Heima er bezt - 01.05.1964, Side 15

Heima er bezt - 01.05.1964, Side 15
að þvo öskuna burt og gera þessar skálar, sem að mínu áliti hafa myndazt á mörgum árþúsundum af miklu vatnsrennsli frá ísaldarjöklunum, miklum vorleysing- um og tímabundnu rennsli úr Jökulsá í miklum jökul- vöxtum á sumrum og hlaupum — stórflóðum. Ég læt þessar spurningar nægja og þætti vænt um að fá svör við þeim frá dr. S. Þ. eða öðrum jarðfræðing- um. Ég vil að lokum leyfa mér að benda á nokkrar stað- reyndir, sem mér finnst styðja þá skoðun rnína, að Ás- byrgi sé til orðið fyrir jarðsig. Kelduhverfi er ein af þeim sveitum landsins, sem einna gleggst bera merki jarðhræringa og jarðrasks. Bæði í austur- og vesturhluta sveitarinnar eru stórar landspildur sundursprungnar með fjölda af djúpum gjám af ýmissi breidd. Víða eru þar líka „veggir“, sem auðsjáanlega hafa myndazt við landsig, einkum í aust- urhluta sveitariniiar er nefnist Uppsveit. Skammt vest- an við Ásbyrgi er veggur, sem snýr móti vestri. Á suð- urenda þess veggjar stendur bærinn Tóveggur. Og á æskuárum mínum var bærinn Áveggur á norðurenda veggjarins. Þar bjó þá við inikla fátækt síðasti ábúandi jarðarinnar, hinn þekkti ágæti hagyrðingur Jón Er- lendsson (Eldon), síðar ritstjóri Lögbergs. Til gamans set ég hér vísu eftir hann, er varð þar til og lýsir ástæð- um heimilisins vel: „Minnur sjúga menn úr legg, þá mergjarlaust er holið. Eins er nú á vorum Vegg, þar verður ei lengur stolið.“ / Gegnt þessum vegg, nokkrum hundruðum metra vestar, er lægri veggur, sem snýr móti austri. I.and- spildan á milli veggjanna er talsvert lægri en landið báð- um megin og er því auðsjáanlega um jarðsig að ræða þar. — Margir fleiri veggir eru í Uppsveit, t. d. veggur- inn, sem bærinn Undirveggur stendur undir, Þúfuvegg- ur, Kerlingarveggir, Kvíaveggir o. fl. Milli Kvíaveggj- anna er fremur lítil skeifulöguð kvos með klettarana í mynninu að norðan. Mætti segja, að hún væri smækk- uð mynd af Ásbyrgi hvað lögun snertir, þótt fegurð og tign þess skorti. Skammt sunnan við Eyjólfshæð, sem er syðst og aust- ast á Bláskógaheiði, er norðurendi hins 12 kílómetra langa og talsvert háa Bunguveggs. Skilur sá veggur af- réttarlönd Ása og Þeistareykja á löngum parti. Geysi- stór landspilda austan við vegginn nefnist Gjástykki. Nær það alveg austur að Hrútafjöllum, sem eru í suð- vestur horni Ásheiðar. Frá Hrútafjöllum ganga hæðir alllangt til norðurs — norður fyrir Mófell — og nefn- ast þær Mófellshæðir. Vesturbrún hæða þessara er mjög sundursprungin, og minnir mig að lágur veggur sé á parti norðan við Hrútafjöllin. Landið á milli þessara hæða og Bunguveggjarins er mikið lægra en landið báð- urn megin. Er því augljóst að þar hefur orðið stórkost- legt jarðfall. Aljt þetta, sem ég hefi talið hér upp, sýnir, að land- sig hafa orðið mikil í Kelduhverfi, mest í austurhluta sveitarinnar, og sum í grennd við Ásbyrgi. Virðist mér það gera þá skoðun mína sennilegri, að Ásbyrgi sé til orðið fyrir jarðsig, en ekki af völdum Jökulsár. í DJÚPAVOGI Framhald af bls. 176. --------------------- inn, en við þessa einstöku hundaheppni, vex mér ás- megin og spinn mig upp á brún og ota augum, tel víst að ég sé í góðu færi, en þá sé ég hvar hún er komin á ská fram fvrir mig. Færið er rosalangt, og ég þori ekki að stanza hana með hljóði vegna þess, hversu skugg- sýnt er, hún muni sjá blossann og ef til vill hlaupa upp, eða hendast til hliðar, áður en skotið nær henni, svo að ég fylgi henni á sigti augnablik, til að finna hraðann, og kippi svo fram fyrir hana, eins og maður gerir þeg'- ar skotnir eru fuglar á flugi, og skotið ríður af. Þá brá svo við, að hún bætti við sig ferðinni, víst um helm- ing, svo sem 70—80 faðrna, en þá stanzar hún og lítur við. Ég sá hana ekki greinilega, en virðist trýnið sveifl- ast í boga upp á við, og snögghverfur svo. Mér þótti hreyfingin óeðlileg, og datt í hug, að hún væri særð, læt annað skot í byssuna og læðist undur varlega í átt- ina til hennar. Nú var ég kominn mjög nærri, þar sem hún hafði horfið, en ég gat ekki séð neina laut, þar sem hún hefði getað .... en allt í einu þaut ég á fætur, því nú sá ég hana greinilega á milli þúfna með alla fætur til himins. Mikið óskaði ég þess, að Oddur væri niðri á vegi þegar ég kæmi þangað, en seinna, seinna myndi ég hitta hann. BRÉFASKIPTI Valgeir Benecliktsson, Árnesi, Árneshreppi, Strandasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 13—14 ára. Sigriður Böðvarsdóttir, Kirkjubæ, Fljótshlíð, Rangárvallasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 13—15 ára. -F-skilegt að mynd fylgi. Fjölnir Torfason, Hala, Suðursveit, A.-Skaft., óskar eftir bréfa- skiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 11—13 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Steinunn Torfadóttir, Hala, Suðursveit, A.-Skaft., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 11—13 ára. Æski- legt að mynd fylgi. Þóra Guðrún Ingimarsdóttir, Jaðri, Suðursveit, A.-Skaft., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 10—12 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Máni Fjalarsson, Kálfafellsstað, Suðursveit, A.-Skaft., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 9—11 ára. Æski- legt að mynd fylgi. Fleima er bezt 183

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.