Heima er bezt - 01.05.1964, Qupperneq 31

Heima er bezt - 01.05.1964, Qupperneq 31
af eins og systur. En eftir að Guðlaug féll frá, bað Þor- grímur mig að annast heimilisstörfin fyrir sig, og það varð úr að ég gerði það. En nú vildi ég gjarnan losna við alla búsýslu fyrir hann og fara að hafa það náðugt. — Ég skil það vel, og Þorgrímur hlýtur að geta feng- ið nógar bústýrur, þó að við göngum báðar af skaft- inu. — Það getur nú verið, en hann mun verða nokkuð vandlátur með þær, gamli maðurinn, ef ég þekki hann rétt. En eftir þeim orðum, sem hann hefur látið falla um þig í mín eyru, og er hann þó yfirleitt ekki marg- orður um aðra, þá veit ég vel, að þig vill hann ekki missa strax aftur af heimili sínu. — En ég vil ekki vera hér lengur, en nauðsyn kref- ur; mér fellur Þorgrímur ekki í geð, ég segi það í ein- lægni og hreinskilni, Steinvör mín, hann getur þar fyr- ir verið bezti maður. — Jæja, góða mín. Þorgrímur hefur auðvitað sína kosti og galla eins og allir aðrir. Ég ætla hvorki að hvetja þig né letja til þess að ílendast hér í framtíðinni, en ég hefði enga stúlku kosið fremur í sambúð en þig, á meðan ég er hér á Fremra-Núpi. Og sé það eitthvað, sem þér finnst þú geta leitað með til mín, þá mundu það, að ég vil reynast þér eins vel og í mínu valdi stendur. — Þakka þér innilega fyrir það, Steinvör mín, það er gott að eiga þig að vini. — Svanhildur finnur hlýju og öryggi streyma til sín frá þessari góðu konu, og það er henni ómetanlega dýrmætt, en henni er eitthvað svo undarlega órótt. Hún skilur það ekki sjálf, og hana lang- ar helzt til að vera ein. Hún bíður ekki eftir því, að Steinvör ljúki við máltíðina, heldur hraðar sér fram úr baðstofunni til þess að geta notið einveru um stund. Steinvör horfir blíðlega á eftir Svanhildi: — Aum- ingja unga bústýran, hún er eitthvað ekki vel ánægð á hreppstjórasetrinu, hugsar hún með hlýjum innileik. Þinghaldinu er loldð. Fundarmennirnir eru allir komnir út á hlað. Þar kveðja þeir Þorgrím hreppstjóra með virktum og halda síðan af stað, en Þorgrímur geng- ur inn í bæinn. Svanhildur er ein í eldhúsinu og þvær upp leirinn. Skyndilega heyrir hún fótatak frammi í göngunum og þekkir, að þar er Þorgrímur á ferð. Hún keppist við verk sitt og lítur ekki upp frá því. Þorgrímur kemur brátt inn í eldhúsið og nemur stað- ar við hlið Svanhildar. Augu hans eru óvenju hýr og leiftrandi, og megnan áfengisþef leggur frá vitum hans. Samkvæmt gamalli hefð hafði hann fengið sér væna kveðjuskál með gestum sínum, áður en þeir riðu úr hlaði, og hcfur það nú svifið allmikið á hann. Svanhildur lætur sem verði hún ekki Þorgríms vör, og keppist enn meir en áður við uppþvottinn. En fyrr en varir hefur Þorgrímur lagt handlegginn um herðar henni, hallar sér fast að vanga hennar og segir lágri ísmeygilegri röddu: — Þú sómdir þér vel í húsfreyjustöðunni í dag, Svan- hildur. Hún hopar undan armi hreppstjórans og færir sig frá honum í skyndi. — Ég vann störf mín ekkert öðruvísi í dag en venju- lega, svarar hún fremur kalt og ákveðið. — Það getur verið, en ég hefi aldrei séð það eins vel og í dag, hve mikil ágætis húsmóðir þú ert. Þú .... Svanhildur grípur fram í fyrir honum, áður en hann fær lokið máli sínu og segir í sama tón og áður: — Ég hefi engan áhuga fyrir húsmóðurstörfum, og ég vona að Steinvör komizt mjög bráðlega á fætur aft- ur og geti tekið við hússtjórninni hérna! Þorgrímur færir sig nær Svanhildi að nýju og ætlar að segja fleira við hana, en hún bíður ekki eftir því. Hún grípur í flýti stóran stafla af hreinum diskum, sem hún hefur lokið við að þvo, og hraðar sér með þá fram í búrið. Þorgrímur býst til að fara þangað á eftir henni, en þá opnar Leifur fósturbróðir hans eldhúsdyrnar og segir hreppstjóranum, að pósturinn sé staddur úti á hlaðinu og þurfi að hafa tal af honum. Þorgrímur snýr til dyra, og eldhúshurðin lokast að baki honum. En Svanhildur stendur kyrr frammi í búr- inu, og hjartað þýtur órótt í barmi hennar. Hún heyr- ir að Þorgrímur er farinn úr eldhúsinu, og vonar að vera laus við nærveru hans í bili. Framkoma Þorgríms við hana vekur hjá henni megna óbeit. Hvílík frekja í karlinum! Svona hefur hann aldrei komið fram við hana áður. — En hann var auðsjáanlega ölvaður, karl- inn, og þess vegna hefur hann vitanlega hagað sér svona leiðinlega. Svanhildur reynir að hugga sig við þessa skýringu á framkomu Þorgríms, en þó er henni undarlega órótt. TIT. Hreppstjórinn herðir róðurinn — Tíminn líður. Annar dagur jóla breiðir frið sinn um hreinbláan himinn og hrímhvíta jörð. Hjónin á Ytra- Núpi, Guðrún og Einar, eru komin í boði Þorgríms hreppstjóra að Fremra-Núpi, og er þeim vel fagnað þar. Skömmu fyrir jóhn hafði Einar á Ytra-Núpi farið með hest og sleða út að Eyri, verzlunarstað sveitarinn- ar, til þess að afla heimili sínu nauðsynja fyrir hátíð- ina. En er í kaupstaðinn kom, fékk hann þau svör hjá verzlunarstjóranum, að skuld hans við verzlunina væri nú orðin svo há, að hann fengi aðeins mjög takmark- aða úttekt þar fyrir áramót, nema þá að greiða hana út í hönd. En til þess sá Einar engin ráð. Honum varð þungt í skapi, og bjóst hann til að ganga út úr verzlun- inni án þess að gera þar nokkur innkaup að sinni. En þá gerðist óvænt atvik. Þorgrímur hreppstjóri var staddur inni hjá verzlunarstjóra og heyrði svör hans við beiðni Einars. Þorgrímur var sjaldan vanur að lána öðr- um fé, þótt til hans væri leitað, hvað þá að hann byði Heima er bezt 199

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.