Heima er bezt - 01.06.1963, Page 32
virkilega orðin svona? Hún þekkti ekki þennan svip.
Hún þekkti alls ekki þetta augnaráð .... þetta augna-
ráð! „Guð hjálpi mér!“ Hún hrópaði í örvæntingu. Og
nú starði hún ofan í hylinn. Ætlaði þessi konumynd að
draga hana að sér? Seiða hana ofan í til sín? Hún hall-
aði sér fram. Þetta tæki víst engan tíma. Hún beygði
sig lengra niður. Nú var ekki annað eftir en að setja
í sig dálítinn kjark og láta til skarar skríða. Ofurlítinn
kjark. Eftir augnablik skyldi hún .... En þá var allt
í einu kallað fyrir aftan hana:
„Mamma!“
Hún sneri sér við. Það var Lási litli.
Hún stóð upp. „Hvað ertu að gera hérna, barn?“
sagði hún og horfði á drenginn. Hann stóð þama á nær-
fötunum. Hann skalf. Nú sagði hann stamandi:
„Eg gat ekki farið lengra með honum Kjartani; ég
gat það ekki, ég, ég var alveg uppgefinn.“ Svo fór hann
að gráta. Hann grét af öllum kröftum. Hún laut niður
að honum og kyssti hann.
„Hættu að gráta, Lási minn,“ sagði hún, „ég veit þú
gazt það ekki.“ Svo tók hún i hendina á honum og
leiddi hann heim.
Þau mættu Brynjólfi á hlaðinu. Hann ætlaði að fara
að leita að þeim.
Brynjólfur sá nú, að eitthvað varð að gera fyrir Krist-
ínu. Hann tók það ráð að leita til séra Ingimundar og
maddömu Ragnhildar. Ólöf á Syðri-Völlum hafði ver-
ið lasin um daginn, þegar þau fóru heim. Engu að síð-
ur ætlaði hún að klæða sig upp úr rúminu og fara með
dóttur sinni suður að Bökkunum, en Kristín hafði bann-
að henni að koma fyrr en hún væri orðin hress. Vafa-
laust var hún það ekki enn, því annars hefði hún verið
komin.
Þau komu um kvöldið, prófastshjónin. Kristín var þá
í rúminu sem endranær. Þau sátu bæði inni hjá henni
um hríð. Svo fór maddama Ragnhildur út og lét pró-
fastinn vera einan eftir.
Prófastur sat þegjandi um stund og horfði í gaupnir
sér. Svo sagði hann og leit á Kristínu:
„Þú hefur orðið fyrir mikilli sorg, Kristín mín.“
Hann komst ekki lengra. Hann virti Kristínu fyrir
sér. Hann sá glöggt, að hún leið mildar þjáningar. Nú
var hans skylda að koma henni til hjálpar, fá hana til
að umbera sorgina, beina hugsun hennar frá sorginni,
fram hjá sorginni. Það yrði erfitt. Hún var ung, hún
hafði aldrei reynt neitt, vissi ekki, hvað erfiðleikar voru.
Hún var fædd eftir Eld. Þegar hún fæddist, voru for-
eldrar hennar í góðum efnum. Ekki vissi hún, hvað það
var að svelta. Hún vissi ekki, hvað það var að sjá ekki
annað en allsleysi framundan og hafa engum að treysta
nema guði einum. Fram að þessari stundu hafði allt
leikið henni í lyndi. Fólk, sem þann veg er ástatt fyrir,
stendur ekki vel að vígi, er sorgin ber á dyr, nema það
sé að upplagi sterkbyggt og kjarkmeira en annað fólk.
Það rifjuðust upp fyrir honum endurminningar frá
því að hann kom fyrst hér á heimilið. Þá gekk Kristín
með syni sína, var að vísu illa fyrir kölluð. Enda var
nærri liðið yfir hana, þegar hún frétti, að vinnumenn-
irnir höfðu fundið rekið lík á fjörunni. Ekki benti það
til, að hún væri sterkbyggð. — Og fleira rifjaðist upp
fyrir honum.
Nokkru áður en hann hafði gefið þau saman, Brynj-
ólf og Kristínu, hafði Ragnhildur komið að máli við
hann og sagt:
„Eg held hún sé ekki kjarkmikil, hún systir mín. Hún
hefur gefið mér í skyn, að hún treysti sér ekki til að
fara að Bökkunum.“
„Af hverju treystir hún sér ekki til þess?“ hafði hann
spurt. Þá brosti Ragnhildur og sagði:
„Það er víst eitthvað upp úr henni Imbu gömlu, sem
hefur hrætt hana.“
Þau prófastshjónin höfðu ekki rætt meira um þetta
og séra Ingimundur hafði ekki heyrt oftar á það
minnst ....
Eftir að séra Ingimundur hafði þagað um hríð og
íhugað, hvernig hann skyldi haga orðum sínum við
Kristínu, tók hann aftur til máls:
„Þú verður nú að reyna að herða upp hugann og láta
huggast, Kristín mín.“
„Eg held ég geti það ekki,“ sagði Kristín og átti bágt
með að verjast gráti. Séra Ingimundur sá það, en lét
það elcki á sig fá. Hann vissi, að innibyrgður harmur
getur orðið að meini, sem erfitt er að lækna. Hann var
ákveðinn að ganga hreinlega til verks og láta Kristínu
tala út og gráta út. Þá fyrst kæmi batinn.
„Þú verður samt að láta huggast,“ hélt hann áfram.
„Þú átt mann, þú átt heimili og tvö börn, þú verður að
vera þeim móðir.“
Kristín svaraði engu, en prófastur var ákveðinn að
halda markvisst áfram:
„Hefurðu þakkað Skaparanum fyrir það, að hann gaf
þér hann Nikulás litla aftur?“
Nú fór Kristín að gráta. Hún grét með beiskju og
kallaði upp:
„Þakkað Skaparanum! Á ég kannske að þakka Skap-
aranum fyrir að hafa tekið frá mér drenginn minn, ætl-
astu virkilega til þess?“
„Stilltu þig, kæra bam,“ svaraði prófastur, „þú mátt
ekki ávíta Guð! Það getur ekkert annað en gott komið
frá honum, en við skiljum ekki.“
Kristín hélt áfram að gráta og prófastur þagði um
stund. Svo sagði hún:
„Það hefði ekkert verið að missa hann, ef hann hefði
dáið úr einhverri veiki í rúminu sínu og ég fengið að
vera hjá honum og stunda hann. Það hefði ekkert ver-
ið. Ég finn, að ég hefði getað borið það. En þetta! Vita
ekkert, hvað hefur orðið af honum! Ég skal segja þér,
hvað það er, sem er að yfirbuga mig. Ég er svo hrædd
um, að drengurinn minn hafi fest fæturna, klemmst inni
í sprungu og hafi ekki getað losað sig. Manstu ekki,
hvernig fór fyrir drengnum hans Guðmundar í
Hvammi? Jú, þú manst það.“
Hún nam staðar og grét, hátt, lengi. Á meðan sat séra
Ingimundur þegjandi og horfði í gaupnir sér. Að lok-
220 Heima er bezt