Heima er bezt - 01.05.1964, Page 21

Heima er bezt - 01.05.1964, Page 21
hlýða messu eður eigi. Þeir réðu loks ferðinni, sem ekki vildu hlýða messunni. Þeir riðu síðan greitt inn undir Ennið og höfðu meðferðis nokkra lausa hesta, sem runnu götuna á undan. Þeir héldu hiklaust áfram, því að vel stóð á sjó. Er þeir komu þar undir Ennið, sem hættast var við grjóthruni, kom allstór hellusteinn fljúg- andi úr berginu, og tók næstum höfuðið af hesti, er hljóp þar lausbeislaður milli manna. Engan manninn sakaði. Var þetta talin áminning til ferðamannanna, sem ekki vildu virða hinn gamla, góða sið að hlýða mess- unni. Um Búlandshöfða kann ég enga slysasögu, en vetrar- ferðir yfir Búlandshöfða þóttu þó ætíð varhugaverðar. Veit ég til þess, að oft rnunaði rnjóu í gamla daga, þeg- ar snjóskaflar eða svellbólstrar voru í götunni, sem var tæp og örmjó, en skriðan þverbrött og neðan undir hamraflug. I fyrsta sinni, sem ég fór yfir Búlandshöfða, var ég einn á ferð í fögru veðri um miðjan september. Þegar ég kom þar í höfðann, er Þrælaskriður heita, brá mér mjög í brún, er ég leit flugbratta skriðuna og örmjóa götuna, sem var næstum ósýnileg, vegna þess, að örsmá möl úr skriðunni hafði hrunið niður í hana. Varð ætíð á vorin og sumurin að hreinsa götuna öðru hverju, til þess að hún yrði ekki ófær. Ég snaraði mér af baki og teymdi klárinn yfir versta torleiðið, því að mér þótti sem allt væri að fara á fleygiferð fyrir augunum á mér, er ég leit niður á hamrabrúnina. Seinna fór ég þarna nokkrum sinnum um skriðurnar ásamt samfylgdarmönnum og sat þá klárinn keikur eins og þeir. / Búlandshöfða. Skriðan er brött. Heyskapur i Mávahlíð. En eitt sinn fór ég yfir Höfðann, er mér þótti alveg nóg um. Með mér var þá ágætur, harðduglegur ferða- maður, sem Ágúst Olason heitir frá Mávahlíð. Þetta var síðla vetrar. Við vorum ríðandi með einn hest lausan. Þegar að sjálfum skriðunum kom, leizt okkur ekki á blikuna. Allmikill snjór var í Höfðanum og víða skafl- ar í götunni. Lausa hrossið var bleik hryssa, viljug og harðskeytt. Ég var á rauðum fjörhesti, en hann var dá- lítið viðbrugðinn. Ágúst var á traustum, gráum hesti, rólegum og vel járnuðum. Ágúst lagði á ráðin, áður en við lögðum í flugbrattar skriðurnar. Hann lét mig stíga á bak Grána, því að hann var svo traustur. Sjálfur teymdi hann Rauð minn, og ætlaði að reyna að þræða götuna, en Bleik átti að ganga laus á milli. Þetta gekk allvel í byrjun, en brátt leiddist Bleik að vera króuð þarna í milli okkar. Hún tók undir sig stökk upp í skriðuna og hentist fram hjá manni og hesti í götunni og tók strikið á undan. Hún reyndi að fylgja götunni, og þegar hún kom að snjóskafli, þá hóf hún sig upp, hentist fram í skaflinn, reif sig áfram og skildi eftir ágæta braut fyrir okkur í gegnum skaflinn. Aðaláhætt- an var að snjóskaflinn skriði niður. Þegar Bleik hent- ist út í skaflana í götunni, þá sá ég að stundum brast skaflinn í sundur skammt fyrir ofan götuna. En það var lánið okkar, að snjóskriðan fór eldti af stað, því að þá hefðum við, ef til vill, ekki sagt frá tíðindum. Nú er kominn yfir Búlandshöfða margra metra breið- ur, sléttur vegur, en þó tel ég líklegt, að enn verði að gæta varúðar á vetrum, ef snjó leggur á veginn eða svell- bólstrar myndast. Heima er bezt 189

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.