Heima er bezt - 01.05.1964, Qupperneq 12
GUÐMUNDUR B. ÁRNASON:
Asbyrgis minnst
Frá því ég heyrði Ásbyrgis fyrst getið, hafa dóm-
ar manna um það verið mjög á einn veg: allir
hafa dáð fegurð þessarar hamra-hallar og sér-
kennileika hennar. Byrgið tók því snemma önd-
vegissess í huga mínum. Og það hefur haldið því sæti,
þótt ég á langri ævi hafi séð marga undur-fagra staði á
okkar fagra landi.
Tveir af skáldjöfrum okkar urðu svo hrifnir af Ás-
byrgi, að þeir gátu ekki orða bundizt, en létu aðdáun
sína í ljós með nokkrum ódauðlegum ljóðlínum. Matt-
hías segir, er honum opnast sýn inn í Byrgið:
„Hvað er hér að líta? Hef ég aldrei fyr,
feðrafoldin hvíta, fundið slíkar dyr.“
Og Einar Benediktsson segir í kvæði sínu: Sumarmorg-
un í Ásbyrgi:
„Ásbyrgi prýðin vors prúða lands,
perlan við straumanna festi,“ o. s. frv.
Sjálfsagt hefðu margir viljað bregða sér á bak Pega-
susar og flytja hinum fagra stað lofkvæði, eins og þessi
tvö stórskáld gerðu á sínum tíma, ef þeir hefðu vitað
sig hafa jafn góð tök á skáldfáknum og þeir.
Ég hefi átt margar góðar stundir í Ásbyrgi og eru
tvær mér enn í fersku minni. Fyrir tæpum 80 árum fékk
ég að fara í skírnarveizlu að Meiðavöllum með Björgu
ljósmóður, móðursystur minni, og Birni svni hennar,
uppeldisbróður mínum. Þar var þá skírður Haraldur
Sigurðsson, nú til heimilis í Núpskötlu á Melrakka-
sléttu. Tveir synir Sigurðar bónda — Guðmundur og
Vigfús Grænlandsfari — voru á svipuðum aldri og við
Björn. Hlupum við strákarnir austur í Byrgið. Og þá
sá ég það náttúrufyrirbrigði, sem vakið hefur mér mesta
undrun og aðdáun. Þeirri sýn gleymi ég aldrei.
Fjórtán árum síðar fór ég í skemmtiferð fram að
Dettifossi ásamt mörgum sveitungum mínum og nokkr-
um utansveitarmönnum. Það var fyrsta skemmtiferð
mín að Dettifossi. Og einnig fyrsta skemmtiferð mín
með heitmey minni, Svövu Daníelsdóttur. Það var um
mánaðamótin júní—júlí og veður í bezta lagi. Við fór-
um okkur hægt og nutum hins fagra og fjölbreytta
landslags meðfram Jökulsá að vestan, og ógnvekjandi
en jafnframt töfrandi áhrifa hins tröllaugna foss, með
glitrandi regnboga-litina í úðamekkinum við kvöldsól-
arskinið.
Ákveðið hafði verið að fara í Ásbyrgi á heimleiðinni.
Komum við þangað um óttubil í blæjalogni og nátt-
sólardýrð. Það var eins og Byrgið breiddi faðminn móti
sólargeislunum og vildi fanga þá alla. Ég hefi aldrei
verið þar í annað sinn á þeirn tíma sólarhringsins. En
þessa morgunstund í Ásbyrgi fannst mér umhverfið
dásamlegra, og naut fegurðar þess betur en nokkru
sinni fyrr eða síðar, umvafinn ást, hlýjum geislum
morgunsólarinnar og angan bjarka og blóma. Sú stund
er einnig ein af þeim, er seinast gleymist.
Minningarnar um Ásbyrgi hafa oft leitað á huga
minn öll þessi mörgu ár, sem liðin eru frá því ég í
fyrsta sinn — hálfvaxinn sveinstauli — leit það á sólheit-
um sólmánaðardegi, og varð stórhrifinn af fegurð þess.
— Um hitt, hvernig það hefir orðið til — myndazt —
hefi ég lítið hugsað fyrr en á tveim síðustu árum. í
huga mínum hefur þar aðeins verið um einn möguleika
að ræða — jarðsig. Hvort sú skoðun hefur myndazt af
sjálfsdáðun eða er fengin að láni, t. d. frá Þorv. Thor-
oddsen eða áðurnefndum skáldum, veit ég ekld. En í
kvæðum þeirra beggja kemur fram sú hugsun, að Ás-
byrgi hafi orðið til í einu vetfangi. Matthías segir: „Hér
hafa Sigtýs sigið salar máttug gólf.“ Og í kvæði Ein-
ars, er hann lýsir reið Alföðurs (Óðins) um loftvegu
inn yfir Öxarfjörð og „hólmann“ segir, að Sleipnir
„spymi í hóf, svo að sprakk við jörðin, sporaði Byrgið
í svörðinn."
Ég minnist þess ekki að hafa heyrt nokkum halda
því fram, að Ásbyrgi sé verk Jökulsár á Fjöllum —
myndað af vatnsrennsli — fyrr en dr. Sigurður Þórar-
insson vakti máls á því. Og í fyrrasumar sá ég í grein
Björns Jóhannssonar: „Ferð á fornar stöðvar“, er birt-
ist í „Heima er bezt“, að hinn merld bóndi Snorri Jóns-
son á Þverá hefur verið sömu skoðunar. Þetta tvennt
varð til þess að ég fór að hugsa um þann möguleika,
að Jökulsá hafi myndað Byrgið og kynnti mér ritgerð
dr. Sigurðar í Samvinnunni; en hana hafði ég ekki séð.
Og undanfarna mánuði, eftir að sjón mín tók að dapr-
180 Heima er bezt