Heima er bezt - 01.06.1963, Page 35

Heima er bezt - 01.06.1963, Page 35
HEIMA_______________ BEZT BÓKAH I LLAN Matthías Johannessen: Hugleiðingar og viðtöl. Reykja- vík 1963. Helgafell. Höfundur kemur víða við í bók þessari. Hann ræðir við rithöf- unda, stjórnmálamenn, listamenn, dulspekinga og hamingjan má vita hvað, og hugleiðir margt um menn og málefni. Hann lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi, er eindreginn lýðræðissinni og andstæðingur kommúnisma og hvers kyns einræðis og fer ekki dult með þær skoðanir sínar. Að því leyti má ræða um fasta stefnu bókarinnar. Ýmsir munu vera honum ósammála, en hann flytur mál sitt af hófsemi menntaðs manns, og þær vekja til umhugsun- ar. Annað mál er, að oft verður stíllinn of langdreginn og ber um of merki blaðamennskunnar. En vert væri fvrir hinn ágæta rithöf- und að athuga, hvort hann ætti ekki að láta líða lengra milli út- gáfu á samtalsbókum. Það form er skemmtilegt í hófi, en verður dálítið þreytandi til lengdar. Halhlór Kiljan Laxness: Prjónasofan Sólin. Reykjavík 1962. Helgafell. Laxness virðist nú í bili hafa snúið sér að leikritun í stað skáld- sagna. Ekki verður þó talið, að hið ágæta skáld hafi breytt með því til batnaðar, og trauðla hefðu honum hlotnazt þær vinsældir og álit, sem hann nýtur hvarvetna, þar sem verk hans eru kunn, ef sjónleikir á borð við Strompleikinn og Prjónastofuna Sólin hefðu verið höfuðverk hans. f þessum leik virðist höfundur eink- um beina skeytum sínum að tveimur harðla ólíkum fyrirbærum þjóðfélagsins, sjálfsbjargarstofnunum öryrkja og fegurðakeppnum, svo ólíkt sem þetta virðist í sjálfu sér. Gegnir nokkurri furðu, að höfundur skyldi ekki geta fundið eitthvað annað að skotspæni. Eins og ætíð þegar Kiljan skrifar eitthvað, þá leiftrar af snjöllum setningum, og hinn kaldranalegi húmör skáldsins er í essinu sínu. En þetta er ekki nóg. Vér krefjumst annars og betra frá hendi Nóbelshöfundarins. Bencdikt Gröndal: Stormar og stríð. Reykjavík 1963. Almenna bókafélagið. f öllu því flóði bóka, sem út kemur á hverju ári, gætir furðu lítið rita, sem fræði oss um vandamál dagsins á hlutlægan, fræði- legan hátt. Er þó fullvíst, að fáar bækur eru nauðsynlegri, til þess að þjóðin fái haldið vöku sinni og skapað sér sjálfstætt mat á við- fangsefnum samtíðarinnar, en slíkt hlýtur að verða einn af horn- steinum lýðræðislegs þjóðfélags. Því ber að fagna þessari bók, sem er býsna nýstárleg, en höfundur rekur þar allar aðstæður að hlut- leysi íslendinga fyrr og síðar og viðhorf þjóðarinnar sjálfrar á hverjum tíma. Bókin er samin eftir frumheimildum, og margt er dregið þar fram í dagsljósið, sem oss hefur verið ókunnugt um fram að þessu, einkum um viðhorf stórþjóðanna til íslands á styrjaldarárunum. Frásögn höfundar er skýr og hófsöm, og hann blæs í hana því lífi, sem fágætt er um fræðirit. Ekki getur hjá því farið, að lesandanum verði ljóst að loknum lestri, hversu hald- lítið hlutleysið er í hinni gömlu merkingu orðsins, og eins og vér höfum á það trúað og vilja halda dauðahaldi í. Bókin hreinsar til í því moldviðri, sem þyrlað hefur verið upp í þessum málum og er handhægur leiðarvísir til að skapa sér skoðun á mikilvæg- um þætti utanríkismála vorra. Friðþjófur Nansen: í ís og myrkri. Reykjavík 1962. ísafoldarprentsmiðja h.f. Sleðaferð þeirra Friðþjófs Nansens og Johannsens um fshafið 1895—96 er eitt af mestu íþróttaþrekvirkjum sögunnar. Þar fóru saman óvenjuvel þjálfaðir menn með styrkri skaphöfn og andlegri reisn. Ferðasaga Nansens er ein af skemmtilegustu ferðabókum, sem skráð hefur verið. Segja má, að af hverri síðu andi karl- mennsku, drengskap og fágætum styrkleika í skaphöfn. Það er því fengur að bókinni á íslenzku, og hefði hún átt að vera komin út fyrir löngu. í þessari útgáfu er einungis sagt frá sleðaferð þeirra félaga, en ekki frá siglingunni með Fram, sem ekki er síður girni- legt til fróðleiks. Naumlega get ég hugsað mér betri bók ungling- um til lestrar, og allir hafa af henni nokkurt gagn. Þýðandinn er Hersteinn Pálsson, en því miður er þýðingin ekki samboðin frá- sögn Nansens. Má þar t. d. nefna óhóflega notkun orðsins maður svo sem þetta: „Þegar maður leit á prentaða stafi fannst manni að eitthvað væri eftir í manni af siðuðum manni." Eða: „maður er sífellt að detta í sprungur og í gryfjur, svo að maður þakkar bara fyrir meðan maður fótbrýtur sig ekki." Af slíkum setningum úir og grúir í bókinni. Þá heitir sennegræs ekki mustarðsgras, og selurinn Phoca groenlandica heitir vöðuselur á íslenzku, þótt Norðmenn kalli hann Grænlandssel. Og þannig er farið með fleiri nöfn. Og getum vér sagt á íslenzku, að vindur reki mann í gegn. Þetta eru lýti á góðri bók, og hefði vel mátt sneiða hjá þeim. Guðmundur Finnbogason: Mannfagnaður. Reykjavík 1962. ísafoldarprentsmiðja h.f. Gaman var að fá Mannfagnað Guðmundar Finnbogasonar í nýrri útgáfu. Ræður hans eru síferskar og vekjandi og veita les- andanum álika nautn og góð kvæði. Menn lesa ræðurnar sér til nautnar af fögru máli, myndrænum líkingum og snjöllum hug- myndum. En allt þetta átti Guðmundur Finnbogason flestum mönnum fremur. En ef til vill voru ræður hans merkilegastar fyrir það, hversu hann kom þeim, er hlýddu, skemmtilega á óvart. Allar ræðurnar í þessari bók eru tækifærisræður, sennilega oft fluttar eftir pöntun, en lífsþróttur þeirra og listargildi verður bezt markað á því, að vér skulum lesa þær nú með jafnmikilli ánægju og fyrst þegar þær voru prentaðar fyrir aldarfjórðungi síðan, og voru þær þó þá engan veginn nýjar af nálinni. En ræð- ur G. F. eru ekki einungis listrænar að forrni og máli, í þeim er gnótt snjallra hugmynda og spakviturra ályktana, þess vegna eru þær sígildar bókmenntir. Og þær geta líka verið hagnýt leiðar- vísan um það, hvernig semja beri tækifærisræður, þótt menn eigi ekki ráð á hugmyndaauðgi og málsnilli Guðmundar Finnboga- sonar. St. Std.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.