Heima er bezt - 01.09.1963, Qupperneq 34
„Hvað segir þú, Kristján — bóndastöðu? Ég hef
aldrei hugsað mcr að verða bóndi.“
„Jæja! Það er nú samt vitanlegt, Agnar, að sá sem
hlýtur það hnoss að giftast Hamradals-rósinni verður
að taka við búinu á Heiði.“
„Það hefur aldrei verið minnst á það við mig. Ég
man raunar, eftir á að hyggja, að Jórunn sagði einu
sinni eitthvað í þá átt að foreldrum sínum myndi falla
þungt að hún flytti frá þeim. Annað hefur aldrei ver-
ið um þetta rætt.“
„Nei, því trúi ég vel. Og það verður heldur ekki gert
fyrr en þú ert kominn í hnapphelduna, drengur minn.
En þá kemur það, vertu viss.“
„Eltki er ég hræddur um það — enda ekki til neins,“
svaraði ég.
Kristján bætti aftur í staupin. Hann horfði á mig
ísmeygilega.
„Ef þú hefðir verið svo hygginn að velja Solveigu
mína, þá hefði verið gaman að styðja ykkur fram á veg-
inn. Hvernig hefði þér litizt á að setjast að í útlönd,
um, ja til dæmis í Kaupfnannahöfn. Það hefði verið
hægt að búa vel um ykkur þar. Það hefði verið gott
fyrir mig að hafa annan eins mann og þig þar, verzlun-
arinnar vegna. Við hefðum getað rakað saman pening-
um, Agnar.“
Þetta var einmitt veiki bletturinn. Ég hafði alltaf
þráð að ferðast út fyrir pollinn og litast þar um. Ég
þagði dálitla stund, en að lokum sagði ég um leið og
ég stóð upp: „Já vissulega hefðum við grætt. Það hefði
verið mjög ákjósanlegt. En það er bara of seint.“
„Nei, Agnar, ekki enn. En á morgun verður það um
seinan. Þá ert þú kvænttu: og þér verður þröngvað til
að taka við bóndastöðunni á Heiði þegar tímar líða.“
Ég gekk fram að dyrunum, opnaði þær og sagði
nokkurn veginn rólega:
„Nú hættum við þessu tali, Kristján. Gert er gert.
Hefði ég vitað þetta, myndi ég ef til vill hafa valið
öðruvísi. En hvað veldur því, að þú býður mér þetta
kostaboð fyrst nú?“
„Til þess hef ég mínar ástæður, drengur minn,“ sagði
Kristján.
Þegar Kristján sá að ég var í þann veginn að ganga
út úr dyrunum, hellti hann enn á ný í staupin og sagði
glottandi: „Jæja, Agnar, við drekkum skál framtíðar-
innar og svo kemur þú með mér um borð. Ég á eftir
að hitta skipstjórann að máli.“
Ég fann að ég var að verða dálítið drukkinn, tók
samt við staupinu og renndi úr því. „Þú verður þá að
vera fljótur, Kristján. Ég verð að fara að komast heim
og sofa, svo að ég verði vel fyrirkallaður á morgun,“
sagði ég.
„Já,“ svaraði Kristján. „Ég er alveg tilbúinn. Ég þarf
aðeins að tala svolítið við konu mína.“
Ég geklt því næst út. Ég staðnæmdist á stéttinni utan
við skrifstofugluggann. Haustmyrkrið grúfði yfir þorp-
inu. Á einstaka stað var ljóstýra í glugga en úti á höfn-
inni lá skipið allýst. Mér fannst það dásamlegt, þeg-
ar það bar við myrkan hausthimininn, eins og svolítið
brot af dýrðinni handan við hafið, — dýrðinni sem mér
hefði getað hlotnazt en hafði nú misst. Og skyndilega
fannst mér Jórunn alls ekki svo mikils virði. Og verða
bóndi á Heiði eins og Kristján hafði sagt! Nei, aldrei!
Mig hryllti við tilhugsuninni. Ég var svo niðursokkinn
í hugsanir mínar, að ég vissi ekki fyrr til en Kristján
stóð við hlið mína.
„Um hvað hugsar þú, drengur minn?“ spurði hann
brosandi.
„Um tilboð þitt,“ svaraði ég. „Hvers vegna hefur þú
ekki boðið mér þessi glæsiboð fyrr?“ spurði ég aftur.
„Af því, Agnar minn góður, að þegar þú opinberaðir
með Jórunni, hélt ég að þér væri fullkomin alvara og
að þú ynnir henni af alhug, en seinna hef ég komizt að
því að þið Solveig mín hafið verið góðir vinir síðan —
ef til vill heldur góðir og vinskapurinn full innilegur
svona af því að þú varst annarri konu heitinn,“ sagði
Kristján og hló við.
Við gengum niður að bátnum og honum var ýtt frá.
Er við komum um borð bauð skipstjóri okkur upp á
staup. Við fórum niður í káetu hans. Þeir ræddu fyrst
um vörur þær sem Kristján hafði fengið með skipinu.
Síðan snerist talið að Kaupmannahöfn. Skipstjórinn var
danskur og bjó þar. Hann átti tæplega nógu sterk orð
til að útmála alla þá dýrð og lystisemdir, sem þar væri
að finna. Ég lagði ekki orð í belg, en eftir því sem þeir
töluðu lengur fannst mér Jórunn orðin fjarlæg og eins
og fjötur, sem ég þyrfti að losna við. Ég hef aldrei
fórnað mér fyrir aðra, hugsaði ég, og hví skyldi ég þá
gera það hennar vegna. Hún myndi giftast Kára og
allt verða eins og áður en ég kom í Hamarsfjörð. Ég
myndi lifa í auði og allsnægtum úti í Kaupmannahöfn.
Kristján skyldi fá að sjá um það.
Ég var orðinn það mikið drukkinn, að ég gerði mér
alls ekki grein fyrir hve glæpsamlegt og vanhugsað
þetta allt var. Ég stóð upp, gekk til Kristjáns, reikull
í spori, sló á öxl hans og sagði:
„Ég tek boði þínu, Kristján. Ég sigli í nótt.“
Þeir litu upp sýnilega undrandi. Kristján áttaði sig
fljótt.
„Svo þú ert farinn að vitkast, vinur,“ sagði hann
glottandi. Síðan sneri hann sér að skipstjóra og spurði
hvort hann hefði rúm handa mér til Hafnar. „Ég borga
fargjaldið,“ bætti hann við.
Það var auðsótt mál. Mér var vísað eftir nokkuð
löngum gangi að klefa þeim sem ég skyldi fá. Þar var
legubekkur, borð og fleira. Ég kastaði mér upp í legu-
bekkinn. Höfuðið á mér var orðið svo undarlega þungt.
Ég hef víst sofnað umsvifalaust. Það síðasta sem ég
man, var andlit Kristjáns, og ég heyrði hann segja:
„Vertu sæll, Agnar minn! Þið Solveig eigið eftir að
hafa það gott utanlands. Þú varst alltof góður til að
verða bóndadurgur á Heiði.“
Rödd hans virtist fjarlægjast meir og meir og að lok-
um hvarf allt.
(Framhald)
330 Heima er bezt