Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 15
Kristján Ólafsson á þeim aldri er þetta gerðist.
og var einn um það af þeim sem þarna voru, enda lagði
ég lítið til málanna um ratvísina, en latti þó ekki að
fara.
Við kveðjum svo Sumarliða, en þegar við vorum
komnir kippkorn frá honum, kallar hann á eftir okkur.
„Jú, þið snúið við, drengir, heldur en að villast.“ Sumir
tóku undir það, en mér fannst þetta skrítið heilræði,
því yfirleitt vita menn ekki fyrr en um seinan, að þeir
eru komnir í villu.
Svo var haldið á fjallið. Við Sturla vorum lausir,
nema hvað við drógum sleðann, sem nestistaska okkar
var bundin á. Hinir höfðu bagga eins og fyrr getur.
Var nú tekið að vinda af suðvestri. Ég tók þegar vel
eftir vindstöðunni á okkur, eftir að þeir töldu sig hafa
tekið rétta stefnu yfir fjallið, höfðum við þá vind og
snjókomu á hægra gagnauga.
Ferðin sóttist heldur seint, þar sem baggamir sigu í
á brekkuna, og flestir munu hafa verið með það í huga,
fyrst í stað, að snúa við, þótt áfram væri haldið með
þegjandi þófi.
Þegar kom upp á háfjallið, versnaði veðrið til rnuna,
svo hvort tveggja var, snjókoma og stormur. Útlitið
var því engan veginn gott, þegar við bættist það, að
menn gerðust linir undir hinum þungu böggum, til að
sækja með þá gegn veðrinu. Var þá numið staðar við
vörðu, og skotið þar á ráðstefnu um, hvað nú skyldi
afráða, því hér var orðinn nokkur vandi á höndum. Er
ekki að orðlengja það, að allir voru á einu máli um, að
okkar ferð sem mest við máttum. Klukkan mun hafa
verið um hálf sex, þegar við komum að Fossi. Stönzuð-
um við þar um stund hjá Sumarliða Jónssyni, því okk-
ur leizt ekki á veðrið, sem fór ört versnandi, komin all-
mikil snjókoma, en vindur þó hægur. Útlitið fannst
okkur heldur skuggalegt.
Meðan við ræddum veðrið við Sumarliða, komu tveir
menn af Barðaströnd yfir Fossheiði, voru þeir í kaup-
staðarferð, og segja okkur, að hann sé farinn að „renna
með á heiðina“ (byrja að skafa).
Þá komu einnig í sömu andrá fimm menn af Barða-
strönd, utan frá Bíldudal, sem einnig voru í kaupstað-
arferð, og höfðu varning sinn á bakinu. Voru baggar
þeirra um 30 kg. hver. Þessir menn voru: Olafur Jóns-
son, ungur maður, bróðir hans, Kristján Jónsson, ung-
lingspiltur, Þórður Olafsson og Kristján Olafsson, einn-
ig bræður. Þórður var kvæntur, fullorðinn maður, en
Kristján ungur ókvæntur maður. Og fimmti maðurinn
var Snæbjörn Guðjónsson, unglingspiltur.
Nú ráðum við ráðum okkar þarna í hlaðinu á Fossi,
hvað gera skuli, en þeir sem voru að koma af heiðinni
letja okkur fararinnar, þar sem ágangsveður var kom-
ið og degi tekið að halla.
Hvort sem þetta var rætt lengur eða skemur, þá var
ákveðið að fara. Þeir sögðu sem komu frá Bíldudal, að
þeir mundu rata, sumir upp á svokölluð vegamót, en
aðrir niður af heiðinni hinum megin. Með það vorum
við allir ánægðir. Sjálfur hafði ég aldrei farið þessa leið,
Þórður Ólafsson og kona hans Steinunn Júliusdóttir.
Heima er bezt 219