Heima er bezt - 01.06.1964, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.06.1964, Qupperneq 11
bjó í Hjaltastaðakoti, en var síðast á Sauðárkróki, kv. Sigríði Benónýsdóttur, þau víst bl., og Eyjólfur, fórst í Reykjafossi í Skagafirði — að eigin ráði — tæplega tví- Uigur. Er sennilega ekkert fólk út af Hjálmari komið. III. SIGURÐUR, sá er um getur í hinni fyrrnefndu grein í HEB, f. 1823, d. 1899. Hann fluttist austur á land upp úr miðri öldinni, sennilega í sambandi við för séra Halldórs Jónssonar í Glaumbæ, þá hann fékk Hof í Vopnafirði. Hann var fyrst eitthvað í Eiðaþinghá og í Húsavík eystra, en um 1860 hóf hann búskap á Hóla- landi í Borgarfirði, og þar bjó hann langa stund. Hann var tvíkvæntur. F. k. hans var Guðrún Hannesdóttir b. á Reykjarhóli í Seyluhreppi í Skagafirði Þorvaldssonar, og var hún móðursystir Stephans G. skálds. Munu þau hafa gifzt áður en austur fluttu. Þeirra börn: Árm, fórst með vöruflutningabáti við Lagarfljótsós 1899. Hann var kvæntur Katrínu Hildibrandsdóttur, og fór hún til Vesturheims 1902 með börn þeirra þrjú, Sigurð, Hildi og Eystein, og Hannes, hreppstjóri í Borgarfirði um langt skeið, kv. Sigríði í. Eyjólfsdóttur, og voru börn þeirra eins og segir í greininni: Eyjólfur hreppstjóri, Sigurður trésmíðam. á Akureyri, Guðrún kona Karls Friðrikssonar fyrrv. vegaverkstjóra á Akureyri, nú bú- sett í Reykjavík, og Gyðríður, dáin. — Seinni kona Sig- urðar var Guðrún Sigfúsdóttir frá Gilsárvallahjáleign, og voru böm þeirra: a) Hjálmar, nam verzlunarfræði í Kaupmannahöfn, síðar kaupm. og útgerðarmaður í Stykkishólmi, d. 1919, kv. fyrst Kristínu Sveinsdóttur trésmiðs í Stykkishólmi Jónssonar, þau skildu, kv. svo Soffíu Gunnarsdóttur frá Ljótsstöðum í Vopnafirði, systur Gunnars skálds, b) Sigríður, giftist Guttormi Arnasyni frá Finnsstöðum í Eiðaþinghá, og fluttist hún til Seyðisfjarðar að honum látnum, og lézt þar upp úr 1920, c) Jakob, útgerðarmaður á Seyðisfirði, d. um 1910, kv. frændkonu sinni Önnu Magnúsdóttur tré- smiðs í Reykjavík Árnasonar, d) Ágiíst, verzlunar- og framkvæmdarstjóri á Bíldudal, fórst með v/s Þormóði í febrúar 1953, ásamt konu sinni, Jakobínu Pálsdóttur, e) Sigurbjörg, giftist Áma Gíslasyni verzlunarmanni, voru fyrst í Vestmannaeyjum en síðar í Reykjavík, og er kjörsonur þeirra séra Yngvi Þór pr. að Prestbakka í Hrútafirði, og Pétur, Stefania, Eyjólfur og Bjarni, og fóru þau öll til Vesturheims. Sonur Sigurðar á milli kvenna með Kristínu Jóns- dóttur frá Geitavíkurhjáleigu, var Jón, d. 1931, bæjar- fulltrúi á Seyðisfirði og kennari þar í 40 ár, kv. Elísa- betu Gunnlaugsdóttur Oddsen b. á Ketilsstöðum í Jök- ulsárhlíð. Upplýsingar aðallega frá Sigurði Hannessyni, Akureyri, en bor- ið saman við Ættir Austfirðinga, „Hver er maðurinn" o. fl. IV. ÁRNI EINAR, f. 1827, d. í Vesturheimi 