Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1963, Qupperneq 7

Heima er bezt - 01.09.1963, Qupperneq 7
Allir bœirnir og kirkjan á Kaldrananesi. Þorbjörg Björnsdóttir. Hún gekk mér í móðurstað eftir að ég kom í Broddanes. Hún hafði umsjá með mér og hjá henni svaf ég fyrstu 4 árin eftir að ég kom þang- að. Umhyggja hennar fyrir mér var einstök í sinni röð. Hennar hlýja viðmót, ásamt öðrum góðum heimilis- háttum Broddanesfjölskyidunnar átti sinn stóra þátt í því, að ég komst að mestu ókalinn frá munaðarleysi uppvaxtaráranna. Fyrir nokkrum árum gáfum við hjón- in nokkra gjöf til minningar um Þorbjörgu, er gjöf þessi ætluð til þess að styrkja efnilega, en námfúsa ungl- inga á bernskustöðvum mínum, til náms. Með mér ólst upp Guðbjörg Jónsdóttir, dóttir þeirra Broddanes- hjóna, síðar kunn fyrir ágætar bækur, sem hún skrifaði, m. a. „Gamlar glæður“. Hún naut menntunar á Kvenna- skólanum að Ytri-Ey hjá Elínu Briem. Það þótti mikil menntun í þá daga, og þetta hefur, með öðru, vafalaust stuðlað að því að mig langaði líka að menntast, þótt fátækur væri. A þessum árum var umferðakennari í sveitinni hjá okkur, Guðmundur Bergsson að nafni. Þetta var fátæk- ur maður en greindur og menntafús. Hann var gagn- fræðingur frá Möðruvöllum og hafði ég á tilfinning- unni að hann byggi yfir hafsjó af fróðleik. Guðmund- ur fann inn á námslöngun mína og sótti um Möðru- vallaskóla fyrir mig, en þegar umsóknin barst, var skól- inn fullskipaður og engin leið að komast að. Þetta urðu óneitanlega vonbrigði. Ég hafði búið mig undir að þetta tækist og hálft í hverju ráðið mig hjá efnabónda í vor- og sumarvinnu, til þess að fá upp í skólakostnaðinn. Nokkur huggun varð mér það, að þetta sama vor kom Torfi skólastjóri í Ólafsdal norður að Broddanesi, og barst í tal, að hann gæti bætt einum nemanda í skólann næsta vetur. Ég var fljótur að taka ákvörðun og réð mig í hið auða sæti. Fór ég til hans strax um vorið. Þetta var árið 1897 og var ég þá 19 ára gamall. Þar með var veru minni á Broddanesi lokið. Og dvölin í Ólafsdal? Torfi var einstakur maður, stjórnsamur, fjölhæfur og vel gefinn. Strákarnir lærðu mikið hjá honum og undu vistinni yfirleitt vel. Frá vori til hausts var unnið að allri algengri vinnu úti við, að jarðabótum á vorin, slætti og heyskap á sumrin og síðan að jarðabótum aftur á haustin. Bókleg kennsla fór fram á vetrum, en auk þess áttu nemendur að vinna 4 stundir á dag við ýmiss konar snúninga og dútl, smíðar, eldiviðaraðdrætti og annað sem til féll. Eftir tveggja ára nám í Ólafsdal útskrifaðist ég það- an vorið 1899, með 120 króna skuld á baldnu. Ég átti lítið skotsilfur, þegar ég fór þangað til náms, en þurfti að kaupa mér föt áður en ég fór í skólann, bækur, rit- föng og fleira meðan ég dvaldi þar. Til að vinna mér inn fyrir námsskuldinni, fór ég norður á Langanes, var við jarðabætur vor og haust, en í kaupamennsku um sláttinn. Næstu árin eftir þetta var ég á ýmsum stöðum, mest þó í heimabyggð minni á Ströndum, en aldamótaárið var ég hjá séra Bimi á Dvergasteini í Seyðisfirði, m. a. við jarðræktarstörf. Séra Bjöm var ekki margmáll mað- ur hversdagslega, en ábyggilegur í öllum viðskiptum og gat verið ræðinn og skemmtilegur, einkum ef mað- ur var einn með honum. Ég hafði m. a. þann starfa á hendi að fylgja séra Birni að vetrarlagi á annexíu hans, Klyppsstað í Loðmundarfirði. Yfir háa og bratta heiði var að fara, og ef harðfenni var gat þetta verið erfitt, Heima er bezt B03

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.