Heima er bezt - 01.09.1963, Page 12
HALLGRÍMUR FRÁ LJÁRSKÓGUM:
Suipleiftur af
iöld\
ur aj soguspjoiaum
(Framhald)
Úr Bardagamaður að Borg er höldur, vígamaður og vopnaslyngur, ákafamaður á orrustuþingum, vit og hamremmi vopnum ráða.
Egilssögu Utan á stundum steindum knerri Egill stýrir um öldufalda, leitar sér frama, fjár og erfða. — Góður er víkingi vopnadómur.
Barðist við átta enn ellefu tvisvar ofurhugi er aldri bilar, hörfun ei kunni, heimti bætur, orkaði sigurs allajafna.
Seint munu fyrnast sagnir Eglu um íslenzkan bónda er utan gisti oa: konunwamóður merkti hatri, en níðstöng reisti Norvegs sjóla.
Styrrfrjóar hendur höggva, leggja, sækja, verjast, unz sigur er unninn. Harma allra er hefnt að lögum, — að eigin lögum ef önnur bregðast.
Bmgðið er Agli. — Böðvar er hniginn, borgfirzkum öldum og bana lostinn.
Við hvern er að deila?
Hvar má hefna?
Skal ylgja útsynnings
ráða aldurtila?
Magnvani stendur
maðurinn, kappinn.
Víkingi fatast
vopn er bíta.
Staulast blindsýnn
til bæjardura, —
lokrekkju falinn
leggst í svelti.
Hví skal höfðingi
hungurbana?
Eru þar venmegin
eigin þróttar?
Háðfextar, beiskar
hafsins öldur?
Ellegar sorg
óbær í hjarta?
Illt er að þola
örlögvætti. —
Óbætt skarð
hans eigin sonar
opið mun standa
enn — og verða.
Sem bótalaust man
er Böðvar allur.
Lífsvilja Þorgerður
leysir úr dróma,
tendrar skáldsýn
og skylming orða.
Upp skal til erfis,
upp og kveða
saknaðardrápu,
Sonatorrek. —
Gleymast feður
og gleymast mæður,
farviðir sökkva
en fúna minjar,
en aldrei mun fymast
íslands þegnum
saknaðardrápan,
Sonatorrek.
308
Heima er bezt