Heima er bezt - 01.05.1964, Qupperneq 33
um að gista á Fremra-Núpi, en þau hafa lofað börnum
sínum heima að koma til þeirra fyrir háttatíma og af-
þakka því boð hreppstjórans í þetta sinn. Sögðust þau
nú þegar vera búin að sitja of lengi til þess að komast
heim í tæka tíð.
Kvöldið er kyrrt. Hjambreiða yfir allt, svo langt sem
auga eygir, og tungl í fyllingu á heðibláum himni.
Hjónin á Ytra-Núpi eru komin ferðbúin út á hlað, og
þar bíða reiðhestar þeirra tygjaðir. Einar hefur beðið
Svanhildi að ganga með þeim foreldrum sínum smáspöl,
og hún ætlar að gera það. Enn hefur hún lítið getað rætt
við þau í einrúmi sökum heimilisanna, en nú er störfum
dagsins lokið, og hún frjáls ferða sinna.
Hjónin kveðja Þorgrím með miklum kærleikum og
þakka honum veittar velgerðir nú og fyrr. Síðan halda
þau úr hlaði og teyma hesta sína.
Svanliildur gengur á milli foreldra sinna og heldur um
tauminn á reiðhesti móður sinnar. í fyrstu ríkir þögn
um stund. En Einar er enn hreifur af koníaki hrepp-
stjórans, og honum er því mjög létt um að hefja máls
á því, sem honum er efst í huga. Hann færir sig brátt
fast að hlið dóttur sinnar og segir glaðlega:
— Jæja, líkar þér ekki vel á Fremra-Núpi, Svanhild-
ur mín?
Hún dregur við sig svarið. — Jú, segir hún loksins.
— Þorgrímur er nú svo mikill ágætismaður.
— Jæja?
— Já, það hefur hann sýnt okkur, foreldrum þínum
í verki.
— Jæja, og þá á hvern hátt?
— A fleiri vegu. Ég gleymi því aldrei, hve vel haim
reyndist okkur fyrir jólin í vetur. — Rödd Einars
ldökknar. — Þá sýndi Þorgrímur sannan drengskap.
Hefur hann ekkert sagt þér frá því?
— Mér, — nei!
— Jæja, þá ætla ég að gera það núna. Þú þekkir fjár-
haginn á Ytra-Núpi, Svanhildur mín, og veizt að ég er
stórskuldugur í kaupstaðnum. Ég fór nú samt þangað
fyrir jólin og ætlaði að fá þar lánaðar brýnustu nauð-
synjar handa okkur yfir hátíðina. En skuld mín við
verzlunina var orðin svo mikil, að verzlunarstjórinn
vildi þar engu við bæta fyrir áramót.
— Mér varð sannarlega þungt í skapi og ráðafátt þá
í svipinn. En hvað heldurðu að hafi svo gerzt? Þorgrím-
ur hreppstjóri var þar einnig staddur í búðinni. Hann
kemur til mín, klappar mér á herðarnar og segir: Ein-
ar minn, þú skalt taka hér út það, sem þú þarft til jól-
anna. Ég skal ábyrgjast greiðsluna, hafðu engar áhyggj-
ur út af því. Og þá stóð ekki á verzlunarstjóranum að
láta mig fá vörurnar. — Þessa framkomu Þorgríms kalla
ég sannan drengskap.
— Því neitar enginn, að þetta var fallega gert.
Guðrún hefur gengið þögul við hlið dóttur sinnar
og látið manni sínum það eftir að spjalla við hana. Nú
getur hún ekki lengur orða bundist og segir:
— Já, Svanhildur mín, ég hefi aldrei lifað önnur eins
jól að hafa nóg til allra hluta, og allt var það blessuð-
um hreppstjóranum okkar að þakka.
— Það er gleðilegt að heyra, hve Þorgrímur hefur
reynzt ykkur vel, hann hefur auðvitað sína kosti eins
og allir aðrir.
(Framhald.)
BROTSJÓIR
Framhald af bls. 195. ---------------------------
Hún svaraði ekki — þrýsti hönd hans þögul.
„En það getur enginn tekið það frá okkur, sem við
lifðum saman,“ hélt hann áfram.
„Enginn,“ hvíslaði hún, „enginn--.“
„Jæja,“ sagði hann loks. „Nú verð ég að komast upp-
eftir. Annars halda hjúkrunarkonumar, að ég hafi
strokið.“
Elín greip til stólsins. Þórir virti hana fyrir sér. Hún
var mjög spengileg í stúdínubúningnum.
Hún ók upp Laufásveginn. Þau hlustuðu á hljóðfæra-
sláttinn, sem ómaði að baki þeim, og hann hugsaði:
Þarna er sú veröld, sem hún á að lifa í — músík, dans
— líf og hreyfing. Það var henni jafn nauðsynlegt og
birtan blómunum.
Og hún ók honum áfram, fram hjá þögulum, gráum
húsunum — yfirgefnum af öðrum en gömlu fólki. Þau
virtust hafa drukkið í sig depurð þess og einmanaleika.
Sjúkrahúsið kom í Ijós, og Þórir fann til tómleikans
innra með sér, sem boðaði honum röð langra bandingja-
ára — en hann heyrði sjálfan sig segja:
„Þá erum við bráðum komin.“
Hún gekk hraðar, en svaraði ekki.
„Við förum bakdyramegin,“ sagði Þórir. „Þar er
Iyftan.“
Hún ók honum upp sundið. Steinveggimir risu á
tvær hliðar — dimmir og kaldir. Hún staðnæmdist.
„Jæja,“ sagði hann og liðkaði armana.
Hann leit upp, og hún starði á hann þöndu augna-
ráði, titraði af niðurbældum tilfinningum.
„Þá er maður kominn,“ sagði hann aftur.
Allt í einu stökk Elín að veggnum og þrýsti á bjöll-
una — stóð álút, unz hún heyrði fótatak hjúkranarkon-
unnar inni á ganginum. Þá sneri hún sér hægt við og
horfði á Þóri.
Hann breiddi út faðminn móti henni, og hún kom og
þrýsti sér að honum.
„Vertu sæll.“
„Vertu sæl.“
Og hún sleit sig snöggt frá honum og gekk hratt nið-
ur sundið og síðan yfir götuna að hominu, þar sem
reynihríslumar teygðu grænt limið í áttina til hennar
út fyrir svarta garðmúrana.
Endir.
Heima er bezt 201