Heima er bezt - 01.05.1964, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.05.1964, Qupperneq 11
Guðm. er kominn og vill af stað. Fyrirgefðu flaustr- ið yðar ævinlega skuldb. elsk. vini B. Jónssyni. Utgáfa barnalærdómsbókarinnar, sem gefin var út á kostnað prentsmiðjunnar 1853, vakti mikinn úlfaþyt. Stiftsyfirvöldin höfðuðu mál gegn forstöðumanni prent- smiðjunnar. Með héraðsdómi 20. okt. 1854 var nefnd- in dæmd sýkn af ákærunum, en Landsyfirréttur dæmdi hana í 400 rbd. sekt til landsprentsmiðjunnar og máls- kostnað að auki, og hæstiréttur staðfesti dóm þann, þó svo, að málskostnaður átti að falla niður. Með úrskurði dómsmálastjórnar 12. okt. 1860 var sektin færð niður í 200 rbd. Varð þetta prentsmiðjunni mikið áfall, en herti þó á baráttunni fyrir jafnrétti hennar og Lands- prentsmiðjunnar. — K. B. 7. BRÉF. Akureyri, 15. janúar 1855. Háttvirti elskulegivim.tr rninn! Ástsamlegast þakka ég yður fyrir yðar ástúðlega og heiðraða bréf til mín frá 10. þ. m. svo og þarmeð fylgj- andi 6 rd. 24 sk. sem andvirði fyrir 10 expl. Norðra, 2. árg., sem þér hafið gjört svo vel að selja og nú senda andvirðið fyrir. Bréfi yðar til Björns á Bakka skal ég koma með vissri ferð það allra fyrsta fæ við komið. Kærkomið er mér, að gjörið svo vel að halda í kaup- endur Norðra, allt hvað yður er mögulegt, því heldur vildi ég, að þeir gætu heldur fjölgað en fækkað, og mikið langar mig, að blaðið yrði heldur stækkað, svo það gæti tekið á móti fleiri málefnum en hingað til og líka sagt meira í fréttum og líka sagt frá einhverri skemmtilegri sögu, eins og flest dagblöð gjöra. Héðan er ekkert nýstárlegt að frétta annað en það litla Norðri segir, og þér ef til vill eruð búnir að fá all- an, annars læt ég eina örk fylgja hérmeð af des., sé hann ekki áður kominn til yðar. Hér er orðið haglaust að kalla um allar sveitir fyrir útigangspening og mjög ískyggilegt með heybirgðirn- ar hjá sumum þeim, er flest hafa hrossin. Og illa er lát- ið af þeim í Skagafirði og að þeir gefi ungviði og jafn- vel hest með hesti. Ekki hefur mikið borið á pestinni hérna, en nýskeð hef ég fengið bréf frá Skaptasen*, og segir hann, að hún hafi fækkað. Afli hefur verið þar góður af fiski, og hér var hann fram að jólum, og ennþá er hann sagður hér út á firð- inum. Selvart er orðið hér innst á firðinum, en fáir komnir á land. * Jósef Skaptason, læknir á Hnausum. Sra Jón á Yztafelli* sendi mann suður í Rv. á jóla- föstunni, og er hans nú von í þessari eða næstu viku að sunnan aftur. Einnig fór héðan maður um nýjárið að sækja bréf og fréttir, er væntanlega er von á með póstskipinu, þá það kemur úr Liverpúlsferðinni (svo). Hafís varð landfast- ur í Fjörðum, en fór aftur að mestu úr augsýn. Daníelsen hefur nú tvö hákarlaskipin undir í smíð- um, annað fyrir Sigurð í Grenivík og Jónas á Látrum, en hitt handa sjálfum honum. Bæði eiga þau að verða dekklaus, og er mikið, að slíkum skipum skuli ekki vera meir fjölgað, sérílagi af þeim, sem byggja þau upp af nýju. Friðrik Jónsson er nú austur á Raufar [höfn], og er sagt, að hans sé ekki þaðan von fyrri en með góu, og er mein að því fyrir yður, sem hafið þegar allt á reið- um höndum og bíðið búinn eftir honum. Mikill afbragðsmaður eruð þér að koma jafnmiklu í verk og gjörið og hafa þó stærsta bú til umsjónar þar að auki. Það er líkt með ykkur Daníelsen og farið þér þó hægra en hann, en komið þó eins miklu í verk, og ég held meiru. Annars er hann nú farinn að eldast og fremur farinn að gefa sig að storma eins áfram við vinnu sína og á yngri árum sínum. Fyrirgefið þessar fáorðu línur. Með ástsemd og virð- ingu. Yðar ævinlega skuldb. vin B. Jónsson. P.s. Ef þér ættuð ekki ævinlega í ókljúfandi önnum, þá skyldi ég biðja yður að lofa mér að eiga yður að með fréttir úr Fljótum og þar utan að, því ég hef svo sem engan þar að halda mér til. — Yðar B. J. * Sonur Kristjáns Jónssonar, umboðsm. á Illugastöðum í Fnjóskadal, bróðir Kristjáns, síðar amtmanns. — K. B. BJARNI JÓNASSON ... Framhald af bls. 174. -------------------- merka og fróðlega þætti. Meðan Bjarni var önnum kaf- inn við búskap, barnakennslu og margs konar félagsmál, hafði hann nauman tíma til að sinna ritstörfum, svo sem hugur hans stóð til. Má augljóst vera, að farkennari, sem stöðugt er að flytja sig milli kennslustaða og verð- ur að búa við þröng og óhæg húsakynni, hafi litla að- stöðu til að sitja við að semja fræðilegar ritgerðir og skrásetja gamlar sagnir og þjóðsögur. Má raunar furða hvað honum vannst. Nú eru ástæður hans til ritstarfa aðrar og betri og er þess að vænta, að honum auðnist að vinna mikið enn á sviði fræðimennskunnar. Ekki vantar verkefnin og margt hefur hann í huga. Allir þeir, sem þjóðlegum fróðleik unna, ekki sízt Húnvetningar, munu óska þess að enn megi margs vænta frá hendi Bjarna í Blöndudalshólum. Heima er bezt 179

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.