Heima er bezt - 01.09.1963, Blaðsíða 14
GUÐMUNDUR JOSAFATSSON:
Hjörleifur Sigfússon — Marka-Leifi
'[m héraðsbrest ei getur, þó hrökkvi sprek í
tvennt,“ kvað Guðmundur Friðjónsson, og
mun það sannmæli. En sjaldan mun það hafa
sannazt betur en síðastliðinn vetur. Níræður
fátæklingur féll í valinn, sem aldrei hafði kvatt sér
hljóðs þar, sem efnt er til þeirra samfunda, sem taldir
verða til þjóðarþinga, svo fátækur að eftir honum mun
sjaldnast hafa verið munað, þegar sezt var á rökstóla
til að semja útsvars- eða skattaskrár. Og þó, — þó var
það fréttaefni ef til hans spurðist, gleðigjafi að hann
gisti, svo minnisstæður aufúsugestur, að trúlegt er, að
þegar Marka-Leifi er samferðamönnum sínum að fullu
gleymdur, verði nokkrum fölskva slegið á minningu
ýmsra þeirra af ferðafélögunum, sem þó hafa komið
meir við þá sögu, er við leggjum mesta rækt við að
skrá og skýra. Og þó saga hans sé smá í sniðum í sögu
þjóðarinnar, eins og hún gerist í dag, má gjaman á það
minna, að stundum era smásögumar svo minnisstæðar,
svo úr garði gerðar, að þær halda hlut sínum að fullu
móti þeim, sem meiri eru um frásagnir og vöxt.
Leifi, en svo hét hann löngum á máli samferðamann-
anna, fæddist á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð 12.maí 1872.
Foreldrar hans voru hjónin Margrét Guðmundsdóttir
og Sigfús Jónasson. Faðir Margrétar var Guðmundur
bóndi í Kollugerði á Skagaströnd, Eiríksson bónda á
Undhóli í Óslandshlíð, Jónssonar bónda á Bessastöðum
í Sæmundarhlíð.
Jónas faðir Sigfúsar bjó á Grófargili í Skagafirði.
Hann var Sigfússon bónda í Selhaga, Oddssonar bónda
í Geldingaholti Oddssonar. Móðir Jónasar í Grófargili
var Björg Jónasdóttir frá Gili í Svartárdal Jónssonar.
Var Sigurlaug seinni kona Sigurðar Ámasonar í Höfn-
um alsystir Bjargar. Er það Skeggstaðaætt í móður-
kyn. Móðir Sigfúsar Jónassonar var Margrét Ólafsdótt-
ir bónda í Valadal, Andréssonar. Móðir Sigfúsar í Sel-
haga var Helga Þorleifsdóttir bónda á Skarðsá, Þorleifs-
sonar.
Ættir Leifa skulu ekld raktar hér frekar, enda varð
honum löngum um annað tíðræddara en ættfræði, og
átti það jafnt við um eigin ætt og annarra.
Foreldrar Leifa fluttust frá Ökmm að Hringey, þeg-
ar hann var tveggja ára, og bjuggu þar um alllangt
skeið. Var faðir hans löngum kenndur við býlið og vel
þekktur um nálægar sveitir undir nafninu Hringeyjar-
Fúsi, sem hann bar til leiðarloka. Hringey var sultar-
kot, þó hún lægi við hjarta Skagafjarðar. Sigfúsi mun
hafa verið ósýnt um fjármál. Þótti í honum lítið mann-
kaup til bjargráða, þegar frá var talið veiðimennska og
ferðalög, enda önnur efni hugstæðari en heimastörf. En
hann var frábær veiðimaður og mun hafa dregið marg-
an málsverð í bú sitt með byssunni, einkum á vorin
(helsingjar) og framan af vetri (rjúpur). En „fár verð-
ur feitur af fugladrápi“ og mun það hafa sannazt á Sig-
fúsi. Frægastur var hann sem refaskytta. Mun enginn
Skagfirðingur hafa komizt þangað með tær, sem hann
hafði hæla í þeirri íþrótt, meðan hans naut við, enda
réði hann mjög ríkjum í þeim efnum milli Blöndu og
Héraðsvatna um langt skeið, oftast til kvaddur, er mik-
ils þótti við þurfa. Til hans mun og hafa verið leitað
víðar að. En veiðiferðimar munu ekki alltaf hafa fært
honum svo digra sjóði, að þeir nægðu heimili hans til
fullrar greiðslu á nauðþurftum. Sigfús var og ekki að
fullu bundinn við eina sæng um ástafar. Hlóðst því
mjög á hann ómegð. Fyrstu ár Leifa vora því fima
fjarri allsnægtum.
Átta ára fór hann alfari úr foreldrahúsum, að Haf-
grímsstöðum í Lýtingsstaðahreppi til Eyjólfs Einars-
sonar, síðar bónda á Mælifellsá og Margrétar Þormóðs-
dótmr konu hans. Hjá þeim dvaldi hann fram yfir tví-
tugsaldur. Minntist hann þeirra ávallt með hlýju og
skoðaði þau sem aðra foreldra sína. Eyjólfur var um
margt sérstæður. Hann þótti mannkostamaður, flest-
um ágætari sem félagi, gleðimaður í vinahópi og söng-
maður svo að firna langt bar af því, sem þá þekktist
um Skagafjörð. Luku allir upp einum munni, er ég
heyrði minnast söngs hans, að fegurri rödd hefðu þeir
eigi heyrt. Sagðist sonur hans, Sigurður Birkis söng-
málastjóri, hafa öruggar heimildir fyrir því, að Eyj-
ólfur hafi náð fullum hálsi þeirri tónhæð, sem frægustu
tenórsöngvurum er almennt talið fært að ná, auk frá-
bærrar blæfegurðar. Hann var og flesmm mönnum
söngglaðari. Söngurinn setti því sérstakan svip á Mæli-
fellsárheimihð, sem gerði það héraðsfrægt. Þetta um-
hverfi setti því sinn svip á Leifa, sem var ágætlega
söngvinn, og átti yfir að ráða bjartri og blæfagurri ten-
órrödd, þó eltki gæti hún talizt voldug. Og þó hann
lærði aldrei annað til söngmenntar en það, sem hann
nam þar, entist það honum svo fram á háan aldur, að
hann var hlutgengur í góðu lagi, þegar lag var raulað
á gleðifundum.
310 Heima er bezt