Heima er bezt - 01.05.1964, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.05.1964, Blaðsíða 32
að fyrra bragði fjárhagslega aðstoð sína. Slíkt hafði aldrei komið fyrir. Nú gengur hann til Einars, leggur höndina á herðar hans og segir vinalega: Taktu hér út þær vörur, sem þú þarft til jólanna, Einar minn, ég skal sjá um greiðsluna. Við gerum svo upp reikningana seinna, hafðu engar áhyggjur út af því. Einari varð orðfall í bili, svo undrandi varð hann yf- ir þessu drengilega boði hreppstjórans, en hjálp hans varð hann sárfeginn. — Ég þakka þér fyrir þetta drengilega boð, Þorgrím- ur, sagði hann að lokum hrærður. Þorgrímur sneri sér að verzlunarstjóranum og biður hann að skrifa úttekt Einars nú fyrir jólin á sitt nafn. Stóð þá ekki lengi á því, að Einar fengi nauðsynjar sín- ar. Fyllti hann svo sleða sinn dýrmætum jólavarningi handa heimili sínu og hlakkaði til heimkomunnar. Þorgrímur var ferðbúinn úr kaupstaðnum í sama mund og Einar, og urðu þeir samferða fram að Ytra- Núpi. Einar bauð hreppstjóra heim, og tafði Þorgrím- ur þar langt fram á kvöld. Þegar hann kvaddi hjónin á Ytra-Núpi, bauð hann þeim að koma í heimsókn að Fremra-Núpi um jólin, til sín og Svanhildar dóttur sinnar. Og nú voru þau þangað komin. Svanhildur fagnar foreldrum sínum innilega. Hún hefur ekki hitt þau, síðan hún fór að Fremra-Núpi, og það finnst henni vera orðinn æði langur tími. En Stein- vör er nú aðeins byrjuð að stíga á fætur, og vonar Svan- hildur nú, að senn fari hún að losna úr ráðskonustöð- unni hjá Þorgrími, en þess bíður hún með mikilli eftir- væntingu og heitri tilhlökkun. Þorgrímur er mjög alúðlegur við Einar og Guðrúnu og hinn kátasti, en það er hann yfirleitt eldd við sveit- unga sína, þegar þeir koma að Fremra-Núpi, þó að hann vilji gjarnan láta veita þeim rausnarlega. Er hjónin hafa notið ríkmannlegra veitinga hjá dóttur sinni, býður Þorgrímur Einari inn í svefnherbergi sitt, en þann sið hefur hann aðeins við heldri menn, sem heimsækja hann. Einar fylgist með hreppstjóranum inn í herbergi hans, og Þorgrímur lokar hurðinni vandlega á eftir þeim. Síðan vísar hann Einari til sætis, tekur fram tvö staup og koníaksflösku og skálar við gest sinn um stund. Vín- ið hýrgar þá brátt, örvar blóðrásina og vaggar dóm- greind og rökföstum hugsunum í þægilega værð. En Þorgrímur gætir þess vel að stilla vínveitingum sínum í hóf, því að hvorugur þeirra má verða ofurölvi að þessu sinni. Hreppstjórinn á semsé dálítið erindi við Einar, sem bezt mun að ræða í hæfilegri stemningu, og nú eru þeir báðir mátulega hýrir til að ræða þetta málefni. Þó fyllir hann staup Einars að nýju, en segir síðan: — Það er orðið langt um liðið, síðan þú hefur kom- ið hér að Fremra-Núpi, Einar minn. — Já, það er víst orðið alllangt, þótt ekki sé lengra á milli bæjanna. Alikill munur er nú á Ytra- og Fremra- Núpi, hvað þessi jörð er miklu stærri og kostaríkari, segir Einar eftir nokkru umhugsun. — Já, víst er það, en samt er Ytri-Núpur ágætt kot að mörgu leyti. — Já, ekki neita ég því, og oft hefi ég óskað þess, að ég gæti fest kaup á því. En ég verð víst aldrei svo efn- um búinn, að ég geti eignast kotið. Þorgrímur brosir tvírætt. — Það er nú ekki gott að segja af eða á um það, Einar minn. Hver veit nema að börnin þín hjálpi þér til þess að eignast Ytra-Núp. — Það er nú svo langt í land með þau, greyin, þetta eru allt krakkar, nema Svanhildur mín, og varla kaupir hún kodð handa karlinum. Þorgrímur brosir sínu tvíræða brosi. — Svo efnuð gæti hún nú orðið. Ég skal segja þér alveg eins og er, Éinar minn, að mér hefur líkað mjög vel við dóttur þína, og ég vildi gjarnan, að hún færi ekki héðan frá Fremra-Núpi aftur. Hvernig lízt þér á það? — Hvað áttu við, Þorgrímur? — Ég á við, að ég vil kvænast dóttur þinni og gefa henni Éremra-Núp og allt sem ég á með mér. — Jæja! Einar horfir undrandi á Þorgrím nokkur andartök, en gleðin leynir sér ekki í svip hans, og síð- an segir hann: Aldrei hefur mér komið tíl hugar, að Svanhildi minni félli slík gæfa í skaut að setjast í þvílíkan auð. Hefur þú talfært þetta við hana, Þorgrímur? — Nei, ekki ennþá, ég vildi fyrst minnast á þetta við þig og heyra álit þitt. — Álit mitt getur ekki orðið hér nema á einn veg. Ég tel það mikla gæfu fyrir bláfátæka stúlku að hljóta þvílíkt gjaforð. — Þú styður þá mál mitt, Einar? — Um það þarftu ekki að efast, Þorgrímur. Ég get heldur ekki skilið, að Svanhildur mín slái hendinni á móti slíkri gæfu, hún er of skynsöm til þess. — Jæja, ef þetta gengur fyrir sig, máttu festa kaup á kotinu í vor upp á það að ég standi í ábyrgð fyrir greiðslunni. Þú færir þá þetta í tal við dóttur þína nú í dag, Einar minn, og svo tala ég sjálfur við hana seinna. — Mikill ágætis maður ertu, Þorgrímur, ætlar þú að hjálpa mér til að eignast Ytra-Núp. Þorgrímur getur ekki varizt brosi yfir undrun og að- dáun þeirri, sem hljómar í rödd Einars, en koníakið á nú kannski einhvern þátt í þessu. — Já, Einar, verði ég tengdasonur þinn, geri ég það. — Ég skal tala um þetta við Svanhildi mína, og það strax núna í dag, það máttu reiða þig á, Þorgrímur minn! Þorgrímur telcur þétt um hönd Einars og hristir hana vinalega. Síðan lyfta þeir staupunum á ný og tæma þau í botn. Þorgrímur hefur nú lokið sínu einkaerindi við Einar að þessu sinni, og ganga þeir síðan saman út úr svefnherbergi hreppstjórans. Dagurinn líður. Hjónin á Ytra-Núpi sitja við spil ásamt Þorgrími og heimilisfólki hans langt fram á kvöld og skemmta sér hið bezta. Þorgrímur býður þeim hjón- ; 200 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.