Heima er bezt - 01.05.1964, Page 17

Heima er bezt - 01.05.1964, Page 17
Nokkra lánsmenn og konur hef ég þekkt, sem þakka lán sitt bænunum hennar ömmu eða afa. Því ættum við ekki að launa þær ríkulega. Eg vildi óska þess, að sú kynslóð, sem nú er að ala upp börn sín og næstu kyn- slóðir, bæru gæfu til að innræta börnum sínum ást og virðingu til gamals fólks, þannig að sterk hugarfars- breyting verði sem fyrst í þá átt. Og hún kemur ekki einungis gamla fólkinu að notum, þannig að því líði betur í ellinni, heldur verður sú andlega breyting til blessunar fyrir unga fólkið og framtíð þess. Eg er sann- færð um, að það er lán fyrir alla, að reynast gömlu fólki vel. Er ykkur ljóst, hve óendanlega mikið við eigum afa okkar og ömmu að þakka. Voru það ekki þau, sem sögðu okkur fallegu sögurnar og leiddu okkur inn í töfraheima ævintýranna, kenndu okkur stafina og sitt- hvað fleira, sem varð okkur þroskalind síðar á ævinni. Og svo má ekki gleyma því, að gamla fólkið var og er tengiliður gamla og nýja tímans. Sumir munu eflaust segja: „Hvað varðar okkur um það sem liðið er, basl- ið, hungrið, fátæktina o. s. frv.“ En slíkt er heimsku- legt. Okkur varðar um allt, sem við kemur okkar þjóð- arsögu. Ef við hættum að láta okkur varða um sögu og menningu liðinna ára og alda, þá erum við ekki lengur sjálfstæð þjóð. Öllum má vera ljóst, að greinarnar visna, ef höggvið er á ræturnar eða þær slitnar, hversu vold- ugar sem meiðurinn kann að virðast meðan hann teig- ar lífdrykk af heilbrigðri og sterkri rót. H. Á. S. Getum við varist vorþreytunni? Við erum vissulega betur sett nú en fyrir nokkrum áratugum, þar sem tekizt hefur að efnagreina vitamínin og framleiða þau í töfluformi. En vorþreytan stafar, sem kunnugt er, m. a. af C-vitamín skorti. Þegar líður á veturinn, hefur C-vitamínið stórlega minnkað i þeim tveimur fæðutegundum, sem taldar eru okkar örugg- asti C-vitamín gjafi, þ. e. mjólkinni og kartöflunum. C-vitamínið er viðkvæmt og þolir illa langa geymslu. Af því leiðir, að heyið, sem kýrnar fá, er orðið C-vita- mín snautt, þegar kemur fram á vor, og sama máli gegn- ir um kartöflurnar. Við verðum að fá um 50 mg af C- vitamíni dag hvern. Skyrbjúgur stafar, eins og við nú vitum, af C-vita- mín skorti. En önnur einkenni koma þó í ljós löngu áð- ur en svo illa er komið. T. d. þreyta, slappleiki. Við þessu getum við nú fengið vitamín töflur. En við hús- mæður verðum að gera allt það, sem í okkar valdi stendur til þess, að veita heimilisfólki okkar holla og rétta fæðu, m. a. svo vitamín ríka sem kostur er á og matreiða hana þannig, að hún missi ekki gildi sitt, sem holl fæða. C-vitamínið er viðkvæmt. Viðkvæmast allra vitamína. Það þolir illa langa geymslu, það þolir illa langvarandi hitun og suðu og það eyðileggst fyrir áhrif loftsins. Nú eru ýmsar grænmetistegundir mjög C-vita- mín ríkar og þá vitanlega ósoðnar. Við ættum því að hafa hrátt grænmeti á borðum hvern dag ársins. Ef það er rifið eða saxað, skal það gert rétt áður en það er borið fram. En þurfi það að bíða einhverja stund, þarf að byrgja vel ílátið, sem það er í, svo að loftið nái ekki að leika um það óhindrað og eyða þar með að óþörfu hinu dvrmæta C-vitamíni. Ein er sú grænmetistegund, sem talin er geyma C- vitamínið betur en nokkur önnur. Er það gulrófan. Það liggur í augum uppi, hve mikils virði hún er okkur, ein- mitt nú, þegar lítið er af öðru grænmeti og kartöflurn- ar farnar að visna. Eg læt hér fylgja nokkrar uppskriftir af hráum græn- metis- og ávaxtasalötum, ef ske kynni að einhver vildi reyna uppskriftimar: GULRÓFUSALAT. 3 gulrófur, meðalstærð 2 ms. rúsínur 2 ms. sítrónusafi 1 ms. sykur. Þvegnar og flysjaðar gulrófurnar em rifnar með grænmetisjárni og rúsínum, sítrónusafa og sykri bland- að vel saman við. Þetta salat er gott með öllum fiskréttum og steiktu kjöti. Nota má appelsínur í staðinn fyrir rúsínur. Einn- ig er gott að blanda saman við þetta rifnum eplum, þvegnum en ekki flysjuðum. GULRÓFUSALAT MEÐ HUNANGI. 3 gulrófur, meðalstærð 2 epli 2 ms. sítrónusafi 2 ms. hunang. Hunangið er hrært út með sítrónusafanum og bland- að saman við rifnar gulrófumar og eplin. Sveskjur, bleyttar og skornar í ræmur, bæta salatið enn meir og auka á hollustu þess. GULRÓT ASALAT. 250 g gulrætur 2 ms. sítrónusafi 1—2 ms. púðursykur. Púðursykri og sítrónusafa er blandað vel saman við rifnar gulræturnar. Þetta salat er gott ofan á brauð eða hafrakex og einnig með kjöti og fiski. GULRÓTASALAT MEÐ BLÁBERJUM. 300 g gulrætur 2 ms. sítrónusafi 3 ms. bláberja- eða aðalbláberjasulta 1 ms. púðursykur. Sítrónusafa, sultu og púðursykri er blandað saman við rifnar gulræturnar. Gott með kjöti og fiski og ofan á smurt kex og gróft brauð. Heima er bezt 185

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.