Heima er bezt - 01.09.1963, Síða 2
Söfnum liéi
Kaflar úr ræðu
á aðalfundi Skógræktarfélags íslands.
Eigi verður um það deilt, að vér, sem nú erum komn-
ir á miðjan aldur eða ívið lengra, höfum lifað stórfelld-
ari brcytingar og byltingar í umhverfi voru og öllum
heimi en nokkur kynslóð, sem á undan oss hefur lifað.
Fyrir það megum vér vissulega vera forsjóninni þakk-
lát. Tvær heimsstyrjaldir hafa hrist heiminn og skekið,
stórveldi hrunið í rústir og önnur risið á legg, og vér
höfum verið vitni að því, hvernig manninum hefur
lærzt að beizla náttúruöflin allt frá því að gera bunu í
bæjarlækinn til þess, að eiga nú ráð á sjálfri kjarnork-
unni, sem í senn vekur aðdáun vora og ugg. Það sem
oss þóttu svo fjarstæð ævintýri í bernsku vorri, að vér
þorðum ekki einu sinni að láta oss dreyma um þau, eru
nú sjálfsagðir hlutir hins daglega lífs. Það er sennilegra,
að vér nú einhvern daginn fljúgum til tunglsins, en það
hefði þótt fyrir 40—50 árum að vér myndum fljúga
þrisvar á dag milli Akureyrar og Reykjavíkur. Þjóð-
lífi voru hefur verið kippt á fáum áratugum frá þús-
und ára kyrrstöðu miðaldar, yfir í iðandi líf samtíðar
vorrar á bekk með hverri framfaraþjóð sem vera skal.
Byltingar geta orðið með ýmsu móti. Stundum koma
þær eins og stormsveipur, sem sópar öllu burt og slcil-
ur eftir hreint borð að kalla má. Allt hið gamla er á
brott, en reisa verður á nýjum grunni, allt sem koma
skal. En byltingar geta einnig farið hægt. Smám sam-
an vex hið nýja upp í skjóli hins gamla, er þróazt hafði
um aldaraðir, sækir í það þann lífsþrótt, sem það hafði
enn að geyma, en þokar því brott um síðir. Þá hefur
nýr heimur vaxið upp í skjóli hins gamla án þess nokk-
ur Ragnarök hafi á undan farið.
Og meðan öll þau stórtíðindi, er ég drap á, voru að
gerast, hefur farið fram önnur bylting hér á landi, hæg-
fara að vísu, og ef til vill hafa ekld enn, nema tiltölu-
lega fáir menn gert sér ljóst, að hér var um byltingu að
ræða.
Upp úr aldamótunum síðustu var nokkrum fræjum
erlendra trjáa sáð í íslenzka moldu í fyrsta sinn. Upp
af þeim hafa síðan hægt og hægt vaxið hávaxin tré, sem
standa nú með stoltum svip og segja sínu hljóðláta
máli: „Hér eigum vér heima í krafti nýs landnáms.“ Og
skógræktarmenn landsins hafa dregið af þessu rétta
lærdóma og hafizt handa um stórfelldari innflutning
trjáa og ræktun nýrra skóga, sem skapa byltingu í rækt-
un og svip landsins.
íslenzk skógrækt er barn þessarar aldar. Vorhugur
nýrrar aldar skapaði hrifningu í hjörtunum, og einn
þáttur hennar var sá, að klæða landið skógi. Að vísu
gerðu menn sér ekki hærri vonir en þær, að endurvekja
birkiskógana, vernda þá, þar sem þeir voru fyrir, og
græða nýja ef kostur væri. Fyrsta aldan reis meir í
skjóli rómantíkur og hugsjóna en á raunsæjum grunni,
hvað unnt væri að gera. Margir gerðu sér þá þegar Ijóst
að birkikjarrið var ein tryggasta vörnin, sem landið átti
gegn eyðingu og uppblæstri, og vildu því leggja sem
mest kapp á verndun þess góðu heilli. En allt um það
eru enn í voru landi svo glámskyggnir menn, að þessi
augljósu sannindi dyljast þeim, enda þótt vér á ári
hverju sjáum jarðveginn fjúka og fljóta undan fótum
vorum og vitum, að verði ekki rækilega spyrnt við fót-
um, munum vér áður en varir standa á örfoka melum
og vindsorfnum klöppum.
Islenzk þjóð hefur búið við margvíslegan skort um
þúsund ár. Eitt af því var timburskorturinn. Svo var
hann oft átakanlegur, að þegar reisa þurfti ný hús, var
tóttin mjókkuð, til þess að hægt væri að nota gömlu
raftana, þegar fúinn hafði verið sniðinn af endunum.
Fyrir nokkru síðan tóku íslenzkir skógræktarmenn þá
stefnu, að flytja skógræktina af hinu sviflétta sviði hug-
sjónanna, niður á grundvöll nytja og nauðsynja. Þeir
afréðu í trausti þeirrar reynslu, sem þegar var fengin
að skapa nýjan skóg, sem fullnægja skyldi timburþörf
landsins í framtíðinni. Með því var byltingin komin af
stað, sú er teinungarnir frá aldamótunum höfðu verið
að undirbúa. Ætla mætti að hin nýja stefna hefði vek-
ið óblandinn fögnuð. En fjarri fór því, og enn fer því
fjarri að menn láti sér skiljast, að unnt sé að skapa lífs-
viðurværi í voru landi af fleira en sauðfjárrækt og síld-
veiðum. Og heyrzt hafa raddir um að friða landið fyrir
skógi. Fegurð þess og hreinleika væri stefnt í voða með
því að hefja þar ræktun nýrra skóga erlendra trjáa. En
svipuð bylting í gróðri landsins hefur gerzt fyrr. Allt
frá því forfeður vorir námu land og til vorra daga, hef-
ur vafalítið nær fjórðungur allra plantna, sem vaxa hér
nú af sjálfsdáðum, flutzt inn af mannavöldum. Enginn
telur spjöll að þeim. Og eftir þúsund ár mun mönnum
líkt fara, er þeir líta hina nýju skóga. Og ekki fæ ég
séð fegurðarspjöll á útsýninu, þaðan sem vér nú erum,
þótt skógarteigar stæðu yfir í hlíðum Vaðlaheiðar eða
teygðu sig hérna upp í mynni Glerárdalsins.
En sú bylting verður ekki unnin nema í skjóli nátt-
298 Heima er bezt