Heima er bezt - 01.05.1964, Síða 10

Heima er bezt - 01.05.1964, Síða 10
ég yður fyrir það alúðlegast, sem og annað ágæti yðar mér til handa, á meðan mér gafst tækifæri til að njóta þess. Sömuleiðis þakka ég yður fyrir útvegun yðar af áskrifendum fyrir Norðra, sem mig minnir, að væri eftir áminnstu bréfi yðar, 12; og hafið þér meðtekið 6 exp. sumpart gegnum Jón í Göngustaðakoti og sum- part beinlínis frá mér, en nú sendi ég yður hér með íoksins hin 6 exp., frá no. 1—15. Fyrri gat ég ekki sent yður þetta en nú, því heima var ég orðinn uppseldur, en þessi nú sendu 6, fékk ég í gær frá Sauðanesi eða Soffoníasi, er ekki fékk kaupendur þar að öllu því, er ég hafði sent honum, og þetta því orðið afstands. í gær kom kaupskipið Hertha frá Kaupmannahöfn, og hefur hún verið 29 daga á leiðinni eða síðan 19. júlí. Með henni fréttist, samkvæmt því áður hafði verið skrifað hingað, að cholera gengi nú í Kaupmannahöfn. Friðrik Jónsson frá Siglunesi* hefur keypt Minervu kaupm. Thaaes fyrir eina 200 rbd., og er það sagt valla nema hálft verð, af því hún — með því henni tilheyrir — er verð. Þingmenn komu 18. þ. m., og hafði allt gengið þar með spekt. Konungsfulltrúinn** reyndist hinn bezti. .. Fyrirgefið flaustrið og samtíning þenna yðar skuldb. elsk. vini B. Jónssyni. Heilsið alúðlegast frá mér Einari m. á Lambanesi*** og föður yðar, samt þeim öðrum sveitungum yðar, er helzt vildu ennú minnast kveðju minnar. B. J. 6. BRÉF. Akureyri, 13. sept. 1854. Elskulegi vinur minn! Ég þakka yður kærlega fyrir sendinguna með Guð- mundi, og er hún meðal annars vottur þess, að ennþá eruð þér ekki búnir að gleyma mér, að hafið nafn mitt ritað, sem fyrri, í velvildar- og velgjörðabók yðar. — Já, ég þakka yður hjartanlegast fyrir allt ágæti yðar mér til handa. Ekkert er héðan nýtt að frétta annað en þeir menn yðar verða að líkindum áskynja um. Heldur gengur nú erfiðlega fyrir prentsmiðjunni okkar. 1) Þar sem verið er að lögsækja hana fyrir prent- un barnalærd.bók., og er nú þrívegis búið að þinga í * Hann gerði síðar garðinn frægan á Ytri-Bakka. — K. B. ** Konungsfulltrúi á Alþingi 1853 var Páll Melsted, amt- maður. *** Einar Guðmundsson, lireppstjóri og umboðsmaður á Hraunum, faðir Baldvins lögfræðings. — K. B. því. Og þótt hún kannske fari ekki stórsek af þingum í héraði, þá mun nú annað hljóð verða í klukkunni, þá kemur til Landsyfirr. og Hklegast sama í Hæstarétti. 2) Síðan í júním. hefur enginn pappír verið til að prenta á, fyrri en að Sókrates kom, sem nú kom með pappír og fl. fyrir nær því 800 rd., upp í hverja nú á að borga fyrir 24. sept. 500 rd., en enginn skildingur til nema í lánum og loforðum fyrir kverin og smásög- urnar. Menn komast því ekki hjá að taka nýtt lán, sem hvergi verður að fá, því veðið vantar, nl. fasteign eða caution áreiðanlegs manns. Það vildi ég, að við værum nú nær hver (svo) öðr- um. Ég skyldi þá hafa flúið til hjálpsemi yðar um veð í fasteign eða þá peninga. Hér eru svo fáir, sem bæði vilja og geta í þeim efnum og enn færri, sem hafa til- finningu fyrir því að hjálpa, þegar á liggur, heldur ein- mitt þá draga alla hjálp sína sem mest í hlé. Það væri þá eftirminnilegt, að þessi stofnun þyrfti að detta um koll, og ég vil segja vansæmi fyrir þessa amts- búa. Af því sem þannig, sem getið er, staðið hefur á pappírnum, kemst ekki Norðri í gang, fyrr en seint eða seinast í þessum mánuði, og koma þá líklega 3 mán. út hver á eftir öðrum, sem allir í einu, nl. júlí, ág., sept., og þá rek ég þá sem fyrst af stað til átthaga sinna. Góð má heita, að hafi verið í ár verzlunin, með verð- ið á ísl. vörum, þar á móti hefur nauðsynjavara flest verið dýrkeypt. Éystra voru yfir höfuð lakari prísar en hér, að ég nú ekki tali um á Skagaf. og Skagastr. etc. Timburskip hafði komið 1 á Eskif. nýskeð frá Noregi og seldu þeir með líku verði og verið hafði á hinum fyrri árum. Það er sagt, að búið sé að veita sr. Hallgr. á Hólmum Rv.brauðið.* Nógir munu fást til að sækja um Hólmana, hvar sr. Hallgr. á fáum árum er orðinn auðmaður, og er það eggverinu þar mest að þakka, sem árlega gefur af sér 800—1000 rd. Mjög óþerrasamt er sagt, að hafa verið eystra í sumar, einkum í fjörðunuin, en betra uppí Héraði. Fisklítið fremur. Flestir hafa náð heyjum sínum að mestu óskemmd- um í garð. Það held ég, að hér sé hlaðfiski enn á firðin- um, ef síld væri nóff. Það er gleðilegt að frétta, hve fengsamt ykkur rnörg- um þar vestra hefur verið með hákarlaaflann í fyrra og núna, jafnvel þó hann ekld komi fyrirhafnar- né kostn- aðarlaust upp í hendurnar á ykkur, heldur en flest annað. jMér þykir það gleðifrétt að heyra, að menn eru farn- ir að vilja hafa dekk í hákarlaskipum sínum, og að þér — í því eins og öðru góðu — eruð oddviti þess þar vestra. Líldegt væri, að Nesmenn fetuðu og í spor yð- ar, því allajafna er ég hræddur við þessa löngu sjóleið, nú kvað vera farin að tíðkast á öldungis opnum skip- um. * Sr. Hallgrímur Jónsson. Hann afsalaði sér Reykjavíkur- brauði og sat kyrr eystra. Hann kvæntist Kristrúnu, systur Björns ritstjóra, er áður hafði verið trúlofuð Baldvini Einars- syni, lögfr. frá Hraunum. — K. B. 178 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.