Heima er bezt - 01.09.1963, Blaðsíða 18
svo ríkjum í háttum hans, að hann skilaði ekki öllu því
heilu á leiðarenda, sem hann hafði tekið að sér að greiða
fyrir.
Leifi naut sinnar frábæru heilsu til leiðarloka. Vos-
búð, drykkjuskapur, erfiði, útilegur, þótt varbúinn væri
hann löngum til slíks, ekkert af þessu gat unnið á heilsu
hans og þrautseigju. Og minni sínu á mörkin hélt hann
svo ótrúlega óskertu, að hinni mestu furðu gegndi.
Hann játaði að vísu sl. haust, að sér gengi illa að muna
þessi nýju mörk. „Þau eru svo klaufaleg“. Þessa athuga-
semd lét ég í einfeldni minni liggja milli hluta. Hitt
ætla ég víst, að á námshæfni muni tekið að slá nofckr-
um fölskva, þegar fullir 9 tugir ára eru að baki, og það
jafnvel þótt drjúgum meira hafi haft til brunns að bera
en almennt var talið um hann. Og það er alveg víst, að
þetta útslitna og upptærða gamalmenni bar enn þann
ægishjálm þekkingar í sinni fræðigrein yfir alla þá, er
sóttu til Stafnsréttar á sl. hausti, að þangað mun eng-
inn hafa náð með tær, sem hann hafði hæla og mundi
þar þó langt á milli. Og enn var snúizt í kringum hann
í veiðivon eftir hlátursefni, enda trauðla haldið þaðan
öngulsárt með öllu. En það ætla ég að hláturinn kring-
um Leifa hafi löngum verið minni græsku blandinn en
flesta aðra, sem ég hefi kynnzt og slíks er leitað hjá.
Árið 1947 gaf Búnaðarfélag íslands Leifa eitt þúsund
krónur úr heiðursverðlaunasjóði sínum í þakklætisskyni
fyrir hinn sérstæða þátt hans í fjallskilum. Þó upphæð-
in sé ekki há, sé hún miðuð við núgildandi mat pen-
inga, ber þess að geta, að hún var, sem kunnugt er,
mörgum sinnum gildari sjóður þá. Hitt er þó meira um
vert, hversu fyrirferðarmikill hann var frá bæjardyr-
um hans. „Svona mikla peninga hef ég aldrei átt,“ mælti
hann þá. „Ég fékk mér aðeins eina flösku til að gleðja
mig. Hitt ætla ég að geyma.“ Málgar tungur sögðu að
hún hefði verið keypt oft „þessi eina“. Geymslan hefði
setið á hakanum. En hvað sem því líður, varð gjöfin
honum ólýsanlegur gleðigj afi, sem yljaði honum löng-
um stundum eftir að „þessi eina“ var teyguð í botn að
fullu. Gleðin, sem gjöfin vekur, fer ekki alltaf eftir
stærð hennar.
Hinn 12. maí 1952 héldu nokkrir vinir Leifa beggja
megin fjallanna, sem skilja Húnavatns- og Hegranes-
þing, honum veglega veizlu í Varmahlíð, í tilefni átt-
ræðisafmælis hans. Var hann þar sæmdur gjöfum. Sú,
er sérstæðust þótti, var Markaskrá Skagafjarðarsýslu í
fögru bandi. Mun dæmafátt, að þær bókmenntir séu svo
í heiðri hafðar að færa þær í skrautband. Hitt mun þó
engu sjaldgæfara, að þess háttar fræðibækur séu gefnar
í virðingar- og þakklætisskyni og þó græskulaust. En
sú var raunin á þar. í samkvæminu voru Leifa flutt
mörg minni í ljóðum og lausu máli og mun hófið hafa
orðið honum bjartasti bletturinn í lífi hans. Þar var
þessi einstæði fátæklingur heiðursgestur að fullum verð-
leikum, þrátt fyrir margvíslegar takmarkanir. Þar var
ölteiti nokkurt, en Leifi stóðst þær freistingar eins og
hetja í það sinn.
