Heima er bezt - 01.05.1964, Side 27
in að roðna yzt á jöðrunum. Hann seildist og greip
hönd hennar — þrýsti hana. Hún vék sér hægt við, er
hún fann snertinguna, horfði andartak á hann, en vafði
hann síðan örmum.
Þau hvíldu svona saman dálitla stund. Loks losaði
hún sig úr örmum hans og sat álút og máttleysisleg á
rúmstokknum, hvarflaði augunum að honum, eins og
hún væri að berjast við að fá einhverja átyllu til að
fresta skilnaðarstundinni. Loks sagði hún:
„Getum við ekki verið saman í kvöld — einhvern veg-
inn? Má ég ekki aka þér út —?“
Hann brosti og sagði:
„En þú sem átt að dansa — þetta er þitt kvöld, ekki
mitt.“
„Þetta er okkar kvöld.“
Þórir hringdi og hjúkrunarkonan kom og hlúði að
honum í stólnum. Hún var ung og lagleg og ákaflega
lífsglöð — hló og spaugaði meðan hún vann verk sitt
og kyssti Þóri á vangann að skilnaði.
„Þér má ekki verða kalt, krúttið mitt,“ sagði hún.
Þórir brosti. Allt í einu datt honum í hug Tjörnin
og endurnar. Hann sagði:
„Stína, útvegaðu mér gamlan brauðhleif."
Hjúkrunarkonan varð undrandi á svip.
„Til að gefa öndunum.“
Elín ók Þóri út á ganginn og þar biðu þau hjúkrun-
arkonunnar, unz hún vatt sér að þeim með dálitla körfu
fulla af brauðhleifum.
„Ég stal þessu frá ráðskonunni,“ sagði hún. „Bless,
krúttið mitt-----
Það var lítil umferð í kringum sjúkrahúsið. Er þau
höfðu eltið um stund, sagði hann:
„Mig langar snöggvast upp á hæðina.“
Elín beitti vagninum móti brekkunni. Hún hitnaði í
vöngum og það tók í handleggina. Hún varð móð, og
er hann varð þess var, sagði hann:
„Nei, snúðu við. Þetta er of erfitt.“
Elín hristi aðeins höfuðið og hélt áfram.
Uppi á hæðinni léku sér nokkrir drengir að fótknetti.
Það var töluverð harka og kapp í leiknum, og það komu
upp miklar deilur út af einu markinu — lá við áflogum.
Þórir hló. „Svona gekk það hjá okkur.“
„Ykkur?“
„Já, við strákarnir lékum oft hérna. Við rifumst oft
eins og þessir.“
„Völlurinn hallast,“ sagði Elín.
„Við skiptumst á um að leika á mörkin. Annars hefði
leikurinn ekki orðið réttlátur.“
Drengirnir hófu leikinn að nýju og það voru mikil
hróp. Og svo var markið skorað.
Þórir horfði á drengina, en leit síðan af þeim suður
til hæðarinnar. Bílarnir liðu yfir hana — hurfu við sam-
býlishúsin.
Elín ók Þóri niður Skólavörðustíginn og síðan eftir
fáförnum götum niður að Tjörn. Á Fríkirkjuveginum
var mikil umferð, og hún varð að sæta lagi að komast
yfir götuna. Gegnt Iðnó nam hún staðar.
Álftahjónin syntu langt úti á tjörn, og þau komu ekki
að bakkanum, þótt endurnar berðust um brauðbitana,
sem þau köstuðu út á vatnið. í fyrstu virtust þeir veita
hávaðanum athygli, syntu nær, en sveigðu síðan frá —
hurfu loks fyrir hólmann.
„Álftirnar komu ekki,“ sagði Þórir.
Elín kinkaði kolli.
„Nei, þær eru horfnar.“
Þær eru horfnar, ómaði í huga Þóris — þær eru horfn-
ar. Hann sagði:
„Það er byrjað að dansa.“
Hún kinkaði kolli, og þau hlustuðu á hljóðfæraslátt-
inn og horfðu á fólkið, sem hraðaði sér í dansinn.
Elín leit allt í einu á Þóri, augu hennar voru óvenju
stór og dimm — eins og nóttin hefði þegar sezt að í
þeim.
„Þú vilt enn, að við skiljum?“
„Það er bezt,“ sagði hann. „Þú gleymir mér ekki, en
þú hættir að sakna.“
„Þú segir það. Hver getur sagt fyrirfram um, hvaða
sár gróa og hver ekki?“
„Þú ert ung-----.“
Hún svaraði ekki, og þau heyrðu, að einhverjir voru
farnir að syngja. Hún kom til hans og sagði:
„Þú veizt, að ég elska þig, Þórir — og hver getur sagt
fyrir, hvernig lífið verður? Hvers vegna getum við ekki
orðið ánægð saman?“
„Ég er ekkert hrifinn af að gerast píslarvottur,“ sagði
Þórir, „og þú mátt ekki skoða mig sem slíkan. Ég er
ákveðinn í að mæta örlögunum með karlmennsku. En
ég vil ekki eyðileggja þitt líf.“
„Hver veit, hvenær hann er að eyðileggja eða byggja
upp? Ef við skiljum — getum við þá gleymt hvort öðru
— hætt að sakna hvors annars?“
„Heil heimsborg er gott hæli — fyrir þá, sem vilja
gleyma.“
„Þetta eru þín síðustu orð?“
„Já,“ sagði Þórir lágt. Hann horfði á húsin fyrir
handan Tjörnina, og honum virtust þau allt í einu
sveipast mósku. Hann kipptist við. Sjónin skýrðist að
nýju. Elín greip yfir um axlir hans.
„Þú ert fölur. Er þér illt?“
„Bara sem snöggvast — það leið hjá.“
Hún sleppti ekki takinu, og þau hlustuðu:
„Lagið okkar,“ hvíslaði hún.
„Við dönsuðum eftir því uppi í skíðaskála,“ sagði
hann.
„Þú manst það enn?“
„Já, ég man allt — allt.“ Hann lyfti höfðinu og horfði
í augu hennar.
„Ég man allt — allt — allt,“ hvíslaði hann að nýju og
þrýsti henni að sér.
„Allt var svo gott,“ sagði hún.
„Það gleymist ekkert.“
Framhald á bls. 201.
Heima er bezt 195