Heima er bezt - 01.06.1963, Síða 26

Heima er bezt - 01.06.1963, Síða 26
Skáldsaga eftir Magneu frá Kleifum HOLD OG HJARTA SJÖUNDI I-JLUTI: „Svona, ekki þennan æsing. Vildirðu heldur að ég hefði skrökvað að þér og sagt, að ég hefði ekki gert það? En fyrst þú ert nú búin að komast að því og til að fyrirbyggja allan misskilning, skal ég segja þér hvað mig vantar. Það eru dagbækur föður þíns, hann bað mig að taka þær og eyðileggja.“ „En hvers vegna?“ spurði ég. „Ja — dagbækur læknis eru oft þannig, að hann kærir sig ekki um, að ókunnugir komist í þær.“ „Hefirðu ekki fundið neitt?“ „Nei, þær eru í leynihólfi. En það hólf get ég bara ekki fundið. Við gætum kannski hjálpast að með að leita? “ Eg fór að verða forvitin. Við drógum út allar skúff- urnar, bönkuðum allt skrifborðið utan og innan. Eftir nærri tveggja stunda leit fann ég loksins fjöðrina af hreinni tilviljun, og leynihólfið opnaðist. Þama lágu bækurnar í röð. Þær vom allar innsigl- aðar nema sú efsta, sem var aðeins hálfskrifuð. Björn sat lengi þegjandi, áður en hann snerti bæk- urnar. Svo tók hann þær allar varlega, eins og þetta væru dýrgripir. „Ég hlakka til að lesa allar þessar bækur,“ sagði ég og tók eina. „Nei, það gerir þú ekki. Nú tek ég þær og geymi — eyðilegg þær.“ Mér fannst það nú harla hart. í fyrsta lagi vom þetta dagbækur föður míns, en ekki hans, og á hinn bóginn gat ég ekki séð, hvers vegna ég mætti ekki lesa þær, fyrst það var líka ég, sem hafði fundið þær. Björn kyssti mig á vangann og stóð upp með bæk- umar. „Ég skal samt ná í þær og lesa þær,“ sagði ég. Ég var viss um, að það væri margt spennandi í þeim, en Björn sagði, að ég skyldi bara gleyma þeim. I þeim væri bara ýmislegt, sem læknar einir skildu. Ég lét undan fortölum hans, en var þó ákveðin í að ná í bækurnar seinna meir. — Það var ekki fyrr en við vorum háttuð, að ég mundi eftir að segja Bimi frá því, að ég hefði séð Hans, og hann hefði líka verið að leita í skrifborðinu mínu. Það var eins og Bjöm væri ekki svo mjög undrandi yfir því, en sagði að Hans hefði alltaf forvitinn verið, og það hefði eflaust valdið því, að hann fór að róta í minni hirzlu. Ég hugsaði fleira en ég sagði. Með sjálfri mér var ég viss um að Hans hefði leitað einhvers ákveðins hlutar, og að öllum líkindum bókanna, — en til hvers? Hvað stóð í þeim? Ég gat ekki sofnað fyrr en komið var langt fram á nótt, því nú kvaldi forvitnin mig eins og svo oft fyrmm. IX. Tveim dögum seinna varð Björn að fara út í Víkur. Það var hringt og sagt, að þar væri veikt bam. Ég bað hann að lofa mér að fara með sér, því þangað hafði ég aldrei komið, en hann neitaði því alveg ákveðið, sagði að það gæti hvesst, og þetta væri slæm leið. Honum varð ekki hnikað frá því, sem hann hafði ákveðið, og dugðu hvorki tár mín né bænir. — Hann sagði, að sér þætti þetta leitt, en ég gæti ekki farið með. Þá varð ég vond. Auðvitað fann ég samt, að hann hafði á réttu að standa, og það var nú það allra versta. Ég hafði oft heyrt talað um, hve leiðin út í Víkur væri hættuleg, væri eitthvað að veðri, og sérstaklega væri röstin undir Svörtubjörgum viðsjárverð. Þar hefðu oft orðið slys, og þó oftar skollið hurð nærri hælum. Björn kvaddi mig innilega, eins og hann var vanur, þegar hann fór eitthvað. Máske enn innilegar, en ég var ísköld og sneri mig af honum með þóttasvip. „Pabbi þinn hefur vanrækt að flengja þig, meðan þú 214 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.