Heima er bezt - 01.09.1963, Qupperneq 25
Fyrrum átti Óli skans
æðsta sessinn í huga manns.
Núna eiga engir sjans,
sem ekki kunna Limbó Dans.
La, la, la, la, la, la Limbó.
Þá er hér eitt Limbó-ljóð, sem heitir Limbó-rokk.
Ljóðið er eftir Valgeir Sigurðsson, en Ragnar Bjarna-
son hefur sungið það á hljómplötu:
Látið dynja dátt í sal
dansinn ungra meyjaval
sérhvern beitið brögðum hal
betur má ef duga skal.
Dansi hver, sem dugað fær
dönsum þar til klúkkan slær.
Enginn veit hver annað sinn
aftur tekur snúninginn.
Út á gólfið — allir á stjá
enginn fær — að sitja hjá.
Þó að margan meiði skór
meira fjör og ekkert slór.
Takið undir öll í kór
eins og brotni á kletti sjór.
Dansi hver, sem dugað fær
dönsum þar til klukkan slær.
Út á gólfið allir á stjá
enginn fær að sitja hjá.
Berið hraðar firnan fót
fylgið eftir hverri snót.
Látið eins og öldurót
áfram, hraðar, verið fljót.
Dansi hver, sem dugað fær
dönsum þar til klukkan slær.
Enginn veit hver annað sinn
aftur tekur snúninginn.
Sóla í Strandasýslu biður um ljóðið Stafróf ástarinn-
ar. Höfundur Ijóðsins er Loftur Guðmundsson, en hann
þarf ekki að kynna fyrir ljóðelskum unglingum. Ragn-
ar Bjarnason hefur sungið ljóðið á hljómplötu, en hann
syngur öll framantalin ljóð með hljómsveit Svavars
Gests:
Hún Gunna vildi ei neitt með Nonna hafa,
og Nonni var sá klaufi að Gunna hló.
Og því tók hann það ráð að reyna að stafa
á rósamáli það, sem innst í hugarfylgsnum bjó.
A merkir atlot þín
B merkir brosin þín,
D þú sért dásamlegt fljóð.
E elsku eldinn þinn,
F fagra faðminn þinn,
G þinna gullnu lokka flóð.
H merkir hlátraþrá,
í ljósa íturbrá,
J merkir jáyrðin hljóð.
K merkir kossabál,
L Ijúfust leyndarmál,
M merkir mey, sem er góð.
N. O, P, Q,
þú, enginn er sem þú.
R, S, T, Ú,
enginn skilur stafrófið sem þú.
V merkir von og heit,
X það sem enginn veit,
Y, Z, Þ, Æ og 0.
Það mundi létta lund,
ef læsum stund og stund
allt stafrófið saman, við tvö.
Enn eru óuppfylltar óskir margra um gömul og ný ljóð,
en þessar óskir eru geymdar en ekki gleymdar.
Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135.
BREFASKIPTI
Guðrún Fjóla Gránz, Norðurstxg 5, Ytri-Njarðvík, óskar eftir
bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 14—16 ára.
Anna SigriÖur Reykdal, Mörk, Ytri-Njarðvík, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 14—16 ára.
Ingibjörg Kristín Reykdal, Mörk, Ytri-Njarðvík, óskar eftir
bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—17 ára.
Viðar Björnsson, Framnesi, Skagafirði, óskar eftir bréfaskiptum
við stúlku á aldrinum 16—18 ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Guðný Kristmundsdóttir, Reykjavíkurvegi 29, Hafnarfirði, ósk-
ar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 16—18 ára.
Sigurdis Baldursdóttir, Torfastöðum, Fljótshlíð, Rang., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—17 ára. Mynd fylgi.
Anna Scheving, Torfastöðum, Fljótshlíð, Rang., óskar eftir
bréfaskiptum við pilta á aldrinum 15—16 ára. Mynd fylgi.
Sigursteinn Halldór Ellertsson, Hrísateig 36, Reykjavxk, óskar
eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 15—17 ára. Æskilegt að
mynd fylgi.
Stefán Á. Guðmundsson, Meðalheimi, Ásum, Torfalækjarhreppi,
A.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum
10—13 ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Ölafur Þórarinsson, Meðalheimi, Ásum, Torfalækjarhreppi, A,-
Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12
—14 ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Vilborg Friðriksdóttir, Ási, Eskifirði, óskar eftir bréfaskiptum
við pilta á aldrinum 17—20 ára.
Einar Kristjánsson, Lambastöðum, Laxárdal, Dalasýslu, óskar
eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 13—15 ára. —
Æskilegt að mynd fylgi.
Heima er bezt 321