Heima er bezt - 01.06.1964, Page 21
Ósengið var mjög eftirsótt til slægna alla tíð, og skák-
ir voru seldar dýru verði, væru þær á lausu. En fyrir
kom, að „Ósinn“ varð bændum þungur í skauti. Hann
átti það til að „kasta“, sem svo var nefnt, á óheppileg-
um tíma, og óx svo dagvöxtum, ef svo bar undir. Vildi
þá svo til stundum, að engjar fóru undir hann um slátt-
inn.
Þessum vanda mættu bændurnir með því að samein-
ast um að moka Ósinn út. Var þá safnað liði allra þeirra,
er land áttu að ósnum. Venjulega leystis vandinn fljót-
lega. Þó kom það fyrir, að margar ferðir varð að fara
til moksturs, unz útfall náðist. En nú er öldin önnur.
Nú ríkir vélaöld í Mýrdal, enda senda þeir nú jarðýtu
til slíkra átaka, og munu fá það greitt af opinberu fé.
Slík er þróunin á því sviði.
Þá þurfti að hafa hæfileika til fleiri hluta en rétt til
búskaparins eins til þess að notfæra sér náttúrugæði, sem
Mýrdalurinn víðast hvar hafði upp á að bjóða. Sjór var
þá sóttur af kappi vetur og sumar, þá er gaf. Þá var og
fuglatekja í fjöllunum, og þurfti djarfhuga menn til þess
að nytja þær ínytjar.
Jón Þorsteinsson var þar réttur maður á réttum stað.
Formennsku hóf hann ungur og farnaðist það starf með
ágætum. „Víkingur" hét skip hans, og hélt hann því út
úr Reynishöfn, meðan hann bjó í Reynisdal. A árunum
1890—1898 voru eigi færri en 18 formenn með skip
stærri sem smærri í Mýrdal. Var þar um mikið mann-
val að ræða, og farnaðist öllum vel, þótt sótt væri djarft,
sem tíðast var.
Jón Sverrisson, síðar fiskimatsmaður í Vestmanna-
eyjum, var þar háseti á nefndu árabili. Orti hann vísur
um alla þessa 18 formenn, og þeirra á meðal Jón í Reyn-
isdal. Hans vísa er svo:
Frá Reynisdalnum vaskur vendir
„Víking“ á um karfalón,
frá sér allan ótta sendir
ungur Þorsteins niður Jón!
Það sagði mér maður, sem lengi var háseti hjá Jóni,
að eftirtekt hans og dómgreind á brimsjó hafi verið
með eindæmum, enda var maðurinn fráneygur og fylg-
inn sér, þá er ákvarðanir skyldi taka. Stjórnsemi hans
Vegavinnuflokkur Magnúsar Finnbogasonar i Reynisdal um
1910. Sd yngsti á myndinni er Guðlaugur Brynjólfui fónsson.
Jón Þorsteinsson.
allri og lagsælni var og viðbrugðið alla tíð af þeim, er
voru honum samtíðamenn. Bát átti Jón lítinn, er hann
nefndi „Kúða“. A honum reri hann stundum á vorin
og sumrin, þá er menn var eigi að fá á sjó vegna hey-
anna, og reri þá venjulega við annan mann.
Faðir minn Magnús sagði mér frá slíkum ferðum með
Jóni. Eitt sinn reru þeir á Kúðanum um sláttinn. Faðir
minn fór upp í Reynisdranga að veiða svartfugl í háf,
en Jón reri einn á Kúðanum „austur fyrir hraun“ og dró
þar ýsu handstinnan. Öfluðu þeir vel og lentu um
kvöldið heilu og höldnu í Reynishöfn. Svona róðrar
þóttu þá fífldirfska af þeim, sem eigi nutu af. Það má
til sanns vegar færa, að djarft hafði verið í ráðizt, slíkir
róðrar sem þessir, en allt lukkaðist Jóni, og hafði hann
hent gaman að, þá er vandað var um slíka dirfsku við
brimströnd.
Arið 1901 bregður Jón Þorsteinsson búi í Reynisdal
og flytur sig austur yfir Reynisfjall í Víkina. Jörðina
seldi hann ungum dugnaðarmanni, Magnúsi Finnboga-
syni frá Presthúsum. Víkurkauptún var þá nýtekið að
myndast í kringum ungar verzlanir kaupmanna, Brydes
og Halldórs Jónssonar.
Jóni Þorsteinssyni var að vísu „Víkin“ eigi ókunn,
því þar hafði hann alizt upp að nokkru leyti hjá Jóni
Jónssyni umboðsmanni í Suður-Vík. Voru þeir góðir
Heima er bezt 225