Heima er bezt - 01.06.1964, Síða 13

Heima er bezt - 01.06.1964, Síða 13
Þórður Jónsson, Látrum: Fyrsta ferð mín um Fossheiði Hér fer á eftir frásögukorn, sem gefur þeim, er ekki vita, hug- mynd um samgönguerfiðleikana fyrir aðeins rúmum 40 árum. Frásögn þessa hef ég skráð eftir Gunnlaugi Kristóferssyni, kunnum verkalýðsleiðtoga á Patreksfirði. Aður var hann bóndi, og hefur ekki með öllu getað losnað við þá ástríðu, þvi enn á hann nokkrar kindur, segist ekki kunna við sig kindalaus þó í kaupstað sé. Gunnlaugur er kvæntur Sigríði Olafsdóttur og hefur þeirra lífsbarátta borið góðan ávöxt. Frásögn Gunnlaugs hef ég skráð á þessa leið: 0<->-■> ®-> <?i-> TÍilefni þeirrar ferðar, sem hér verður frá sagt, var það, að bróðir minn, Sturla Kristófersson, og kona hans, Ólafía Sigurðardóttir, ætluðu að flytja búferlum af Barðaströnd og að Görðum í Ketildalahreppi við Arnarfjörð. Þetta var ákveðið um vetur, en um vorið áttu þau að taka við jörðinni eins og lög gera ráð fyrir. Samgöngum var þá á annan veg háttað en nú er. „Hinn þarfi þjónn“ hesturinn, var þá aðalflutningatæk- ið á landi, að fráteknum manninum sjálfum, sem segja mátti að væri fæddur, og lifði með bagga á bakinu. Þá var líka sjóleiðin með frumstæðum farkostum, þar sem henni varð við komið, en hún kom ekki til greina í þessu tilfelli. Á hestum átti búslóð bróður míns að fara, yfir fjallgarðinn milli Arnarfjarðar og Breiðafjarðar næsta vor. Þó var eitt stykki í búslóðinni, sem talið var illfært að ferja á klökkum þessa leið. Það var kommóða ein, er var komin í búið frá konunni, sennilega smíðuð af Boga, sem síðar varð kaupmaður í Flatey, og var mesti 'hagleiksmaður. Kommóður voru mestu þarfaþing á hverju heimili í þá daga, og ef húsmóðir eignaðist slíkan kjörgrip, vildi hún ógjarnan sjá af honum aftur. Hirzla þessi varð því að komast norður að Görðum með einhverjum hætti. Sturla ákvað því að koma henni norður yfir fjöllin þá um veturinn, á sleða, ef færi gæfist. Ekki gat hann farið einn þá för, svo það var ráðið, að ég færi með honum, og latti það hann ekki fararinnar. Tíðarfar var mjög erfitt þennan vetur, miklar snjó- komur eins og kunnugt er, því þetta var veturinn 1919 —1920, sem fékk viðurnefnið „fannaveturinn mikli“. Dag eftir dag hlóð niður snjó, svo hvergi sást á dökk- an díl og við lá, að hús sliguðust undan snjóþunganum. Það var því ekki fyrr en í marz-mánuði, sem hið lang- þráða tækifæri kom, og því var ekki sleppt hjá, eftir að hafa litið til ferðaveðurs kvölds og morguns í lengri tíma. Eg fór snemma á fætur þennan marz-morgun, því okkur leizt allvel á veðrið kvöldið áður. Eg varð að vera búinn að ljúka við allar gegningar áður en við færum. Snjór var yfir öllu, svo varla hét að nokkurs staðar sæist fyrir steini, en murruhjarn. Við bjuggum okkur vel til ferðarinnar, eins og venja var til í þá daga. Meðal annars var ég kominn í tvenn- ar vaðmálsbuxur yzt fata, en þegar út á hlaðið kom, og sólin brosti við okkur, fór ég úr öðrum buxunum aft- ur, og setti þær inn í bæ, sem ég sá svo eftir síöar. Sturla Kristófersson og kona hans Ólafía Sigurðardóttir. Heima er bezt 217

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.