88 ára gamall, frumbyggjari Sauðárkróks, sigldur og lærður trésmiður og stundaði þá iðn alla tíð. Hafði matsölu lengi á Króknum, og hélt jafnvel uppi sjúkrastofu í íbúð sinni þar um eitthvert árabil. Kv. Sigríði Eggerts- dóttur b. á Fossi á Skaga Þorvaldssonar. Fimm börn þeirra náðu fulltíða aldri, og fóru fjögur þeirra til Vest- urheims, Teóbald, Eggert, Margrét og Sigriður, ásamt foreldrum sínum, og var Árni þá nær áttræðu. Eitt barnanna, Friðrik, varð eftir heima. Stundaði hann sjávarútveg á Sauðárkróki. Hans dóttir er Málfríður kona Kristjáns Kristjánssonar forstjóra og bílakaup- manns í Reykjavík, fyrr á Akurevri. „Ámi var meðal- maður á vöxt, hraustmenni mikið, myndarlegur, nokk- uð fljóthuga, og talinn mjög duglegur og góður smið- ur.“ Heimild: Blaðið Tindastóll. V. MAGNÚS, f. 1829, d. 1920, lærði trésmíði, fyrst í Reykjavík, síðan í Kaupmannahöfn. Þótti hann ágætur smiður, smíðaði m. a. prentvél, var og afkastamaður til verka, glímumaður, söngmaður og söngelskur. Bjó í Viðvík og Enni á Höfðaströnd, en flutti til Reykjavík- ur 1871, og var þar alla tíð síðan. Kv. Vigdísi Ólafs- dóttur prests í Viðvík Þorvaldssonar. Börn þeirra: Séra Olafur í Arnarbæli, Sigurður læknir á Patreksfirði, síð- ast í Ólafsfirði, Kristinn skipstjóri og fisksali, Jósef tré- smíðameistari, báðir í Reykjavík, Sigríður kona Jóns Alagnússonar á Grjóteyri í Kjós, Elín kona Sveins Jóns- sonar trésmiðs í Reykjavík (Sveinn í Völundi) og Anna átti frænda sinn Jakob Sigurðsson útgerðarmann á Seyðisfirði. Heim.: Isl. æviskrár. VI. INGUNN, f. 1831, fluttist austur í Vopnafjörð með séra Halldóri Jónssyni og konu hans, giftist þar Jóni Sölvasyni frá Krossi, Árnasonar. Þau voru lítið við búskap. Börn þeirra: a) Guðjón Ágiíst b. á Gnýsstöð- um, kv. Salínu Árnadóttur frá Síreksstöðum, b) Vil- helmína saumakona'á Vopnafirði, óg. og bl., c) Ragn- hildur Sveinsína, giftist Sigurði Baldvinssyni er austur flutti úr Skagafirði með séra Jakob Benediktssyni, og voru hjá honurn nokkurt skeið á Hallfreðarstöðum, og d) Gimnþórwm Ingibjörg, ólst upp á Hofi og fluttist til Reykjavíkur með ekkju séra Halldórs og dó þar óg. og bl. Heim.: Ættir Austfirðinga nr. 7743. VII. SÆMUNDUR, f. 1832, d. 1912, bjó í Víkurkoti og víðar í Skagafirði. Var tvíkvæntur. K. 1. Sigríður Jónsdóttir b. í Miðdalsgröf í Strandasýslu Jónssonar, og Ólafar Björnsdóttur prests í Tröllatungu Hjálmars- sonar pr. þar, Þorsteinssonar, — ógiftrar. Sigríður ólst upp hjá séra Ólafi Þorvaldssyni síðast pr. í Viðvík. Börn þeirra sem upp komust: Margrét, ólst upp hjá föð- urbróður sínum Magnúsi, en fluttist svo til Vopnafjarð- ar og giftist Grími Grímssyni síðast bónda í Hvamms- gerði, og voru böm þeirra mörg, og er eitt þeirra, Sig- Heima er bezt 215

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.