Heima er bezt - 01.09.1963, Qupperneq 10
hirðingamaður í 23 ár, símstöðvarstjóri í 12 ár, úttekt-
ar- og virðingamaður í 27 ár, sáttanefndarmaður í 15
ár, hreppsstjóri í 17 ár, umboðsmaður Brunabótafélags
Islands í 16 ár, afgreiðslumaður hjá Kaupfélagi Stein-
grímsfjarðar í 2 ár, en þá hafði félagið sett upp útibú
í Kaldrananesi, eftir skelegga baráttu Bjarnfirðinga.
Umsjónar- og fjárhaldsmaður Kaldrananeskirkju og
meðhjálpari í 27 ár, en þau störf hafði áður annazt
tengdafaðir minn Þorsteinn Guðbrandsson, safnaðar-
fulltrúi var ég í 18 ár, skólanefndarmaður í 8 ár, fast-
eignamatsmaður fyrir Strandasýslu árið 1929, fulltrúi
fyrir Búnaðarfélag Kaldrananesshrepps á stofnfundi
Búnaðarsambands Vestfjarða 1907 og svo aftur fulltrúi
bænda sýslunnar á stofnfundi Stéttasambands bænda
árið 1949.
Erfitt var með fátækramálin. Þegar hart var í ári
áttu ýmsir erfitt uppdráttar. En þótt snúningssamt væri
með ýmsar innheimtur heima í hreppnum, varð þó erf-
iðara að mæta öllum þeim kröfum er bárust frá öðrurn
sveitarfélögum. Fólk hafði flutt úr hreppum í atvinnu-
leit og myndað sér heimili, þegar svo kreppa og at-
vinnuleysi skall á, og leita þurfti stuðnings hjá dvalar-
sveitinni, þá urðu úrræðin þau að leita til heimahag-
anna, og voru þá oft aðeins tveir kostir fyrir hendi,
annar sá að greiða kröfurnar, eða heimta flutning á
fólkinu og þá ef til vill sundra fjölskyldunni. Oftast
var sá kostur tekinn að greiða áfallnar kröfur í von um
að úr rættist fyrir fólkinu. Er ég þess minnugur, að
sumum þótti fulllangt gengið í þessu efni, þegar við
keyptum hús í Hafnarfirði, til þess að afstýra flutn-
ingi. En okkur tókst að sanna það, að í þessu efni skað-
aðist hreppurinn ekki, auk þess sem hér var mannúð-
legar að farið gagnvart fjölskyldunni. Emil Jónsson,
núverandi ráðherra, var þá bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Er hann sá bezti maður sem ég hefi átt við í þessum
sölcum, og þurfti ég þó víða við að koma á kreppuár-
unum. Þegar lagast fór kreppan gekk allt betur, og
sýndi fólkið þá vilja sinn að standa í skilum. A þessum
árum var allmikið gert að því að panta alls konar muni,
varahluti í báta o. fl. gegn póstkröfu. Þegar kröfur
þessar komu var ekki ævinlega fyrir hendi handbært fé
til greiðslu á þeim, en hins vegar brýn nauðsyn að fá
hlutina til notkunar. Ég tók það þá oft á mig, sem bréf-
hirðingamaður, sem ég ekki mátti gera, og varðaði raun-
ar við lög, að ég afhenti í ýmsum tilfellum hluti eða
sendingar úr póstinum án þess að staðgreiðsla kæmi
fyrir. Það leið heldur ekki á löngu áður en ég fékk
harðort áminningarbréf frá póststjórninni, póstmeist-
ara Sigurði Baldvinssyni í Reykjavík, þar sem hann hót-
aði mér málsókn fyrir að hafa látið vörusendingar af
hendi án greiðslu. Mér var ljóst að ég hafði tekið á mig
ábyrgð, vissi hins vegar, að með því að tefja afgreiðslu
þessara hluta, þangað til greiðsla kæmi fyrir, lagði ég
atvinnu sumra þessara manna í rúst, eða gerði þeim á
annan hátt stórtjón. Þessi spil lagði ég á borðið í bréfi
til póstmeistara, jafnframt því sem ég kvaðst bera per-
sónulega ábyrgð á greiðslunum. í lok bréfsins til hans
spurði ég hvaðan af landinu hann væri. Það virtust
hvíla einhver örlög á þeim mönnum, sem héti Sigurð-
ur Baldvinsson að leggja stein í götu mína. Maður með
sama nafni hafi verið nærri búinn að drepa mig og sjálf-
an sig fyrir nokkrum áratugum, þá 14 ára strákur, sem
hefði togað mig með sér niður hjarnfönn á leiðinni til
Loðmundarfjarðar, og það væri ekki honum að þakka
að ég væri lifandi nú.
