Heima er bezt - 01.05.1964, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.05.1964, Blaðsíða 30
fólkinu ágæt, og hún eignast brátt vináttu þess óskipta. Steinvör liggur rúmföst með brotinn fót, og Svanhild- ur annast hana af mikilli umhyggju og hlýhug. Stein- vör er kona um fimmtugt, gervilear að útliti og hug- þekk, fremur fáskiptin, en hlýleg í viðmóti og rík af skilningi og velvilja. Með þeim Svanhildi og Steinvöru tekst þegar í upphafi innilegt samband vináttu og trún- aðar. Þorgrímur sér glöggt ágæta kosti nýju bústýrunnar og er mjög vel ánægður með heimili sitt í hennar um- sjá. En fremur er hann þurrlegur í viðmóti við hana eins og alla aðra, sem hann umgengst daglega, sam- kvæmt sínu rétta eðli. Svanhildur gerir sér lítið far um að kynnast Þorgrími og reynir jafnvel að forðast ná- vist hans, eftir því sem við verður komið. Hennar eina markmið nú er að leysa verk sín sem bezt af hendi og losna hið allra fyrsta aftur frá Fremra-Núpi. — — — Að áiiðnu hausti rennur stór dagur upp á Fremra- Núpi, og er þar þá mikið um að vera. Þangað er kom- inn sjálfur sýslumaðurinn ásamt fleiri gestum til að sitja hið árlega leiðarþing sveitarinnar. Þorgrímur hefur boð- ið gestunum til stofu og er seztur þar með þeim að fundarhöldum. En Svanhildur framreiðir hádegisverð handa fundarmönnum. Steinvör hefur sagt Svanhildi, að það hafi ætíð ver- ið siður á Fremra-Núpi að láta fundarmenn borða í Þingstofunni. Þar standa tvö borð, annað ætlað fyrir fundarhöldin, en hitt til að snæða við, og nýja bústýr- an ætlar ekki að breyta þessu vanabundna fyrirkomu- lagi Hún gengur fram í stofuna og dúkar þar lausa- borðið, en síðan tekur hún að bera þangað hádegisverð- inn. Áður en þingstörf hófust, bauð Þorgrímur sýslu- manni með sér inn í svefnherbergi sitt, og þar drukku þeir saman nokkur staup sér til hressingar. Fn áhrif þeirra hafa þegar komið Þorgrími í óvenjulega létta stemningu, og iiggur nú vel á honum. Svanhildur raðar veizluföngunum fram á stofuborð- ið, og ferst það með mikilli prýði. En þrátt fyrir það, þótt Þorgrímur sitji að fundarstörfum við hlið sýslu- manns og beini huganum að því, sem þar fer fram, dregur Svanhildur ósjálfrátt að sér athygli hans, og hann fylgist með hverju hennar handtaki og hreyfingu á meðan hún dvelur inni í stofunni. Aldrei hefur hon- um orðið það augljósara en nú, hvílíkur kvenkostur bú- stýran hans er. Já, svona stúlku hefði hann kosið að kvænast á sínum yngri árum. En er hann bara orðinn nokkuð of gamall til þess enn? Vínið hefur stigið Þorgrími heldur mikið til höfuðs, og viðhorf lífsins birtast honum í svolítið annarlegu Ijósi. Jú, hann er að vísu orðinn nokkuð fullorðinn að árum í samanburði við bústýru sína, en hann er vel heilsuhraustur ennþá, og nógur er auðurinn, ekki þyrfti unga konan hans að kvíða skorti, og húsfreyjusætið á Fremta-Núpi hefur ekki þótt neinn krókbekkur hing- að til! Svanhildur hefur nú lokið við að bera fram hádegis- verðinn handa fundarmönnunum og býður þeim nú að setjast að snæðingi. Þeir setjast þegar að ilmandi veizlu- borði og taka til matar. En á meðan Þorgrímur neytir Ijúffengra réttanna með gestum sínum, strengir hann þess heit í huga sínum að gera Svanhildi að húsfreyju á Fremra-Núpi og byrja þar með sjálfur nýtt líf við hennar hlið. Honum finnst á þessari stundu, að hann sé orðinn ungur í annað sinn! Strax er fundarmenn hafa lokið snæðingi og eru staðnir upp frá borðum, tekur Svanhildur að bera aftur fram af borðinu. En sér til mikilla leiðinda finnur hún, að augu Þorgríms fylgja henni stöðugt, þegar hún er inni í stofunni, og í hvössum stálgráum augum hans blikar eitthvað nýtt og voldugt, sem vekur hjá henni óhugnaðskenndir. Hún hraðar sér sem mest hún má að rýma borðið og komast burt úr stofunni, úr augsýn hreppstjórans. En Þorgrímur ræðir af miklu fjöri við fundarmenn, og aldrei hefur hann verið eins ánægður með tilveruna og nú á þessum kalda haustdegi. Fram að þessu hefur Svanfríður ekki haft tíma til að færa Steinvöru hádegisverðinn, en nú raðar hún honum í flýti á bakka og hraðar sér síðan með hann inn í bað- stofu til Steinvarar. — Ég bið þig að fyrirgefa, Steinvör mín, hve seint ég kem með matinn handa þér, segir hún þýðlega og setur bakkann á borð við rúm Steinvarar. — Gerðu nú svo vel. — Steinvör rís upp af koddanum og brosir hlý- lega til Svanhildar. — Ég þakka þér fyrir. Mér lá ekkert á matnum, góða mín. Þú hefur líklega haft í nógu að snúast. Ég þekki þessa þingdaga hérna á Fremra-Núpi. Þá er nú ekkert lítið að gera. Hann kann nú líka betur við það, hrepp- stjórinn, að vel sé gert við höfðingjana, þegar þeir heim- sækja hann. Ég er nú búin að ganga hér um beina á þingdaginn milli tíu og tuttugu ár. — Vonandi verður þú tekin við bústjórn hér, þegar þingað verður næst, Steinvör mín. — Það er nú ekki víst, en ég vona að fótbrotið mitt verði gróið þá. — Eg fer strax héðan, þegar þú ert orðin fær um að annast heimilið á ný. — Það er nú bara að Þorgrímur vilji sleppa þér aft- ur, honum líkar svo vel við þig, sem ég þakka honum ekki. — Ég lofaði ekki að vera hér neinn ákveðinn tíma, og ég fer undireins og nokkur tök verða á því að losna héðan. Steinvör brosir óvenjulega dularfullt, eins og hún sjái inn í framtíðina. — Þú segir það, góða mín, en Þorgrím- ur er nú seigur að halda í það sem hann ætlar sér. Hann er ekkert lamb að leika við, skal ég segja þér. En mér hefur alltaf líkað sæmilega vel við hann, karlgreyið. Annars gerði ég það upphaflega fyrir hana Guðlaugu sálugu, konuna hans, að fara hingað. Við vorum vin- konur frá barnæsku, og hún vildi endilega fá mig hing- að með sér, þegar hún giftist Þorgrími. Hjá henni var ég svo vinnukona, á meðan hún lifði, og við vorum allt- 198 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.