Éins og áður er sagt var Leifi alla ævi einstæðingur
og löngum lítils metinn á margan hátt. En honum féll
sú gæfa í skaut að eiga sérstætt athvarf, þegar tók að
kvölda. Nærfellt allan síðasta tug ævi sinnar átti hann
athvarf í Hátúni í Skagafirði hjá þeim hjónum Gunn-
laugi Jónassyni og Ólínu Jónsdóttur, konu hans. Þar
átti hann skjól, sem ekki var aðeins húsaskjól og aðrar
efnislegar nauðþurftir. Þar átti hann heimili, þegar
hann taldi sér hvíldar þörf, heimanbúnað vísan, þegar
fargirnin knúði á, en naut jafnframt þess frelsis, sem
hann mat svo mikils alla ævi, frelsis til að helga sig fyr-
irgreiðslu í einhverri mynd, og þó fyrst og fremst fjall-
skilum. En sá drengskapur, sem hggur að baki því að
opna svo hlý hús fyrir allslausum einstæðingi, sem raun
mun hafa gefið vitni þar, er tormetin og sízt til fjár.
Það eru til störf, sem mælikvarði krónunnar eða kú-
gildanna verður ekki lagður svo á, að fullt gildi komi
fram.
Þó það sé vissulega rétt, sem til var bent í byrjun
þessa máls, að við fráfall Leifa hafi enginn héraðsbrest-
ur orðið, verður því ekld neitað, að þrátt fyrir fátækt
hans og umkomuleysi eru héruðin, sem fóstruðu hann,
ótrúlega mikið fátækari eftir fráfall hans. Sú önn, sem
hann helgaði orku sína — seiglu sína — vakir í háttum
héraðanna enn um sinn. En þess er ekki að vænta að
fram komi oft maður, sem á í eðli sínu — í þrá sinni —
þætti, er til þess þurfa að helga sig svo óskiptan því að
leysa þann vanda svo, sem hann gerði og sízt af slíkri
yfirburðaþekkingu á undirstöðu þess þrauthugsaða
kerfis, sem fjallskil vor hlíta. Þó hann væri í hug okkar
samferðamannanna fyrst og fremst Marka-Leifi, er hitt
víst, að fjallskilin í dýpstu merkingu þess orðs, voru
önn hans og jafnframt lífsnautn. Og þó þau skipi sitt
rúm í hug og háttum kynslóðanna enn um sinn, er þess
ekki að vænta, að á næstu mannsöldrum sjáist slitið
gamalmenni í förum milli þessara héraða með poka-
tyrðil í fari sínu með ullarrytjum í, á alls konar mynd-
um, þar sem eigendurnir voru jafn margir og rollurn-
ar, sem rytjurnar voru af og e. t. v. dreifðir um fleiri
sveitir. En þessu þurfti Leifi að koma til skila og þá var
að gera það að svo miklu leyti, sem hann sá sér fært
hverju sinni. En mjög dró að hans dómi úr mannkost-
um þeirra, sem brugðust þeirri skyldu að skila ullinni á
leiðarenda, þegar hann átti þess ekki kost sjálfur, að
komast alla leið og var hann minnugur á slíka bresti.
Allt slíkt amstur var þó hreinn barnaleikur hjá haust-
og vetrarferðum hans milli héraðanna og um þau með
óskilapening, jafnt hross og fé. Til þessara ferða entist
honum þol fast fram að níræðu. Er það með hreinum
ólíkindum, hversu hann dugði svo smágerður og þrek-
lítill sem hann var á sínu léttasta skeiði. En þetta var
að eigin dómi skylda hans og henni mátti hann ekki
bregðast.
Með Leifa hvarf líka óþrotlegt viðfangsefni þeirra,
sem einhverju skopskyni eru gæddir. Frásagnargleði
hans, frásagnarhættir, mat á mönnum og málefnum,
mismælin, allt var þetta nær óþrotlegt efni græskulausr-
314 Heima er bezt