Ég fékk fljótt svar við þessu bréfi þar sem póstmeist-
ari tjáði mér að hann væri sá sami Sigurður, sem hefði
verið nærri búinn að drepa mig á Austfjörðum. Hann
kvaðst afturkalla allar hótanir sínar í minn garð og bað
mig finna sig, þegar ég yrði á ferðinni næst til Reykja-
víkur. Það gerði ég, og upp frá þeim degi urðum við
Sigurður góðir vinir.
Ég segi frá þessu vegna þess, að þetta var í eina skipt-
ið sem yfirboðarar mínir fundu að gjörðum mínum.
Þótti mér vel skipast, að það skyldi snúast til vináttu.
Þið eigið helgan kross í Kaldrananesi?
Ef kross skal kalla, — en kross er það nefnt. Það er
spýturengla, sem stungið hefur verið niður í lítið
vörðubrot á klettahöfða niður af túninu á Kaldrana-
nesi. Sagt er, að ekki megi hrófla við honum. Ég veit
ekki, en ég gerði það að minnsta kosti ekki. Annar
bóndi, sem þar bjó, gerði sér það einhvem tíma að leik
að taka krossinn og fara með hann heim. En hvernig
sem því var háttað, var nóttin varla liðin, þegar hann
flýtti sér með krossinn á sinn stað og síðan er ekki vit-
að að við honum hafi verið hreyft. Trúin á helgi kross-
ins er vafalaust aftan úr kaþólsku. Um það fara þar af
engar sagnir. En það var annar staður í Bjarnarfirði,
sem ekki mátti ruska við. Það var rofabarð framan við
túnið í Goðdal. Bóndi, sem þar bjó eitt sinn, reyndi að
brjóta álögin með því að hreyfa við barðinu. Skömmu
síðar fórst uppáhalds hross hans með válegum hætti.
Mörgum árum seinna varð hörmulegt slys í Goðdal,
þegar snjóflóð féll þar á bæinn. Um það var mikið tal-
að og ritað á sínum tíma, og finnst mér ekki ástæða til
að rifja það upp. Ég segi bara eins og nú heyrist oft í
útvarpinu: „Því glevmi ég aldrei“, þegar sex líkum var
ekið heim að kirkjunni á Kaldrananesi. Þau voru færð
í kirkju og þar veittur sá umbúnaður sem tök var á. Og
þegar kistur höfðu verið smíðaðar og líkin kistulögð,
var þeim raðað inn í kór framan við gráturnar. Nokk-
uð dróst að jarðarför færi fram. Ég fór þarna um tvisv-
ar á hverjum degi, því ég lét ljós loga í kirkjunni yfir
nóttina. Ekki fann ég til neins geigs við að umgangast
þetta látna fólk, en fannst sem ég með þessari þjónustu
gæti sýnt dálítinn samúðarvott látnum og lifandi.
Þegar válegir atburðir gerast, leita menn oft orsaka
og setja þá gjarnan í samband við þjóðtrú, sem skap-
ast hefur og lifað frá liðnum öldum.
En svo við tökum upp léttara hjal. Þú sökktir einu
sinni hrút?
Já, svo sem frægt er orðið. Ég varð af þeirri athöfn
miklu frægari en efni stóðu til.
Hvernig bar það að?
306 Heima er bezt