Heima er bezt - 01.09.1963, Blaðsíða 20
Gaman og alvara
EF ÉG ÆTTI MILLJÓN,
Löngum hefur börnum þótt milljón stór tala og tal-
ið var í gamla daga að með milljón krónum í lausafé
mætti mikið gera og veita sér hin mestu þægindi. Fyrir
þremur til fjórum áratugum mátti telja á fingrum sér
milljónera á Islandi, en nú munu fingurnir ekki duga
og ekki dygði heldur, þótt tærnar væru teknar með.
Það er ekki fyrr en líða tekur á seinni heimsstyrjöld-
ina, sem milljónerum fjölgar og þó fyrst og fremst eft-
ir styrjaldarlokin.
Mjög er það algengt í efstu bekkjum barnaskólanna
að börnin geri ritgerðir, annað hvort um sjálfvalið efni,
eða efni sem kennarinn velur, og lætur hann þá öll gera
ritgerð um sama efni.
Það var skólaárið 1953—1954, sem ég komst að því
að skólastjóri, sem kenndi móðurmál í elztu deild skól-
ans gaf börnunum stílsefni, sem hafa skyldi að yfir-
skrift: „Hvað myndirðu gera, ef þú ættir eina milljón?11
Ég sá nokkuð af þessum ritsmíðum, og margt skynsam-
legt sögðu þessir ungu rithöfundar um þetta vandamál,
hvað þeir myndu gera, ef þeir eignuðust allt í einu eina
milljón. Einn stíll hjá ellefu ára gömlum pilti vakti þó
sérstaklega athygli mína. Stíllinn var svo sérstæður og
hreinskilinn og höfundurinn var ekkert hlédrægur. Ég
féltk afrit af stílnum, nákvæmt eftirrit eins og höfund-
urinn gekk frá honum. Ég ætla að leyfa mér að birta
þessa ritgerð hér, og vona ég að höfundurinn virði mér
það á betri veg, ef hann sér þennan þátt. En vafasamt
er að hann þekki stílinn eftir öll þessi ár. En ritgerðin
er skrifuð í marzmánuði 1954, og drengurinn, sem skrif-
aði stílinn var þá ellefu ára. Vitanlega gef ég hér hvorki
upp nafn drengsins eða skólans. Stíllinn er prentaður
hér orðréttur, eins og pilturinn gekk frá honum, nema
ritvillur eru leiðréttar, en frásögnin í engu breytt.
Og hér kemur þessi ritgerð:
HVAÐ MYNDI ÉG GERA, EF ÉG ÆTTI
EINA MILLJÓN?
„Þá myndi ég kaupa mér konu, fína og fallega. Svo
myndi ég kaupa fjögra manna drossíu, fyrir mig og
frúna. Og svo myndi ég hafa krakka. Ég mundi fá
krakka á leigu. Svo mundi ég kaupa mér hús, nokkuð
stórt. Svo mundi ég kaupa mér vörubíl, til að flytja á
vörur og fá peninga fyrir það. Og svo mundi ég kaupa
voða stórt skip og mundi vera sjálfur skipstjóri og sigla
til Kóreu og fara í stríð og skjóta alla kommúnista og
Maú-Maú-menn. Svo mundi ég sigla til Noregs og Sví-
þjóðar. Svo mundi ég fara til Ítalíu og slá páfann í rot
og leggja undir mig alla Italíu og verða konungur í
páfahöllinni og skíra upp höllina Villahöll eða Vil-
hjálmshöll.“
Þannig svarar þessi ungi piltur spurningunni árið
1954, en þá var hann ellefu ára.
Þessi piltur er ákveðinn í svörum. Það er eins og hon-
um hafi verið þetta allt Ijóst um leið og hann sá stíls-
efnið — spurninguna. Það fer ekki hjá því, að okkur
detti í hug að ritgerðin sé eins og endurvarp frá tíðar-
andanum. Hann bergmálar þær kröfur til lífsins, sem