Heima er bezt - 01.06.1963, Page 24
rétt sinn til að vera drottning, einvöld drottning, yfir
hjarta hetjunnar, æskuvinar síns og elskhuga; og um
leið fyrirmynd allra annarra meyja í göfugum metn-
aði og hreinni sómatilfinningu, eins í ástum sem öðru.“
Þessi þáttur verður ekki lengri að sinni, en sr. Magn-
úsar Helgasonar minnist ég ætíð, er ég heyri góðs
manns getið.
í mörgum bréfum í vetur hefur verið beðið um ljóða-
syrpu, sem þau syngja saman Alfreð Clausen og Sigrún
Ragnarsdóttir. Hljómplatan er útgefin af Fálkanum í
Reykjavík. Auk þess hefur verið beðið um einstök Ijóð
úr þessari ljóðasyrpu- Til dæmis hafa tvær söngelskar
systur beðið um Ijóðið: Kátir dagar koma og fara, en
það ljóð er einmitt í nefndri ljóðasyrpu. Mörg ljóðin
eru gamalkunn, svo sem eins og Kalli á Hóli og Jósep,
Jósep.
Hér verða birt að þessu sinni nokkur af þeim ljóðum,
sem þau Sigrún og Alfreð syngja saman. Hin hafa flest
áður birzt hér í þessum þætti.
Fyrsta ljóðið heitir: Sjómaður dáðadrengur. Höfund-
ur Ijóðsins er Ragnar Jóhannesson:
Hann var sjómaður dáðadrengur,
en drabbari, eins og gengur.
Hann sigldi í höfn,
um sæfexta dröfn,
þegar síldin sást ekki lengur.
Svo breiðan um herðar og háan
hjá Hljómskálanum ég sá hann.
Hið kyrrláta kveld,
lagði kvöldroðans eld
um flóann svo breiðan og bláan.
Þá er hér Ijóðið Lánið eltir Jón. Það er úr gaman-
leiknum Nú er það svart, maður:
Jón og ég við vorum eins og bræður
og áttum föður, sem var okkur kær.
Ekki skorti okkur heldur mæður,
því ei þær reyndust færri vera en tvær.
Lánið elti Jón, en lét í friði mig,
lánsami Jón, ég öfunda þig.
Næst er þá Kalli á Hóli. Það ljóð er úr gamanleikn-
um Halló, Ameríka:
Hvern þekkirðu í Flóanum kaldari karl,
en hann Kalla, Kalla, Kalla á Hóli,
og hver finnst þér æstari í kvenfólk og svall,
en hann Kalli, Kalli, Kalli á Hóli?
Hann syngur og dansar og drekkur og hlær
og dreymandi hann þráir hver einasta mær,
því enginn á landinu er konum jafn kær,
og hann Kalli. — „Hvaða Kalli? “
Hann Kalli. — „Hvaða Kalli?“
Hann Kalli, Kalli, Kalli á Hóli.
Næst koma hér Brúnu augun. Höfundur ljóðsins er
Númi:
Ástleitnu augun þín brúnu
ó, hvað þau töfra mig. —
Ég leit í þau, — sýndist það saklaust
og síðan ég hef elskað þig.
Að horfa í önnur augu
aldrei það töfrar mig,
ef brúnan lit þau ei bera,
þá betur ég hugsa um þig.
Ljóðið Rauðar rósir mun vera eftir Ingólf Davíðsson:
Rauðar rósir, — rauðar rósir, rétti ég þér,
lokkar ljósir, lokkar ljósir, lýsið þið mér.
Svartir lokkar seiða, sífellt minn hug.
Löngum hefur lagleg stúlka, lyft skáldi á flug.
Hárið rauða, hárið rauða, eld í sér ber.
Ég vil ekki brenna á báli, bjargaðu mér.
Það freistar mín oft að finna, freknur á meyjarkinn.
Ég veit sem er, að víst er mjúkt við vanga þinn.
Augun bláu, augun bláu, blíðu mér tjá.
Augun dökku, augun dökku, dreymandi þrá.
Svanna bros er sveini, sólargeisli kær.
Forlög ráða rúnir þær, hver rósirnar fær.
Næst er þá alkunnugt ljóð: Jósep, Jósep. Höfundur-
inn nefndi sig Náttfara:
Ó, Jósep, Jósep, bágt á ég að bíða,
og bráðum hvarma mína fylla tár,
því fyrr en varir æskuárin líða
og ellin kemur með sín gráu hár.
Ég spyr þig, Jósep, hvar er karlmanns lundin,
og kjarkur sá, er prýðir hraustan mann,
hvenær má ég klerkinn panta, kjarkinn má ei vanta?
Jósep, Jósep, nefndu daginn þann.
Næsta ljóð er eftir Jón Sigurðsson, en lagið eftir Jan
Moravek. Ljóðið heitir Þrá:
212 Heima er bezt