Heima er bezt - 01.05.1964, Qupperneq 4

Heima er bezt - 01.05.1964, Qupperneq 4
MAGNUS BJARNASON r BJARNI JONASSON audalshólum Fraai uni aldamótin síðustu og að vísu lengur, féll líf og starf íslenzkrar alþýðu í aldagömlum farvegi, að mestu hinum sama og frá upphafi byggðar í landinu. Hver kynslóð af annarri stríddi og stritaði með sama hætti og foreldrar og for- feður höfðu gert á undan þeim. Flest var í föstum skorðum, gömul hefð stóð á gömlum merg, traustri undirstöðu, sem haggaðist lítt. Þó að um nokkra þró- un væri að ræða, var hún svo hægfara, að hennar gætti ekki að ráði. Fornar dyggðir voru í heiðri hafðar og Bjarni Jónasson. Myndin tekin árið 1921. fáum kom til hugar að hlaupa frá þeim, eða biðja þær að fara heilar. Þeir, sem ungir voru á æskuskeiði um aldamótin, fundu að vísu til þess, að annarlegur þeyr lá í loftinu, að eitthvað nýtt, jafnvel byltingarkennt ólgaði undir í vitundinni, fundu til þess, að mörgu þurfti að breyta, velta gömlu í rústir og byggja nýtt í staðinn. En fáa óraði fyrir því, hversu stórfelld og gagngerð sú breyting varð og hversu skjótt hana bar að, er yfir þjóðfélagið og þjóðlífið hefur gengið síð- astliðna hálfa öld. Sú bylting færði líka í kaf og skol- Anna Sigurjónsdóttir, Blöndudalshólum. 172 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.