Heima er bezt - 01.05.1964, Page 20
Undir Ólafsvíkurenni. Vegurinn er nú sprengdur inn i berg-
ið hcerra en sjór fellur.
flæði var leiðin algjörlega ófær, því að brimaldan skall
þá alveg upp í klettana. Þar sem klettahleinamar teygðu
sig lengst fram í flæðarmálið, voru nefndir forvaðar.
Þetta liggur fyrir opnu úthafinu og oft geta haföld-
urnar risið hátt, þótt veður sé gott, ef illt er í sjóinn.
Vafalaust fagna engir meira þessari samgöngubót en
íbúar Hellissands og Olafsvíkur, en þessi kauptún hafa
lengi haft sama sóknarprest og sama héraðslækni. Þessi
torfæra á milli kauptúnanna gat því jafnvel orðið lífs-
hættuleg, ef svo stóð á. Mjög þótti varasamt fyrir
ókunnuga að vera þarna á ferð, ef aðfall var komið.
Alltaf gat snögglega gengið í sjóinn, og þá flanaði haf-
aldan ótrúlega hátt og útsogið var stórhættulegt. Ég
minnist þess enn, er ég fór þessa leið ríðandi í fyrsta
skipti og var þá einn á ferð. I Olafsvík var mér sagt,
að næg fjara væri fyrir forvaðana, en örskammt er frá
Ólafsvík út að Enninu. Allmikil brimalda var, þótt
veðrið væri gott. Ég fór greitt, því að ég var vel ríð-
andi, og er ég kom að fyrsta forvaðanum var útsog,
en aldan reis á ný fyrr en varði, og brotnaði faldur
hennar á hestinum, sem ég sat á. Hesturinn trylltist af
hræðslu og hentist upp á hleinarnar, sem lengst skög-
uðu út og skriplaði þar og hnaut, en valt þó ekki al-
veg, reis á fætur og þeyttist fyrir forvaðann, áður en
næsta alda reis, og mér var borgið. Kunnugur maður
hefði ekki farið svona ógætilega.
í annað skiptið minnist ég þess, að ég fór þarna um
gangandi, ásamt nokkrum fleiri ferðamönnum. Þá Var
um háfjöru og gengum við sléttan sandinn framan við
allt lausagrjót og hleinar. Við vorum tveir saman, sem
gengum síðastir og uggðum ekki að okkur, og fórum
heldur framar, nær flæðarmálinu, en hinir. Allt í einu
reis ein aldan óvenjulega hátt. Við hlupum undan, en
aldan var fljótari og flanaði langt upp á sandinn og
hvolfdi sér upp á bak á okkur. Allir hlógu að fátinu,
sem á okkur kom, en við hefðum vissulega ekki hleg-
ið, ef við hefðum farið svona ógætilega í vestan rosa
og haustbrimi.
AUmikil slysahætta var talin undir Ólafsvíkurenni,
vegna brims, skriðufalla og grjóthruns, en þrátt fyrir
allt þetta voru slysfarir ekki tíðar. Talið var af sum-
um, að reimt væri undir Enninu. Er ein reimleika saga
þaðan í Þjóðsögum Jóns Ámasonar, sem heitir: Sagan
um Gísla heiftrækna. En þar er líka önnur saga um
álfabyggð í Enninu. Er sú saga þannig:
„Einu sinni var ferðamaður of naumt fyrir undir Ól-
afsvíkurenni á nýársnótt, því að sjór féll fyrir berg,
áður en hann kæmist fyrir forvaðann, svo að ekki leit
út fyrir annað, en hann mætti liggja þar úti. Sá hann
þar þá 18 hús ljósum ljómuð, og skemmtu álfar sér þar
inni með hljóðfæraslætti og dansi.“ Vafalaust hefur
þessi einmana ferðalangur notið góðs í þessum upp-
Ijómuðu húsum huldufólksins.
Saga þessi er skráð eftir sögn sr. Eiríks Kúld, sem
var prestur í Flatey og síðar í Stykkishólmi. Dáinn 19.
júlí 1893.
Ég held, að í sambandi við áhættuna undir Ólafsvík-
urenni hafi trúin á heillavætti, sem vemduðu menn fyr-
ir slysum, verið sterkari en trúin á reimleikana, og
drauga, sem draga vildu ferðamenn í sjóinn.
Ég tel, að þessi gamla trú á hollvætti eða handleiðslu
guðs á hættustund, hafi öðlazt aukinn kraft, þegar sá
atburður varð í haust, er vegagerðarmenn sátu að kaffi-
drykkju inni í litlum skúr, að allstór steinn úr Enninu
kom fljúgandi hátt úr bjarginu niður í gegnum skúr-
þakið, en maður sá, er þar hafði setið, sem steinninn
kom niður, hafði staðið upp úr sæti sínu rétt áður. Ef
hann hefði setið kyrr í sæti sínu, er steinninn flaug í
gegnum þakið, hefði hann hlotið að slasast alvarlega.
Svona atvik nefnum við lán eða handleiðslu æðri mátt-
arvalda.
Eina sögu kann ég um slysfarir undir Ólafsvíkurenni
og mun hún hafa gerzt skömmu fyrir síðustu aldamót.
En þannig var mér sagan sögð af pabba mínum, sem ég
tel að munað hafi atburð þenna: Ferðamenn nokkrir,
er komið höfðu sunnan úr sveitum ríðandi framan und-
ir Jökli, voru á leið frá Hellissandi inn í Ólafsvík. Þetta
var á sunnudegi um það leytið, er messa hófst á Ingjalds-
hóli, en leið ferðamannanna lá örskammt frá kirkjunni.
Á þeim árum var það talinn ósiður að fara fram hjá
kirkju á meðan messa stóð yfir, án þess að hlýða messu.
Var það talið stuðla að ferðaheill að hlýða messu. —
Ferðamenn þessa greindi á um það, hvort þeir ættu að
188 Heima er bezt