Heima er bezt - 01.06.1964, Page 19

Heima er bezt - 01.06.1964, Page 19
talað við börnin og unglingana á heimilunum, þannig, að þau fari að hugsa? Til hvers lifum við? Er einhver tilgangur með lífi voru, skiptir það nokkru máli, hvað við hugsum eða gerum? Geta foreldrar ekki leitt hugi bamanna að því, að þau eru og eiga að vera samverka- menn á okkar þjóðarakri og þess vegna megi þau ekki bregðast skyldunni við land og þjóð? Geta foreldrar ekki glætt ást barna sinni á landið sitt, svo þau fyllist áhuga fyrír að vinna að ræktun þess og menningu? Ef slíkt tækist getum við horft vonglöð fram á við. H. Á. S. Nokkrir fiskréttir Fiskurinn er hreinsaður og skorinn í fingurþykkar sneiðar. Vatnið er sett upp með salti og kryddi og lát- ið sjóða hægt undir hlemm í 10—15 mín. Fisksneiðarn- ar eru Iagðar í kryddlöginn og soðnar aðeins þar til fisk- urinn losnar frá beininu, ef hnífsblaði er smeygt á milli. Fiskurinn er þá færður upp og lagður á djúpt fat, en soðið er síað og hellt yfir. Kældur vel, helzt í ísskáp, en þá þarf að leggja lok á fatið eða breiða yfir það málm- pappír. Fatið er skreytt með sítrónusneiðum, grænum salatblöðum og tómötum. Með þessu er gott að hafa olíu-rjómasósu: 1 bolli olíusósa (majones), 1 bolli þeytt- ur rjómi, 2 ms. saxaðar sýrðar gúrkur, 2 ms. sýrðar rauðrófur, 1—2 ms. kapers. Öllu þessu er blandað sam- an og borið fram í sósukönnu. ÝSA, krydduð. 1 kg ýsa 1 Vá ts. salt Safi úr Vz sítrónu 1 laukur l/8 ts. pipar 1 ms. söxuð steinselja 2 ms. salatolía 1 ms. mjólk Eggjablanda Brauðrúst Smjörlíki. Ýsan er hreinsuð og flökuð, þerruð og saltinu stráð yfir hana. Sítrónusafa, söxuðum lauk, olíu, pipar og steinselju er blandað saman á fati, og í þessum krydd- legi liggur svo fiskurinn h. u. b. 1 klst. Skorinn í 3—4 stk., sem velt er i eggjablöndu og brauðrúst. Steiktur í smjörlíki á pönnu fallega ljósbrúnn. Borinn fram með soðnum kartöflum og grænmeti, t. d. salati í skyrsósu. FROSIN FISKFLÖK MEÐ GRÆNMETI. 3 ms. smjörlíki 1 laukur 3 gulrætur 100 g hvítkál 1 Vz dl vatn Va ts. salt 500 g fiskflök 75 gsmjörlíki. Smjörlíkið er brætt, grænmetið brytjað smátt og lát- ið smásjóða í smjörlíkinu nokkrar mínútur. En það má ekki brúnast. Vatni og salti er bætt út í og má ekki hræra í pottinum eftir það. Fiskflökin eru lögð heil of- an á grænmetið, salti stráð yfir og smjörlíkið í sneiðum á fiskinn. Nú er hlemmur lagður á pottinn og grænmeti og fiskur soðið við hægan hita, þar til allt er soðið, — en ekki ofsoðið. Skemmtilegast er að bera þennan rétt fram í pottin- um, sem hann er soðinn í. KALDUR LAX EÐA SILUNGUR. 1 kg lax eða silungur 1 1 vatn 1 dl borðedik 1 ms. salt 7 piparkom (heil) 1 lárviðarlauf 1 lauksneið 1 gulrótarsneið. GÚRKUSALAT. (Sérlega gott með laxi.) 1 gúrka 2 ms. salatolía Vz ts. salt 1 ms. vínedik Pipar á hnífsoddi. Gúrkan er þvegin og sneidd í þunnar sneiðar, sem lagðar eru á disk og salti stráð milli þeirra. Annar disk- ur er lagður ofan á og farg, þannig að gúrkusneiðamar pressist niður, Eftir Va klst. er safanum, sem myndast hefur á diskinum hellt frá og gúrkusneiðunum blandað saman við olíu, edik og pipar. — Það er betra að pressa gúrkusneiðarnar, þó að ýmsum sýnist það óþarfi. SÚRMJÓLKURSÚPA. (Köld.) 1 Vz 1. góð súrmjólk 1 ts. rifinn sítrónubörkur 1 ms. sykur 2 ts. sítrónusafi 1 egg 1 dl rjómi. Súrmjólkin er þeytt með sykri og eggi og bragðbætt með sítrónusafa og sítrónuberki. Rjóminn er þeyttur og blandað saman við. Ekki er nauðsynlegt að hafa rjóma í súpuna, en gott er að hafa með henni heimabakaðar tvíbökur. TVÍBÖKUR. 250 g hveiti 2 ts. lyftiduft 125 g smjörlíki lA ts. natron 60 g sykur 2 dl súrmjólk. Va ts. kardimommur Smjörlíkið er mulið saman við hveitið og sykri, kryddi og lyftiefni blandað saman við. Vætt í með súr- mjólkinni og hnoðað. Úr deiginu eru búnar til litlar bollur, sem bakaðar eru við góðan hita, kældar lítið eitt, skomar í tvennt þversum með beittum hníf og bakaðar aftur við meðalhita fallega ljósbrúnar. K.B. Heima er bezt 223

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.