segir fast, en þó blíðlega: „Þín heit eru vegleg, ef verða þau efnd og virðuleg fylgir þeim gleði, en, konungur, mér er þó meiri sú fremd, ef mínu ég stjórnað fæ geði.“ Þa er konungi öllum lokið og eldheit streyma ástarorð- in frá hjarta og vörum: „Allt, allt, allt, eiga þú skalt, hvert æðarslag, andartak, svanni, það allt, sem mig gerir að manni. Hver dálætishugsun, hvert djarfmannlegt orð, hvert drengskaparverk mitt hnígur að storð, eins og vængbrotin, dauðasærð dúfa. Ef kærleikur þinn má á það anda, þá öðlast það styrk til þess loftið að kljúfa, og leika sér fljúga til fjarlægra landa. Sko, frá okkur stundin svo flughröð rennur, hvort finnurðu’ ei skilurðu’ ei veiztu’ ei, að bloð mitt og hugur minn brennur, af eldi, sem eyðir, af eldi, sem deyðir, en getur og vísað á lífsins og sælunnar leiðir? Mig tak ei sem konung og kappa þann, er kjósa má tignasta vífið, en tak mig sem ungan og ærlegan mann, sem elskar þig heitar en lífið.“ Þá var björninn unninn. „Og lækir, steinar og loftin blá, og skógarreinar og skerin flá, og viðsjáll ægir og vindar hægir, og fjöllin hnarreist og há, og vættir þjóðar bæði vondar og góðar, allt rom sinn tekur það upp að yngja, fyrir elskandans sál fer hver hlutur að syngja þá helgustu samstöfu, er heimurinn á: Já, já, já, já.“ Shku bonorði er auðvitað tekið með alls hugar fögn- uði, við því ómar já frá hverri hennar hjartataug, og öll tilveran bergmálar það fyrir hlustum elskhugans. Ég skal segja ykkur, að ég dáðist að þessari hólm- göngu milli konungs og karlsdóttur. Ég hygg að ég skilji hana rétt. Ég geri ráð fyrir, að hann hafi munað eftir leiksystur sinni á herförum sínum, og hugurinn hvarflað með ánægju til bernskustöðva og stunda. En það er hætt við, að virðing hans fyrir kvenþjóðinni hafi lítið vaxið á þeim árum, er í miíli lágu, eða svo er sagt, að hermenn kynnist yfir höfuð meir þeim kon- um, er lítt eru til þess fallnar, að vekja virðingu. Þegar hann kemur heim, má vel vera, að hann hafi hlakkað mest til að sjá hana, og hann kennir hana þegar, er hann lítur hana í mannþrönginni, og „enn er hún fríð- ust kvennau, í hans augum að minnsta kosti. Ástin gagn- tekur hann, en nú er hann reyndur og ráðinn og þar á ofan konungur. Mundi karlsdóttirin sóma sér í drottn- ingarsæti? Þegar þau skildu, var hún barn. Þá var hjarta hennar hreint eins og mjöllin. En hvað gátu öll styrj- aldarárin hafa gert að verkum? Það má reyna. En eign- ast verður hann ástir hennar, hvað, sem það kostar. Hann byrjar á því, sem löngum er tamt og handhægt og því miður helzt til oft of mikils metið, gullhömrum um fegurð hennar, og það máttu þeir víst eiga í þetta sinn, að þeir voru ekki nein uppgerð. Þeir hrífa ekki. Fegurð handarinnar er lítils virði hjá hinu, hvað hún gerir. Þá er að kosta meiru til og bjóða það, sem flesta gimir, ekki sízt fátældinga, skart, gull og gimsteina. Það hrífur ekki heldur. Það mundi ekki verða til ann- ars en þyngja hana til vinnu og draga hana frá dagleg- um skyldustörfum. Þarna sér konungur höggstað: Hún er orðin þreytt á vinnu og skyldum eins og fleiri. Þá er að neyta þess færis. Elann býður hvíld frá öllu slíku; ekkert að gera, nema skarta og skemmta sér. Nei, hún er ekki af því taginu, sem yfir því agni gín. Hún er of vitur til þess. Hún veit, að án vinnu er hvíldin ekki til, heldur iðjuleysi, sem veikir og drepur sál og líkama. Konungur finnur að hér er engin hversdags kona. Að- dáun hans vex við hverja freistingu, er hún hrindir af sér. Þá er að bjóða það, sem stórhuga menn og konur þrá oft mest. Metorð, völd og yfirdrottnun, og hann leggur sitt mikla, dýrkeypta ríki fyrir fætur hennar, karlsdótturinnar. En þá rekur hann sig á nokkuð, sem hann hefur tæplega grunað: Meðan hann háði orustur og lagði undir sig lönd og borgir, þá hafði hún líka háð baráttu heima í kotinu, og unnið sigra. Af þeim fóru engar sögur, en hún hafði unnið heilt ríki, eins og hann, unnið sjdlfa sig, lært að stjórna geði sínu. Þar var hún einvöld, eins og hann yfir sínu víðlenda ríki, og hún vildi ekki sldpta á þeim ríkjum. Heldur karlsdóttir en konungsfrilla, og það þó að hann sé eini maðurinn, sem hún þráir af öllu hjarta. Heldur sæmd sína óskerta en fleygja sér í munaðar-faðminn, trúir ekki á ástina, ef eigi fylgir virðing með, blandar ekki saman munað’ og ást. Þá er konungi líka öllum lokið, þá býður hann henni það eina, sem er hæfilegt og sjálfsagt endurgjald fvrir slíkt hjarta, - hjarta í staðinn, heilt og óskipt. Hún hefur unnið sigur í hólmgöngunni, en sigur, sem er baðum jafnt fagnaðarefni. Hún hefur sýnt og sannað Heima er bezt 211

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.