Heima er bezt - 01.05.1964, Page 29

Heima er bezt - 01.05.1964, Page 29
gegn suðri, og svo stór skemma frammi á hlaðinu. En reisulegur er hann, þessi gamli bær, og eitt sinn þótti hann mikil bygging. Bezt myndi Þorgrímur alltaf kunna við sig í gamla bænum. En hann sem er svo mikill framfaramaður og hátt settur í sveitinni, hann má til með að fara að reisa steinhús á jörðinni, eins og flestir bændur hafa þegar gert þar um slóðir. Hann verður helzt að láta byrja á því verki strax á næsta vori, hver svo sem nýtur þess að honum látnum. — Já, að honum látnum! En það er alveg fráleitt að fara að hugsa um dauðann að sinni! Hann Þorgrímur, sem enn er á bezta aldri, æðsti maður sveitarinnar og ríkasti bóndinn í Núps- hreppi. Hann hlýtur að eiga langa framtíð fyrir hönd- um. Þau ár sem hann er búinn að vera ekkjumaður, hef- ur Steinvör gamla vinnukona hans stjórnað búinu með honum og farizt það með ágætum. Steinvör var æsku-vinkona Guðlaugar konu hans og fluttist með henni sem vinnukona að Fremra-Núpi. Hún var alltaf Guðlaugar önnur hönd og annaðist heim- ilisstörfin engu síður en hún sjálf, þótt Guðlaug ætti að heita húsfreyja, á meðan hún lifði. En nú er Steinvör frá verki, að minnsta kosti næstu vikurnar, og engin önnur stúlka á heimilinu. Einhver ráð verður hann að finna til skjótra úrbóta, því varla getur heimilið án bú- stýru verið í mestu haustönnunum. En hvert á hann að snúa sér í leit að bústýru? Það er stóra spurningin! Þorgrímur hvessir augum út í föla kvöldskuggana, sem þegar eru teknir að sveima kringum hann, og lít- ur svo yfir sveitina í huga. Hvar á hann að bera niður? Hugur hans leitar bæ frá bæ, en stöðvast ekki hjá neinni stúlku, sem hann þekkir. Þær eru allar jafn ólíklegar til þess að taka við bústjórn á heimili hans. Þorgrímur heldur ferðinni áfram upp Núpinn og horfir þungt hugsi niður á sölnaða jörðina undir fótum sér. En skyndilega bregður fyrir í huga hans leiftrandi endurminningu frá síðastliðnum gangna-sunnudegi, og hreppstjórinn brosir örlítið í kampinn. — Já, dóttir hans Einars á Ytra-Núpi! Honum hefur alveg sézt yfir hana hingað til. Það er allra föngulegasta stúlka, og mynd hennar festist nú svo undarlega skýr í huga hans á gangna-sunnudaginn í haust. Hann kom þá ásamt mörgum fleiri bændum úr sveit- inni að Ytra-Núpi og gisti þar nóttina, áður en lagt var af stað í leitimar. Öllum var þeim gangnamönnum vel tekið að vanda og veittur bezti beini, þótt fátækt væri auðsæ á heimilinu. Svanhildur elzta dóttir hjónanna framreiddi góðgerðirnar handa gestunum að þessu sinni og bjó síðan um þá í stórri flatsæng í hlöðu, þar sem þeir sváfu vært, unz birta tók af nýjum degi. Svanhildur var á að gizka átján til nítján ára að aldri, varla þar yfir, gervileg að útliti og gædd kvenlegum yndisþokka. En það var ekki útlit hennar, sem mesta athygli vakti hjá honum, heldur hitt, hve vel hún leysti verk sín af hendi. Hann sá, að þar fór saman bæði dugn- aður og myndarskapur. Það væri ekki svo fráleitt að fá liana fyrir bústýru að Fremra-Núpi, á meðan Stein- vör er frá verki! Brún hreppstjórans er orðin léttari, og hann greikkar sporið upp Núpinn. Strax að morgni næsta dags ætlar hann að fara út að Ytra-Núpi. II. Nýja bústýran Hljóð haustnóttin hjúpar dökkri húmblæju himinn og jörð. Svanhildur Einarsdóttir á Ytra-Núpi liggur vakandi í rúmi sínu og starir döpur út í myrkur nætur- innar. Hún getur ekki öðlast frið svefnsins. Hugur hennar dvelur órór við atburði síðastliðins dags. Hún er ráðin bústýra hjá Þorgrími á Fremra-Núpi um áókveðinn tíma. Þvert á móti sínum eigin vilja. Hún gat ekki neitað foreldrum sínum, þau lögðu svo fast að henni að gera þetta, og það var engu líkara, en að þeim fyndist blátt áfram heiður að því, að hrepp- stjórinn skyldi leita þangað eftir bústýru. Þau sögðust þekkja Þorgrím að öllu góðu, og hjá honum mundi hana ekki skorta neitt. Svanhildur sjálf þekkir Þorgrím ekkert, og henni finnst hann allt annað en aðlaðandi maður, hvass á brún og fremur hrjúfur í framkomu, og einhver óljós kvíðablandinn ótti læðist inn í sál ungu stúlkunnar, meðan hún virðir fyrir sér í huganum mynd hreppstjórans á Fremra-Núpi. En hún verður að fara til hans strax að morgni næsta dags, fyrst hún hefði lof- að honum og foreldrum sínum því í gær. Því verður ekki haggað, hvað svo sem hennar bíður á þessu ókunna heimili. Svanhildur hefur aldrei komið að Fremra-Núpi og veit ekki einu sinni, hve margt heimilisfólkið þar er. Hún hirti ekki um að spyrja Þorgrím að því, þegar hún réð sig hjá honum. En það er varla svo margt, að hún komizt ekki yfir að matreiða handa því þenna stutta tírna, sem hún vonar að dvöl sín á hreppstjóra- setrinu verði. Nei, það eru ekki heimilisstörfin þar, sem hún kvíðir fyrir að leysa af hendi, hún er vön að vinna og kann sæmilega til allra verka. En það er eitthvað annað, sem vekur hjá henni þennan óljósa kvíða og ótta, eitthvað sem hún kann ekki skil á nú. Svanhildur and- varpar þunglega og lokar augunum, og loks fellur hún í höfgan blund. Hreppstjórasetrið að Fremra-Núpi ber glögg ein- kenni fomrar sveitamenningar. Bærinn er í fornum stíl, stór og reisulegur, og þar er auðsæ snyrtimennska í allri umgengni. Heimilisfólkið auk Þorgríms er Valtýr vinnumaður, Leifur gamli fósturbróðir hreppstjórans og Steinvör fyrrverandi bústýra, en kaupafólkið frá sumrinu er löngu farið frá Fremra-Núpi. Svanhildur er nú komin á hreppstjórasetrið og tekin við búsforráðum hjá Þorgrími. Hún er afkastamikil við alla vinnu, og störf hennar öll em sérstaklega vel af hendi leyst. En henni leiðist á Fremra-Núpi og getur ekki fest þar yndi. Þó eru kynni hennar af hinu vinnu- Heima er bezt 197

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.