Heima er bezt - 01.05.1964, Side 14

Heima er bezt - 01.05.1964, Side 14
Taglið. þeirri ritgerð helgar Árni Jökulsá einn kaflann. Og þar eð ég býst við að margir er þessa grein lesa, hafi ekki lesið frásögnina um Jökulsá í Árbóldnni — einkum yngri kynslóðin — leyfi ég mér að birta hér nokkrar glefsur úr henni. Á þeim má sjá, hve ægilegt vatnsmagn Jökulsá getur verið í stórum jökulhlaupum. Árni getur þess, að í annálum sé sagt frá nokkrum stórhlaupum í Jökulsá og segir síðan: „Seylu-annáll segir frá hlaupi 1665. Hljóp áin þá yfir alla sanda og gekk svo hátt upp í gljúfrin, að hún drap erni, fálka og hrafna, sem áttu sér þar hreiður. Svo er getið um hlaup 1685, 1717, 1726 og 1729. Mestar sagnir fara af hlaupunum 1717 og 1729 ....“ „Um hlaupið 1729 höfum vér frásagnir Benedikts Þorsteinssonar, sýslumanns í Þingeyjarþingi. Segir sVo í Þingbók af þingi, sem haldið var í Keldunesi 9. maí 1729:“ „Eftir spurði lögmaðurinn alla samankomna þing- sóknarmenn hversu ástatt hefði verið um Jökulsárhlaup og yfirgang á næstliðnum vetri-----og var það þeirra sameiginleg sögn, að hún á undanförnum vetri hafi með skelfilegu hlaupi, sem elztu menn til minnast að slíkt ei skeð hafi, hafi burt tekið nær allt engi þessarar sveit- ar, land og haga stórkostlega fordjarfað og gert nú nýja farvegu vestur um Kelduhverfissand, so sýnileg- ast sé að hann að engum notum verði hér eftir“------- „sýnilegt er, að fyrir slíkan Jökulsár umgang falli þessi sveit í kopun og eyðilegging, nema þar betri lagfær- ing til komi, sem nú er ei sýnileg. Sérdeilis kvarta ábú- endur á Keldunesi og Krossdal, að túnin sé af leir og sandi fordjörfuð að meira en helmingi,----úthýsi jarð- anna hrunin í leir og fen.-----Sama er að segja um jörðina Víkingavatn, að Jökulsá hefur mest allt hennar engi rúinerað, og eftir sem nú er sýnilegt, er sú jörð í stærstu spjöll komin, eiganda og ábúanda til stórskaða.“ I ágústmánuði sama ár (1729), varð annað stórhlaup í Jökulsá. Olli það einnig skemmdum á engjum og tún- um í Kelduhverfi. Á æskuárum mínum heyrði ég sagt frá geysimiklu hlaupi í Jökulsá. Samkvæmt þeirri sögu átti það að hafa eyðilagt ofar mikil og góð slægjulönd í Kelduhverfi, sum þannig að þar hefur varla gróið strá síðan. Sagt var, að vatnsflaumurinn úr ánni hefði verið svo mikill, að öll hin stóra slétta, flatneskjan í norðurhluta sveitanna Öxarfjarðar og Kelduhverfis, bæði Austur- og Vestur- Sandur og allt vestur í Víkingavatn, hefði verið yfir- flotin af svo djúpu vatni, að bát hefði mátt róa þvert yjiv hið breiða hérað, næstum alveg fjallanna á milli. Ártalið, þegar þetta skeði, heyrði ég nefnt, en hefi gleymt því. En ég þykist muna að það hafi verið á 18. öldinni. Tel ég næstum víst, að þessir atburðir hafi gerzt í hlaupunum 1729, sem frá er skýrt hér að framan. Frá- sögnin um mikið tjón á Víkingavatns-engjum bendir til þess, að mikill vatnsagi hafi verið næstum vestast í Kelduhverfi. Ég hygg, að óhætt megi fullyrða, að mörg slík stór- hlaup hafi komið í Jökulsá frá því fyrsta öskulagið féll, þótt enginn viti um tölu þeirra né stærð. Og mundi það ekki hafa verið auðvelt fyrir vatnið í þeim stóru flóð- um, að skola öskunni úr Ásbyrgi, samanborið við að brjóta hið breiða Byrgi í bergið? Dr. Sigurður segir, að ef árnar nái að mynda foss, brjóti hann sig aftur á bak, og mun það rétt. Eftir því hefði Jökulsá átt að byrja að brjóta bergið nyrzt í Ás- byrgi með tveim fossum. En þá vakna hjá mér margar spurningar, sem ég finn ekki svör við og leyfi mér að bera hér fram: 1. Er hugsanlegt, að þessir tveir fossar, sem hafa hlot- ið að vera lágir í fyrstu og ekki haft yfir að ráða nema hálfri orlcu Jökulsár hvor, hafi megnað að brjóta hið harða berg á hér um bil samtals 850 metra breiðu svæði og flytja allt það milda grjót burtu af jafn hallalitlu landi og Byrgisbotninn er? 2. Eru nokkrar líkur til, að tveir fossar geti unnið verk sitt jafn nákvæmlega eins og raun ber vitni, hafi þeir myndað Byrgið: brjóta farvegi hvern fyrir sig um 400 metra breiðan, og skilja við botn Byrgisins næstum láréttan, frá austri til vesturs, alveg að hinni háu lóð- réttu hamragirðingu umhverfis Byrgið og þverhnípt- um björgum Eyjarinnar báðum megin? 3. Hvernig stendur á því, að handbragð Jökulsár á gljúfrunum skammt austan við Ásbyrgi er svo gjör- ólíkt fráganginum á Byrginu, ef hún skyldi hafa mynd- að það? Þar munu þó vera sömu bergtegundir, eða að minnsta kosti líkar. Og hvernig geta fossar yfirleitt brotið ánum farvegi gegnum hörð og geysiþykk berg- lög, farvegi, sem eru mörgum sinnum breiðari en þeir sjálfir? 4. Og að lokum: Hvemig stendur á .því, að fossamir tveir inni í Byrgisbotninum, sem hafa hlotið að falla mjög lengi þar fram af brúninni, fyrst þeir gátu mynd- að tvær skálar (tjarnir) — einkum hina djúpu vestari skál — hafa ekki getað myndað geilar þar inn í bergið? Það er ekkert klettanef eða brík á milli þeirra. Er það ekld einmitt ein bezta sönnun þess, að Ásbyrgi er ekki til orðið vegna vatnsrennslis, og að vatnið hefur ekki orkað að gera þar neinar verulegar breytingar aðrar en 182 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.